Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
19. (2167). fundur
20.05.2025 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Margrét Bjarnadóttir varamaður, Gunnar Valur Gíslason varamaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir varamaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.

Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2407142 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025 (2025-2028) - Fjármögnun kostnaðarauka vegna kjarasamninga.
Bæjarstjóri kynnti útfærslu á því hvernig Garðabær hyggst mæta kostnaðarauka í tengslum við kjarasamninga við kennarafélögin, ásamt hagræðingartillögum.

1. Hagræðing kr. 83.000.000. Áformað er að hagræða í launakostnaði að fjárhæð kr. 73.000.000 sem mætt verður með færri sumarstörfum á bæjarskrifstofum, engar nýráðningar sumarstarfa eftir 19. maí, átak í að draga úr kostnaði vegna skammtímaveikinda, launafrysting bæjarstjóra og sviðsstjóra, ásamt almennri hagræðingu launa. Að auki er ráðgert að hagræða í aðkeyptri þjónustu sveitarfélagsins að fjárhæð kr. 10.000.000.

Þá mun frekari kostnaði mætt með eftirfarandi hætti, sbr. minnisblað sem kynnt var í bæjarráði 25. mars 2025:

2. Varasjóður samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun kr. 200.000.000.
3. Tekjuauki vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga (uppfærð áætlun sjóðsins) kr. 100.000.000.
4. Tekjuauki vegna hærra útsvars af launum kennara kr. 50.000.000.
5. Minnkað umfang framkvæmda kr. 100.000.000. Dregið verður úr framkvæmdum eins og unnt er.
2. 2502376 - Stekkholt 2 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Sigurgeir Sigurgeirssyni, kt. 080264-3569, leyfi til að byggja tvílyft einbýlishús með innbyggðum bílskúr að Stekkholti 2.
3. 2502149 - Vorbraut 3 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Vorbraut 3 ehf., kt. 471223-1820, leyfi fyrir byggingu fjölbýlishúss á 3 hæðum með 10 íbúðum að Vorbraut 3.
4. 2502148 - Vorbraut 7 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Vorbraut 7 ehf., kt. 451223-1780, leyfi til að byggja fjölbýlishús með 10 íbúðum að Vorbraut 7.
5. 2504268 - Opnun tilboða í verkefnið Skógarhverfi 1. áfangi - Veitulagnir og yfirborðsfrágangur.
Eftirfarandi tilboð bárust í útboðsverkið "Skógarhverfi 1. áfangi - veitulagnir og frágangur":
1. Fagurverk, kr. 94.883.500.
2. Garðyrkjuþjónustan, kr. 101.386.500.
3. Gleipnir, kr. 126.000.000.
4. Stjörnugarðar, kr. 99.897.000.
5. Sumargarðar, kr. 116.297.000.
6. Alma-verk, kr. 106.892.000.
7. Línuborun, kr. 104.837.450.

Kostnaðaráætlun var kr. 114.712.200.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Fagurverk, að fjárhæð kr. 94.883.500. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðsstjóra umhverfissviðs falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
6. 2505251 - Útboð - Dælustöð Hólmatún Álftanes
Bæjarráð samþykkir að boðin verði út Dælustöð við Hólmatún, Álftanesi samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Bæjarráð felur umhverfissviði framkvæmd útboðsins.
7. 2402030 - Útboð - Samræmd innkaup á sorphirðu í stofnunum.
Eftirfarandi tilboð bárust í útboðsverkið "Sorphirða hjá stofnunum Garðabæjar 2025-2029":

1. Íslenska gámafélagið ehf., kr. 77.750.800.
2. Terra umhverfisþjónusta hf., kr. 60.377.910.
3. Kubbur ehf., kr. 112.616.000.

Kostnaðaráætlun var 104.000.000.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Terra umhverfisþjónustu hf. að fjárhæð kr. 60.377.910. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðsstjóra umhverfissviðs falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
8. 2505268 - Útboð - Miðgarður - innréttingar 2. hæð-vestur.
Bæjarráð samþykkir að boðnar verði út innréttingar 2. hæð-vestur í Miðgarði samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Bæjarráð felur umhverfissviði framkvæmd útboðsins.
9. 2504312 - Milliinnheimta.
Samantekt um þjónustu milliinnheimtuaðila kynnt, ásamt innsendum svörum sem bárust Garðabæ eftir fyrirspurnir til þjónustuaðila á sviðinu.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Motus um framkvæmd milliinnheimtu fyrir Garðabæ. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til frágangs og undirritunar samnings.
10. 2505270 - Tilkynning frá innviðaráðuneytinu varðandi áform um lagabreytingar á sviði sveitarstjórnarmála - kynnt í samráðsgátt, dags. 14. maí 2025.
Lagt fram.
11. 2504103 - Bæjarlistamaður Garðabæjar 2025.
Bæjarráð samþykkir tillögu menningar- og safnanefndar um tilnefningu á bæjarlistamanni Garðabæjar árið 2025.
Tilnefningarnar verða tilkynntar á menningaruppskeruhátíð föstudaginn 23. maí 2024, kl. 17:00 í Sveinatungu.
12. 2304427 - Samfélagslögregla í Garðabæ.
Kynnt samstarfsverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við Garðabæ og félagsmiðstöðvar Garðabæjar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).