Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
23. (2124). fundur
18.06.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Margrét Bjarnadóttir varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Hlynur Elías Bæringsson varaáheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.

Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2301082 - Aðgerðaáætlun Garðabæjar í jafnréttismálum 2024-2026 - Kynning.
Snædís Björnsdóttir lögfræðingur á velferðarsviði, kynnti Aðgerðaráætlun Garðabæjar í jafnréttismálum 2024-2026.

Bæjarráð vísar aðgerðaráætluninni til velferðarráðs til lokayfirferðar og bæjarstjórnar til staðfestingar.
Aðgerðaáætlun Garðabæjar í jafnréttismálum 2024-26 BR.pdf
2. 2406547 - Vetrarbraut 1-3 - heimild til jarðvegsframkvæmda.
Bæjarráð samþykkit afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Vetrarmýrinni ehf., kt. 550121-1580, leyfi fyrir jarðvegsframkvæmdum á lóð við Vetrarbraut 1-3.
3. 2401526 - Holtsbúð 87 - Klaustrið. Samstarfsverkefni um endurbætur, viðhald og rekstur.
Í samræmi við grein 0.6.1. í útboðsgögnum um Klaustrið í Garðabæ - samstarfsverkefni um endurbætur, viðhald og rekstur, samþykkir bæjarráð að tilnefna Björgu Fenger, Gunnar Val Gíslason og Þorbjörgu Þorvaldsdóttur sem fulltrúa Garðabæjar í matsnefnd, sem mun leggja mat á tilboð bjóðanda, í samræmi við valforsendur í grein 0.6.2 í útboðsgögnum. Matsnefnd hefur rétt til að kalla til ráðgjafa og sérfræðinga eftir því sem matsnefnd telur þörf á.
4. 2307001 - Viðauki við samning um úthlutun lóða í Vetrarmýri.
Viðauki við samning um úthlutun lóða milli Garðabæjar og Vetrarmýrin ehf. um viðbótargjald vegna fjölgunar á íbúðum og vegna aukningar á fjölda fermetra íbúðarrýmis. Samkvæmt breytingu á deiliskipulagi er gert ráð fyrir að fjöldi íbúða á lóðum, verði 393 á öllum reitum auk atvinnuhúsnæðis. Samþykkt á breyttu deiliskipulagi í Vetrarmýri leiðir til aukins byggingarmagns.

Forsendur viðaukans eru helstar eftirfarandi:
-Á lóðunum við Vetrarbraut 1, 3 og 5 (reitur 3, 4, og 5) er gert ráð fyrir auknum fermetrum íbúðarhúsnæðis og fækkun á fermetrum atvinnuhúsnæðis.
-Byggðar verða 42 íbúðir á lóðinni við Vetrarbraut 7 fyrir 50 ára og eldri.
-Á lóðinni Vetrarbraut 9 (áður lóð fyrir bílastæðahús nr. 5a) er ekki gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði.
-Á lóðinni við Vetrarbraut 6-12 (reitur 2) er gert ráð fyrir auknum fermetrum íbúðarhúsnæðis.
-Á lóðinni við Vetrarbraut 13, áður lóð fyrir bílastæðahús nr. 7a skal lóðarhafi greiða sérstaklega fyrir hvern aukinn fermetra fyrir atvinnuhúsnæði.
-Garðabær mun úthluta lóðarhafa lóðinni Vetrarbraut nr. 11 en um er að ræða 2.728 m2 lóð. Á lóðinni er gert ráð fyrir 560 m2 sem atvinnuhúsnæði og 2.640 m2 sem íbúðarými fyrir 29 íbúðir.

Lóðarhafi skal innan 12 mánaða frá undirritun samnings þessa hafa greitt byggingarréttagjald vegna lóðarinnar við Vetrarbraut 11.

Að öðru leyti en að framan greinir vísast til fyrri samninga aðila.

Bæjaráð vísar samningnum til staðfestingar bæjarstjórnar og felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum fyrir hönd Garðabæjar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 8:40. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).