Fundargerðir

Til baka Prenta
afgreiðslufundir skipulagsstjóra
4. fundur
25.03.2021 kl. 15:00 kom afgreiðslufundir skipulagsstjóra saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri. Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi. Sólveig Helga Jóhannsdóttir . Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari. Anna María Guðmundsdóttir . Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2103291 - Viðbótar lóð við Nýjabæ - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn ábúenda á Nýjabæ II um það hvort til greina komi að skilgreina íbúðarhúslóð úti á túni vestan Nýjabæjar II.
Skipulagsstjóri telur að staðsetning húss á þessum stað sé ekki í samræmi við markmið deiliskipulags Garðahverfis sem m.a. leggur áherslu á að nýbyggingar verði nærri bæjarstæðum þeirra býla sem hafa staðir þar um aldir og að tún milli bæja haldi sér. Þar sem að íbúðarhús meðfram Garðavegi skera sig út úr búsetulandslagi í Garðahverfi væri æskilegra að nýbygging og lóð væri hluti af þeirri heild, t.d. við hlið Grundar eða Nýjabæjar 2.
2. 2003297 - Hraunhólar 7 - breyting aðkoma að húsi - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Lögð fram fyrirspurn um það hvort heimilað verði að gera innkeyrslu á lóðina Hraunhólar 7 frá Lynghólum. Innkeyrsla hefur verið gerð frá Lynghólum á lóðinni Hraunhólar 9 í óleyfi.
Skipulagsstjóri mælir ekki með því að lóðir við Hraunhóla séu með aðkomu frá Lynghólum og mun því hafna umsóknum um deiliskipulagsbreytingu þess efnis.
3. 2004418 - Leiksvæði í Sjálandi - deiliskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Sjálands að lokinni grenndarkynningu sem gerir ráð fyrir því að sparkvöllur við Vesturbrú breytist í leiksvæði og sparkvöll. Lögð fram tillaga að nýrri útfærslu leiksvæðis og sparkvallar sem var einnig kynnt þeim sem grenndarkynning náði til. Engar athugasemdir hafa borist. Breytingartillagan skoðast því samþykkt sem óveruleg breyting deiliskipulags Sjálands í samræmi við 2.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
4. 2102190 - Ægisgrund 12-Umsókn um byggingarleyfi
Skipulagsstjóri samþykkir vegg og 15 m2 smáhýsi á lóðarmörkum fyrir hönd Garðabæjar sem eiganda aðliggjandi lands eins og teikning sýnir. Æskilegra er að girðing sé ekki hærri en 1,5 m.
Ekki er heimilt að aka bifreiðum eftir göngustíg en ekki er gerð athugasemd við að hlið verði á girðingu þannig hægt verði að geyma kerrur inni á lóð sem verður þá komið þangað handvirkt.
5. 2103298 - Brekkubyggð 35 neðri hæð - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa
Lögð fram fyrirspurn um stækkun byggingarreits fyrir sólskála við austurhlið neðri hæðar Brekkubyggðar 35.
Deiliskipulag Brekkubyggðar að neðanverðu telst ekki í gildi þar sem það var samþykkt árið 1977 þ.e. áður en fyrsta aðalskipulag sveitarfélagsins tók gildi.
Með vísan í sambærilegar breytingar í öðrum húsum við Brekkubyggð að neðanverðu vísar skipulagsstjóri tillögunni til grenndarkynningar í samræmi við 1.mgr.44.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 sem byggingarleyfisumsókn á svæði án deiliskipulags. Samþykki annarra lóðarhafa liggur fyrir, þ.e. Brekkubyggðar 23, 25, 27,29,31,33,35 (efri hæðar) 37 og 39.
Grenndarkynna skal eigendum Brekkubyggðar 17,19,21, og 41.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
6. 2103223 - Árakur 33 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn um það hvort heimiluð verði þegar byggð 18 fermetra útigeymsla á horni raðhúslóðarinnar.
Geymslan stendur að hluta til utan lóðar og ekki hefur verið aflað samþykkis Garðabæjar fyrir girðingu sem risið hefur á lóðarmörkum.
Fyrirspurn vísað til skipulagsnefndar.
7. 1911231 - Víkurgata 16 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að óverulegri deiliskipulagsbreytingu sem vísað hefur verið til grenndarkynningar. Lögð fram afrit af uppdráttum þar sem að allir þeir sem grenndarkynning nær til hafa með áritun sinni lýst því yfir að þeir geri ekki athugasemd við breytingartillöguna.
Í samræmi við 3.mgr.44.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 er tímabil grenndarkynningar hér með stytt og tillagan skoðast því samþykkt sem óveruleg breyting deiliskipulags Urriðaholts vesturhluta í samræmi við 2.mgr.43.gr.sömu laga.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
8. 2103438 - Holtsvegur 45 - girðing -Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Fyrirspurn vísað til umsagnar deiliskiplagshöfundar.
9. 1602431 - Mosagata 16 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram fyrirspurn vegna frágangs á lóð, m.a. skjólveggja. Lögð fram umsögn deiliskipulagshöfundar. Skipulagsstjóri tekur undir þau atriði sem fram koma í umsögn.
Ef víkja á frá deiliskipulagi skal leggja fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu.
10. 2101527 - Kinnargata 21 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn og umsögn deiliskipulagshöfundar.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við útfærslu þaks eins og tillaga sem barst með tölvupósti frá arkitekt þann 10.mars sl. Bent er á að samkvæmt deiliskipulagi er torf heimilað sem þakefni.
Skipulagsstjóri ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað stærð og staðsetningu bílageymslu varðar og vísast þar til umsagnar deiliskipulagshöfundar. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
11. 2101090 - Kinnargata 47 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn sem hækkun hæðarkóta frá uppgefnum kóta á hæðarblaði. Uppgefin hæðarkóti á byggingu er 68,75 fyrir íbúðir og 68,7 fyrir bílgeymslu. Byggingin er hæðasett í kóta 69,05 íbúðahluti og 69,0 bílgeymsla. Byggingin er innan hæðamarka deiliskipulagsins þrátt fyrir að vera hæðasett30 cm hærra en hæðarblað gerir ráð fyrir.
Jákvæð umsögn gatnahönnuðar liggur fyrir.
Skipulagsstjóri gjörir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
12. 2103309 - Hraungata 52 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn hvort heimilað verði að nota þakpappa sem ystu klæðningu í þaki.
Með vísan í aðrar sambærilegar afgreiðslur gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað notkun þakpappa varðar á meðan litur er í gráskala. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
13. 2103318 - Hraungata 54 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn hvort heimilað verði að nota þakpappa sem ystu klæðningu í þaki.
Með vísan í aðrar sambærilegar afgreiðslur gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað notkun þakpappa varðar á meðan litur er í gráskala. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).