Fundargerðir

Til baka Prenta
Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks
3. fundur
15.10.2020 kl. 09:00 kom samráðshópur um málefni fatlaðs fólks saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Bjarni Theódór Bjarnason aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Bergþóra Bergsdóttir aðalmaður, Elín Hoe Hinriksdóttir aðalmaður, Þorkell Jóhannsson aðalmaður, Pála Marie Einarsdóttir , Hildigunnur Árnadóttir .

Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir Umsjónarfélagsráðgjafi.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2005435 - Búsetukjarni Brekkuás 2, breyting á deiliskipulagi Hraunsholts
Tekið er fyrir mál nr.2005435 - búsetukjarni að Brekkuási 2. Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri situr fundinn undir þessum lið.

Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri kynnir tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ásahverfis (Hraunsholt vestra) vegna fyrirhugaðs búsetukjarna í Brekkuási 2. Búsetukjarninn gerir ráð fyrir 6 íbúðum ásamt aðstöðu fyrir starfsfólk.

Skipulagsstjóri gerir grein fyrir málinu og mögulegum staðsetningum fyrir fleiri búsetukjarna. Fram kom athugasemd varðandi staðsetningar og hvort ekki komi til álita að kaupa einstaklingsíbúðir í stað áherslna á kjarna. Því var einnig velt upp hver raunveruleg nýting væri á sameiginlegu rými í kjarnanum á Unnargrund og hvort ekki væri tilefni til að tengja það rými, starfsmannarýminu. Bent var á hvort ekki væri unnt að úthluta í íbúðirnar fyrr og tryggja þannig þátttöku væntanlegra íbúa hönnunarferlinu. Samráðshópurinn leggur áherslu á að unnið verði markvisst að undirbúningi fleiri fjölbreyttra búsetuúrræða fyrir fatlað fólk Garðabæ.
2. 1909412 - Reglur um stuðningsþjónustu/reglur um skammtímadvöl
Tekið fyrir mál nr. 1909412 reglur um skammtímadvöl. Lagt fram til kynningar og rætt.
3. 2008406 - Ný gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk.
Tekið fyrir mál nr. 1911375 stefna Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. Stofnunin tók til starfa í maí 2018 og hefur stefnan verið í mótun frá hausti 2018. Samráðshópurinn leggur áherslu á mikilvægi þess að stöðlum sem þessum verði fylgt eftir og komist til raunverulegra framkvæmda. Í stefnunni koma fram gildi stofnunarinnar, hlutverk, sýn og verkefni. Lagt fram og rætt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).