Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
9. fundur
10.09.2020 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson formaður, Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður, Kjartan Örn Sigurðsson varamaður, Stella Stefánsdóttir aðalmaður, Ingvar Arnarson varamaður, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Sólveig Helga Jóhannsdóttir skipulagsfræðingur, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Anna María Guðmundsdóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2008336 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 5. Urriðaholt 5.04 Vþ.
Lögð fram tillaga breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem gerir ráð fyrir breytingu á ákvæðum um reit 5.04 Vþ í norðurhluta Urriðaholts. Gert er ráð fyrir að því að íbúðarbyggð sé heimil þó svo að megináhersla verði áfram á atvinnuhúsnæði. Miðað er við að íbúðarbyggð sé innan við 50% af heildarbyggingarmagni innan landnotkunarreitsins. Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. 1811125 - Urriðaholt Norðurhluti 4 - deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Urriðaholts Norðurhluta. Er hér um óbreytta tillögu að ræða frá fyrri auglýsingu.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar samhliða tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til sama svæðis í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. 1903374 - Skipulag - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 3. Norðurnes
Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til Norðurness á Álftanesi að lokinni forkynningu í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ábendingar og umsagnir sem borist hafa lagðar fram. Vísað til úrvinnslu hjá skipulagsráðgjöfum og tækni- og umhverfissviði.
4. 1803108 - Norðurnes Álftaness, deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Norðurness á Álftanesi að lokinni forkynningu í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ábendingar og umsagnir sem borist hafa lagðar fram. Vísað til úrvinnslu hjá skipulagsráðgjöfum og tækni- og umhverfissviði.
5. 1804367 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030-Breyting 1-Vífilstaðaland-rammahluti.
Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030, ásamt umhverfisskýrslu, sem nær til Vífilsstaðalands að lokinni auglýsingu samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir og umsagnir sem borist hafa lagðar fram. Vísað til úrvinnslu hjá skipulagsráðgjöfum og tækni- og umhverfisssviði.
6. 1910294 - Rjúpnadalur, dsk kirkjugarðs og meðferðarstofnunar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi kirkjugarðs og meðferðarstofnunar í Rjúpnadal, ásamt umhverfisskýrslu, að lokinni auglýsingu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir og umsagnir sem borist hafa lagðar fram. Vísað til úrvinnslu hjá skipulagsráðgjöfum og tækni- og umhverfissviði.
7. 1906192 - Hnoðraholt norður deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Hnoðraholts norður, ásamt umhverfisskýrslu, að lokinni auglýsingu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir og umsagnir sem borist hafa lagðar fram. Einnig ábendingar og fyrirspurnir sem bárust á milli forkynningar og auglýsingar og svör tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar sem sent var til þeirra íbúa í Þorrasölum í Kópavogi sem höfðu sent inn fyrirspurnir. Vísað til úrvinnslu hjá skipulagsráðgjöfum og tækni- og umhverfissviði.
8. 1910293 - Vetrarmýri, dsk blandaðrar byggðar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Vetrarmýrar, ásamt umhverfisskýrslu, að lokinni auglýsingu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir og umsagnir sem borist hafa lagðar fram. Vísað til úrvinnslu hjá skipulagsráðgjöfum og tækni- og umhverfissviði.
9. 2006153 - Sveinskot - skipulagsvinna
Lögð fram beiðni eigenda lands úr landi Sveinskots milli byggðar í Asparholti og hesthúsasvæðis Sóta sem er um 2 ha að stærð um að fá að deiliskipuleggja svæðið á sinn kostnað sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem íbúðarbyggð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að bæjarstjórn heimili landeiganda að láta deiliskipuleggja land sitt. Æskilegt væri að deiliskipulag hesthúsasvæðisins yrði unnið samhliða þeirri vinnu og hlyti deiliskipulagsferli samhliða deiliskipulagstillögu íbúðarbyggðarinnar.
10. 2008424 - Vesturtún 38-40 - hækkun þaks -Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Lögð fram fyrirspurn eigenda parhússins Vesturtún 38-40 um gerð rishæðar. Vísað til frekari skoðunar hjá tækni- og umhverfissviði.
11. 2005435 - Búsetukjarni Brekkuás 2, breyting á deiliskipulagi Hraunsholts
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Ásahverfis (Hraunsholts vestra) sem gerir ráð fyrir því að leikskólalóð breytist í íbúðarhúslóð sem ætluð er íbúðarkjarna fyrir fatlaða einstaklinga. Svæðið er skilgreint í Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sem lóð fyrir samfélagsþjónustu. Þó hér sé um íbúðir að ræða lítur skipulagsnefnd svo á að deiliskipulagsbreytingin kalli ekki á aðalskipulagsbreytingu þar sem hér er einnig um samfélagsþjónustu að ræða.
Skipulagsstjóri gerir grein fyrir samráðsfundum sem hann hefur átt með starfsmönnum fjölskyldusviðs.
Tillagan hefur verið forkynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ábendingar sem borist hafa lagðar fram.
Tillögunni vísað til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12. 2003086 - Lyngmóar 3 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn að lokinni grenndarkynningu ásamt athugasemdum sem borist hafa. Umsóknin gerir ráð fyrir lokun svala íbúða á 1.hæð og palli með skjólveggjum fyrir framan. Pallur og íbúð tengist með tröppum. Tillaga var grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga þar sem að ekkert deiliskipulag er í gildi í Móum.
Í athugasemd kemur fram að framkvæmdir hafi verið hafnar þegar grenndarkynning hafi farið fram og er þeim að mestu lokið. Skipulagsnefnd gerir athugasemdir við að framkvæmdir hafi fari fram í óleyfi og þarf byggingarfulltrúi að óska eftir skýringum á því. Ekki eru gerðar athugasemdir við framkvæmdina sem slíka.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við það að byggingarleyfi verði veitt.
13. 2007640 - Frjóakur 9 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Akra sem gerir ráð fyrir því að flatarmál neðri hæðar húss (kjallara) sé stærri en 70 % að flatarmáli aðalhæðar.
Innréttað hefur verið herbergi í djúpum kjallara með gólfsíðum gluggum og svæði á lóð í sömu hæð. Áður hafði verið veitt leyfi fyrir kjallararýminu sem tæknirými án glugga. Var sú tillaga samþykkt sem frávik frá deiliskipulagi. Gluggar á umræddu rými breyta þeim forsendum.
Tillagan metin sem óveruleg breyting deiliskipulags Akra í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og vísar henni til grenndarkynningar. Grenndarkynna skal eigendum Frjóakurs 7 og 10 og Byggakurs 18, 20, 22 og 24.
14. 2006070 - Hraungata 12 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Hraungata 12 og gerir ráð fyrir því að byggingarreitur fyrir neðanjarðarrými verði heimilaður undir bílastæðum á lóðinni. Lögð fram umsögn deiliskipulagshöfundar.
Með vísan í umsögn deiliskipulagshöfundar er umsókninni hafnað.
15. 2007239 - Urriðaholtsstræti 42, dsk breyting
Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar.
Gert er ráð fyrir því að íbúðum í fjölbýlishúsinu Urriðaholtstræti 42 fjölgi úr 9 í 10 og fjölgar bílastæðum sem því nemur. Umsögnin er jákvæð.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
16. 2008275 - Maríugata 23-29 breyting á þaki - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Urriðaholts Austurhluta sem nær til raðhúsalengjunnar Maríugata 23-29 sem er af gerð R2. Gert er ráð fyrir lítilsháttar breytingu á þakhalla, hæðarkóta og legu bílastæða. Skipulagsnefnd leggur til að ef samræma á hæðarkóta sé lægri kóti valinn. Með vísan í umsögn er tillögunni vísað til grenndarkynningar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal eigendum Maríugötu 17-21, 26-28, 30-32,31-37 og 34-40.
17. 2007394 - Maríugata 31-37 breytingar á raðhúsi - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Lögð fram tillaga að breytingum deiliskipulags Urriðaholts Austurhluta sem nær til raðhúslengjunnar Maríugata 31-37 sem er af gerð R2. Gert er ráð fyrir því að öll húsin verði jafnbreið og því breytast lítillega lóðarmörk á milli húsanna, lóðarstærðir og byggingarreitir. Umsögn deiliskipulagshöfundar lögð fram. Með vísan í umsögn metur skipulagsnefnd breytinguna sem óverulega í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar. Grenndarkynna skal eigendum Maríugötu 23-29, 30-32 og 34-40.
18. 2009028 - Hönnun - Útboð - Útivistarstígur frá Vífilsstaðarvatni að Grunnuvatnaskarði
Lögð fram umsókn bæjarverkfræðings um framkvæmdaleyfi fyrir gerð útivistarstígs frá Vífilsstaðavatni að Grunnuvatnaskarði. Umsókn fylgja tillögur að útfærslu sem Landslag ehf hefur unnið. Tillaga er ekki fyllilega í samræmi við deiliskipulag hvað legu stígs varðar og kallar á óverulega deiliskipulagsbreytingu.
Umsókn vísað til umsagnar umhverfisnefndar, Umhverfisstofnunar, Skógræktarfélags Reykjavíkur, Hestamannafélagsins Spretts og Landsnets.
19. 1912270 - Þinglýsing landamerkja Oddfellowa
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framlögð gögn.
20. 2008612 - Forvarnarvika í Garðabæ 2020
Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur sagði frá fyrirhugaðri forvarnarviku 7.- 14. október 2020. Yfirskrift vikunnar verður „Að standa með sjálfum sér“.
21. 2008032F - afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 10
 
2004062 - Blikastígur 11 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2007379 - Sveinskotsvör 8 þaksvalir - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
 
 
 
2005183 - Hákotsvör 8 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2007863 - Miðskógar 1 sólskáli - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
 
 
 
2007128 - Bakkaflöt 2-Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2007402 - Eskiás - óveruleg dsk br. djúpgámar
 
 
 
2008230 - Dalsbyggð 21 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2007070 - Seinakur 8 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2008141 - Miðhraun 14 - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
 
 
 
2008275 - Maríugata 23-29 breyting á þaki - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. . 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).