Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
46. (2004). fundur
30.11.2021 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri, Lúðvík Hjalti Jónsson fjármálastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2001444 - COVID-19 - Staða mála. (JVM mætir á fundinn)
1. 2001444 - COVID-19 - Staða mála. (JVM mætir á fundinn)
Á fund bæjarráðs mætti Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdastjóri Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu. Jón Viðar fór almennt yfir stöðuna og lagði fram upplýsingar um þróunina í faraldrinum sem staðið hefur í 642 daga. Hjá sveitarfélögunum hefur verið lögð áhersla að halda órofinni starfseminni sem almennt hefur gengið mjög vel. Jón Viðar fór yfir þróunina í Garðabæ frá júlí 2021 og stöðuna almennt í leikskólum og grunnskólum og upplýsti um skiptingu smita hjá einstaklingum eftir aldurshópum.
Jón Viðar vakti athygli á vefsíðu sem RÚV hefur opnað undir heitinu íslenska kovidkortið en þar eru upplýsingar um stöðu mála uppfærðar daglega. Jón Viðar kom inn á umræðu og aðgerðir vegna Ómíkron afbrigðisins.

Björg Fenger, bæjarfulltrúi var á fjarfund bæjarráðs undir dagskráliðum 1 og 2.
220211130 Garðabær drög.pdf
2. 2106536 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2022 (2022-2025).
Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögum um álagningu fasteignaskatta og þjónustugjalda sem verða til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar 2. desember nk. ásamt tillögum um breytingar milli umræðna.

Lagt fram yfirlit yfir mál sem vísað hefur verið til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
3. 2111068 - Miðhraun 4 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita RA ehf., kt. 590404-2410, leyfi fyrir breytingum á innra skipulagi atvinnuhúsnæðisins við Miðhraun 4.
4. 2010451 - Kirkjulundur 17 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Fjölráði ehf., kt. 510602-2930, leyfi fyrir uppsetningu reykháfs við atvinnuhúsnæðið við Kirkjulund 17.
5. 2111168 - Þrastarlundur 4 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir að veita Ágústi Rafni Ingólfssyni, kt. 070241-2189, leyfi fyrir byggingu sólskála við einbýlishúsið við Þrastarlund 4.
6. 1912107 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts eystra vegna lóðarinnar við Hraunhóla 8.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu á þessu stigi til bæjarstjóra vegna samkomulags við lóðarhafa um greiðslu byggingarréttargjalds og gatnagerðargjalds.
7. 1907083 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts vegna Víkurgötu 19.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að hafna umsókn lóðarhafa að Víkurgötu 19 um breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholt vegna lóðarinnar við Víkurgötu 19. Í umsókninni var farið fram á stækkun byggingarreits vegna útskots fyrir svalir.
8. 2108232 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Arnarness vegna lóðarinnar við Blikanes 22.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um óverulega breytingu á deiliskipulagi Arnarness vegna lóðarinnar við Blikanes 22 sem gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits til suðaustur. Tillagan var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 2. mgr. 43. gr. laganna og bárust engar athugasemdir.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri vék sæti við umræðu og afgreiðslu málsins.
9. 2109133 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Arnarness vegna lóðarinnar við Blikanes 6.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um óverulega breytingu á deiliskipulagi Arnarness vegna lóðarinnar við Blikanes 6 sem gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits til norðausturs. Tillagan var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 2. mgr. 43. gr. laganna og bárust engar athugasemdir.

10. 2102544 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar aðkomutákns við mörk Garðabæjar og Hafnarfjarðar við Reykjanesbraut.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að veita leyfi til framkvæmda fyrir uppsetningu á aðkomutákni við mörk Garðabæjar og Hafnarfjarðar við Reykjanesbraut.
11. 2108621 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts vegna göngustígs o.fl. við Mosagötu.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 41. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts sem gerir ráð fyrir breytingu á göngustíg, leiksvæði o.fl. á svæði við Mosagötu.
12. 2110336 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulegt frávik frá deiliskipulagi 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Grímsgötu 2-4.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að heimila útgáfu byggingarleyfis þó að aðeins ein íbúð verði á aðkomuhæð í stað tveggja en um óverulegt frávik er að ræða sem ekki varðar neina grenndarhagsmuni og þarf því ekki að koma til breytinga á deiliskipulagi sbr. heimild í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
13. 2111211 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tilkynningu um breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.
Lögð fram.
14. 2105498 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts vegna íbúðarbyggðar við Þorraholt.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. og 1. mgr. 43. gr. sömu laga breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts vegna íbúðarhúsalóða við Þorraholt. Fallið er frá gerð lýsingar og forkynningar samkvæmt heimild í 2. ml. 1. mgr. 43. gr. og 3. ml. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
15. 2110329 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Iðnbúðar og Smiðsbúðar vegna lóðarinnar við Iðnbúð 6.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga vegna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Iðnbúðar og Smiðsbúðar í tilefni umsóknar lóðarhafa að Iðnbúð 6 um stækkun byggingarreits. Grenndarkynna skal tillöguna eigendum Iðnbúðar 4 og 8 og Gilsbúðar 3, 5 og 7.
16. 2103060 - Umsóknir ráðgjafa vegna vinnu við gerð rammahluta aðalskipulags og deiliskipulags fyrir þróunarsvæði A.
Upplýst var að alls bárust umsóknir frá fimm ráðgjafateymum vegna vinnu við gerð rammahluta aðalskipulags og deiliskipulag fyrir þróunarsvæði A.

Yrki- arkitektar, VSÓ - ráðgjöf, VSB, verkfræðistofa, Felixx
Arkþing/Nordic og Efla.
Landmótun, HJARK Hulda Jóns Arkitektúr, SaStudio, Verkfræðastofa Bjarna Viðarssonar, Teknik
Verkís
Mannvit, Arkís, Landslag.

Við mat á ráðgjöfum verður m.a. horft til fjölbreytileika teyma, reynslu við skipulagsgerð og samgöngulausnir sem og reynslu við verkefnastjórnun og teymisvinnu í umfangsmiklum verkefnum. Lagt verður mat á innsendar umsóknir sem gildir 80% og kynningu ráðgjafa sem gildir 20% en í kynningunni hafa ráðgjafar tök á að segja frá nálgun sinni á verkefninu og svara spurningum matshóps. Í matshóp sitja Gunnar Einarsson, bæjarstjóri, Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri, Guðbjörg Brá Gísladóttir, deildarstjóri, Sólveig H. Jóhannsdóttir, skipulagsfræðingur og Svanhildur Gunnlaugsdóttir, landslagsarkitekt.

Bæjarráð samþykkir skipan matshóps.

Tillaga um val á ráðgjafateymi verður lögð fram til afgreiðslu í bæjarráði.

17. 2105271 - Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi ákvörðun bæjarstjórnar um deiliskipulag norðurhluta Hnoðraholts.
Í úrskurðarorði kemur fram að hafnað er kröfum kærenda um ógildingu ákvörðunar bæjarstjórnar Garðabæjar um nýtt deiliskipulag fyrir norðurhluta Hnoðraholts.
61 2021 Hnoðraholt - deiliskipulag, ógildingu hafnað, samræmi við aðalskipulag.pdf
18. 2111398 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar Lionsklúbbs Álftaness um tímabundið áfengisleyfi í skötuveislu í íþróttamiðstöð Álftaness.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
19. 2111343 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar VH veitinga ehf. um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir veitingastað GKG.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
20. 2111360 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar UHS ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastað að Urriðaholtsstræti 2.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
21. 2111137 - Endurnýjun samstarfssamnings við Hjálparsveit skáta.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu að endurnýjun samnings um stuðning við Hjálparsveit skáta til að gilda árin 2022-2024.

Bæjarráð samþykkir samningsdrögin og vísar þeim til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
22. 2109340 - Opnun tilboða í þjónustu og viðhald gatnalýsingar í Garðabæ og Hafnarfirði.
Eftirfarandi tilboð bárust í þjónustu og viðhald gatnalýsingar og hafa tilboð verið yfirfarin.

Bergraf kr. 277.308.424
TG Raf kr. 215.344.734
Orkuvirki kr. 556.987.375
Hlíðarhagi kr. 256.149.740
Rafall kr. 213.730.147
Raflína kr. 197.037.150
Tengill kr. 224.631.955

Kostnaðaráætlun kr. 328.809.064

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Raflínu ehf. Samþykktin er með fyrirvara um að um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er bæjarverkfræðingi falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
23. 2105046 - Niðurstöður greiningar á kostnaðarþróun Garðabæjar í þjónustu við fatlað fólk árin 2018-2020.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir undirbúningi og aðdraganda málsins og upplýsti að verulega halli á að málaflokkurinn hafi verið fjármagnaður við yfirfærsluna til sveitarfélaganna. Bæjarstjóri sagði að gerðar hafa verið athugasemdir við að ekki er tekið tillit til kostnaðar vegna yfirstjórnar og þá var bent á að verulegar tafir geta verið á framkvæmd CIS mats.

Þorbjörg Kolbeinsdóttir, deildarstjóri bókhalds og Svanhildur Þengilsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerðu grein fyrir vinnu við útvegum upplýsinga og útreikninga vegna kostnaðarþróunar Garðabæjar í þjónustu við fatlað fólk.

Niðurstöður kostnaðargreiningar fyrir hvert einstakt á er eftirfarandi

Fjárvöntun 2018 kr. 448.098.233
Fjárvöntun 2019 kr. 482.866.053
Fjárvöntun 2020 kr. 581.885.953

Niðurstöðunum hefur verið skilað til starfshóps á vegum félagsmálaráðuneytis sem vinnur að greiningu á kostnaðarþróun sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk og hefur það hlutverk að vinna samantekt um raunkostað sveitarfélaga árin 2018-2020.

Bæjarráð vísar málinu til kynningar í fjölskylduráði og samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.
24. 2111406 - Minnisblað - Tekjutenging afslátta af leikskólagjöldum
Á fund bæjarráðs kom Sunna G. Sigurðardóttir, verkefnastjóri og gerði grein fyrir minnisblaði um tekjutengingu afslátta af leikskólagjöldum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram í bæjarráði tillögu um ákvörðun og afgreiðslu málsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).