Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
17. (876). fundur
19.11.2020 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson . Áslaug Hulda Jónsdóttir . Sigríður Hulda Jónsdóttir . Gunnar Valur Gíslason . Jóna Sæmundsdóttir . Almar Guðmundsson . Björg Fenger . Gunnar Einarsson . Sara Dögg Svanhildardóttir . Ingvar Arnarson . Harpa Þorsteinsdóttir .

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Fundurinn er hljóðritaður.

Sigurður Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði.

Fundargerð bæjarstjórnar frá 3. nóvember 2020 er lögð fram.

Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði samkvæmt heimild í VI. bráðarbirgðarákvæði við sveitarstjórnarlög nr. 138/2011, sbr. lög nr. 18/2020, sbr. auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nr. 780/2020 og samþykkt bæjarstjórnar frá 20. ágúst 2020
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2003237 - Tillaga um að fundir bæjarstjórnar og nefnda verði með fjarfundarbúnaði.
Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs og lagði fram svohljóðandi tillögu.

"Fyrir hönd Garðabæjarlistans bóka ég hér með tillögu um að bæjarstjórnarfundum sem fram fara í gegnum fjarfundabúnað verði streymt hér eftir þar sem slík útfærsla er einföld og án kostnaðar. Þannig megi fá prufu og reynslu af fyrirkomulaginu til framtíðar. Opin og gagnsæ umræða skiptir máli nú þegar við sjáum fram á framlengingu fundarhalda í gegnum fjarfundarbúnað og því er brýnt að tryggja aðgengi að pólitískri umræðu eins og kostur er."

Bæjarstjórn samþykkir að vísa framkominni tillögu til bæjarráðs.

Lögð var fram eftirfarandi tillaga um að nota fjarfundarbúnað á fundum bæjarstjórnar og nefnda.

"Bæjarstjórn samþykkir að heimilað verða að nota fjarfundarbúnað á fundum bæjarstjórnar, bæjarráðs og nefnda sveitarfélagsins og víkja frá skilyrði í 3. mgr. 17.gr. sveitarstjórnlaga þar sem áskilnaður er um miklar fjarlægðir eða erfiðar samgöngur innan sveitarfélagsins, sbr. 1. tl. í auglýsingu ráðherra. Bæjarstjórn samþykkir að fundargerðir verði lesnar upp í lok fundar og samþykktar. Fundargerðir skulu sendar fundarmönnum með tölvupósti og undirritaðar með rafrænum undirskriftum, sbr. 5. tl. í auglýsingu ráðherra. Samþykkt þessi gildir til 10. mars 2021, sbr. auglýsing nr. 1076/2020, um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI: bráðbirgðaákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, sbr. lög nr. 18/2020"

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
2. 2011008F - Fundargerð bæjarráðs frá 10/11 ´20.
Fundargerðin sem er 12. tl., er samþykkt samhljóða.

3. 2011021F - Fundargerð bæjarráðs frá 17/11 ´20.
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 2. tl., kynningu á ákvæðum kjarasamninga um styttingu vinnutíma dagvinnufólks og 22. tl., útboð framkvæmda við uppbyggingu skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

Sigurður Guðmundsson, ræddi 14. tl. afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna svæðis Vífilsstaðalands - þróunarsvæði B og tillögur að breytingum á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts og Vetrarmýrar.

Ingvar Arnarson, ræddi 14. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna svæðis Vífilsstaðalands - þróunarsvæði B og tillögur að breytingum á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts og Vetrarmýrar og 4. tl., aðgerðaráætlun sviða vegna úttektar á stjórnsýslu og rekstri og fjárhag Garðabæjar. Ingvar vék sérstaklega að tillögu vegna útboðs á vinnu iðnaðarmanna.

Sigurður Guðmundsson, ræddi að nýju 14. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna svæðis Vífilsstaðalands - þróunarsvæði B og tillögur að breytingum á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts og Vetrarmýrar.

Gunnar Einarsson, ræddi 22. tl., útboð framkvæmda við uppbyggingu skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og 14. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna svæðis Vífilsstaðalands - þróunarsvæði B og tillögur að breytingum á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts og Vetrarmýrar.

Almar Guðmundsson, ræddi 2. tl., kynningu á ákvæðum kjarasamninga um styttingu vinnutíma dagvinnufólks, 3. tl., drög að reglum Garðabæjar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn og 4. tl., aðgerðaráætlun sviða vegna úttektar á stjórnsýslu og rekstri og fjárhag Garðabæjar.

Fundargerðin sem er 29. tl. er samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla mála.
 
1804367 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna svæðis Vífilsstaðaland - þróunarsvæði B.
 
"Bæjarstjórn samþykkir samkvæmt 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu skipulagsnefndar að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sem nær til Vífilsstaðalands - þróunarsvæði B. Tillagan var auglýst samhliða tillögum að nýju deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts, Vetrarmýrar, Rjúpnadals og umhverfiskýrslu. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og liggja fyrir tillögur að svörum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að svörum við innsendum athugasemdum og deiliskipulagið með eftirfarandi áorðnum breytingum frá auglýstri tillögu.

Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á auglýstri tillögu.
Tákn fyrir háspennustreng og helgunarsvæði strengsins bætt við inn á breytingaruppdrátt.
Landnotkunartákn sett á Hnoðraholt fyrir iðnaðarsvæði vegna staðsetningar hitaveitugeyma Veitna. Ákvæði verði sett um að þeir séu niðurgrafnir að miklu leyti og lagaðir vel að aðliggjandi opnum svæðum og nálægri íbúðarbyggð.

Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 2. mgr. 31. gr. skipulagslaga ásamt innsendum athugasemdum og svörum við þeim. Jafnframt skal senda þeim aðilum sem athugasemdir gerðu umsögn um þær."
 
 
1910293 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar.
 
"Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um nýtt deiliskipulag fyrir Vetrarmýri samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi og umhverfisskýrslu. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og liggja fyrir tillögur að svörum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að svörum við innsendum athugasemdum og deiliskipulagið með eftirfarandi áorðnum breytingum frá auglýstri tillögu.

Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á auglýstri tillögu.
Skipulagssvæðið er minnkað "jarðbrú" yfir Reykjanesbraut verður hluti af deiliskipulagi fyrir Reykjanesbraut sem unnið verður síðar. Bætt er við texta í kafla 2.3 um þetta atriði.
Í kafla 2.3 umhverfi er bætt er við texta um sjálfbær byggingarefni.

Í kafla 2.7.5 Sorpgeymslur og sorpflokkun er bætt er við texta um aðstæður og möguleika á sorpflokkun í djúpgámum
Í kafla 3.2 er bætt er texta um hæðarkóta.
Bætt er við nýjum kafla 3.7 Blöndun byggðar.
Í kafla 3.8 Hönnun og uppdrættir er bætt við ákvæði um auglýsingaskilti.
Bætt er við nýjum kafla 3.10 Framkvæmdir.
Bætt er við nýjum kafla 4.19 Yfirlit bygginga á deiliskipulagssvæðinu.
Safnbraut við hlíðarfót Hnoðraholts er breytt í Sumarbraut sbr. samþykkt skipulagsnefndar 29. október 2020.

Á uppdrætti hafa eftirfarandi breytingar verið gerðar.
Bætt hefur verið línu veghelgunarsvæðis Reykjanesbrautar.
Texta um hljóðvarnir er bætt við.

Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Jafnframt skal senda þeim aðilum sem athugasemdir gerðu umsögn um þær.

Með samþykkt deiliskipulagsins fellur úr gildi deiliskipulags Hnoðraholts-og Vetrarmýrar sem samþykkt var af Skipulagsstjóra ríkisins þann 17. apríl 1996."
 
 
1906192 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir norðurhluta Hnoðraholts.
 
"Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um nýtt deiliskipulag fyrir norðurhluta Hnoðraholts samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi og umhverfisskýrslu. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og liggja fyrir tillögur að svörum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að svörum við innsendum athugasemdum og deiliskipulagið með eftirfarandi áorðnum breytingum frá auglýstri tillögu:

Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á auglýstri tillögu.
Götur fá götuheiti sbr. samþykkt skipulagsnefndar 29. október 2020.
Fjölbýlishúsum F-5 við austurhluta Vorbrautar með 47 íbúðum og 4 innkeyrslum er breytt í raðhús R-1. Um er að ræða fjórar raðhúslengjur við tvær botnlangagötur með 18 íbúðareiningum. Fjölbýlishús voru 2-3 hæðir en raðhús verða 2 hæðir.
Leiksvæði er bætt við austan við raðhúsin á móts við Þorrasali 13-15.
Fjölgað er stígatengingum frá stíg meðfram bæjarmörkum Kópavogs inn á stíga og gangstéttar í Þrymsölum og Þorrasölum í Kópavogi.
Ákvæði er bætt við um að Vorbraut milli golfbrauta og fjölbýlishúsa við Þorrasali verði niðurgrafin eins og aðstæður leyfa. Útfærslum golfboltavarna vísað til deiliskipulags Golfvallarins.
Hnoðraholtsbraut er breytt þannig að núverandi gata helst óbreytt en í stað tengingar að sunnan er hún framlengd upp á holtið til norðurs og tengist þar Vetrarbraut á hringtorgi. Heitið Vetrarbraut framlengist norður yfir holtið að Arnarnesvegi. Heiti núverandi Hnoðraholtsbrautar í holtinu breytist í Hnoðraholt en heiti brautarinnar frá Karlabraut að Vetrarbraut heldur sér. Tengingar við Eskiholt, Hrísholt og Háholt verða áfram eins og þær eru í dag, þ.e. beint við Hnoðraholt.
Vetrarbraut er breikkuð í 4 akreinar til norðurs frá Þorraholti að Arnarnesvegi.
Í sérskilmálum fyrir fjölbýlishús F-1 og F2 er lengd uppbrota breytt úr 6m í 8m.

Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Jafnframt skal senda þeim aðilum sem athugasemdir gerðu umsögn um þær.

Með samþykkt deiliskipulagsins fellur úr gildi deiliskipulag Hnoðraholts-og Vetrarmýrar sem samþykkt var af Skipulagsstjóra ríkisins þann 17. apríl 1996."
 
 
1910294 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Rjúpnadal.
 
"Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um nýtt deiliskipulag fyrir Rjúpnadal samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi og umhverfisskýrslu. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og liggja fyrir tillögur að svörum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að svörum við innsendum athugasemdum.

Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Jafnframt skal senda þeim aðilum sem athugasemdir gerðu umsögn um þær."
 
 
2010441 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts vegna lóðanna við Keldugötu 2 og 4.
 
"Bæjarstjórn samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts vegna lóðanna við Keldugötu 2-4 sem gerir ráð fyrir að lóðirnar sameinist í eina lóð."
 
4. 2011010F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 12/11 ´20.
Fundargerðin lögð fram.
5. 2010055F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 12/11 ´20.
Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 1. tl., eineltisáætlanir skólanna, 3. tl., viðmið um flýtingar og seinkanir barna milli árganga í grunnskólum og 2. tl. áhrif kórónveirufaraldurs á skólahald. Sigríður Hulda hrósaði sérstaklega stjórnendum og starfsmönnum skólanna fyrir þeirra störf við að tryggja skólasókn barna og ungmenna.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 1. tl. eineltisáætlanir skólanna og 2. tl., áhrif kórónuveiru á skólahald. Sara Dögg lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.

„Hvernig hefur starfsfólki leik- og grunnskóla verið umbunað til þessa fyrir það ómælda vinnuframlag sem unnið hefur verið af hendi í hverjum einasta skóla sveitarfélagsins?“

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi 3. tl., viðmið um flýtingar og seinkanir barna milli árganga í grunnskólum og 1. tl., eineltisáætlanir skólanna.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 3. tl., viðmið um flýtingar og seinkanir barna milli árganga í grunnskólum og svaraði fyrirspurnum.

Björg Fenger, ræddi 1. tl. eineltisáætlanir skólanna.

Gunnar Einarsson, ræddi 2. tl., áhrif kórónuveiru á skólahald og framkomna fyrirspurn.

Gunnar Valur Gíslason, ræddi 2. tl., áhrif kórónuveiru á skólahald og framkomna fyrirspurn.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 2. tl., áhrif kórónuveiru á skólahald og framkomna fyrirspurn.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 2. tl., áhrif kórónuveiru á skólahald og framkomna fyrirspurn.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi 2. tl., áhrif kórónuveiru á skólahald og framkomna fyrirspurn.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 2. tl., áhrif kórónuveiru á skólahald og framkomna fyrirspurn.

Ingvar Arnarson, ræddi 2. tl., áhrif kórónuveiru á skólahald og framkomna fyrirspurn.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi 2. tl., áhrif kórónuveiru á skólahald og framkomna fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.
6. 2011014F - Fundargerð umhverfisnefndar frá 11/11 ´20.
Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 1. tl., tillögu að breytingu á aðalskipulagi er varðar stígakerfi í upplandinu, 6. tl., mengunarmælingar, 7. tl., útivistarverkefnið Sporið og 8. tl., hreinsunarverkefni Strandvarða Íslands

Ingvar Arnarson, ræddi 1. tl., tillögu að breytingu á aðalskipulagi er varðar stígakerfi í upplandinu, 6. tl., mengunarmælingar, 8. tl., hreinsunarverkefni Strandvarða Íslands og 9. tl., undirbúning að gerð loftlagsstefnu Garðabæjar.

Sigurður Guðmundsson, ræddi 4. tl., starfsskýrslu Skógræktarfélags Garðabæjar.

Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 6. tl., mengunarmælingar og 9. tl., undirbúning að gerð loftlagsstefnu Garðabæjar.

Fundargerðin lögð fram.
7. 2001357 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 22/10 ´20.
Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 2. tl., fjárhagsáætlun 2021, 4. tl., kynningarferli vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur og 6. tl., ráðningarferli framkvæmdastjóra.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 1. tl., fjárhagsáætlun 2021 og gjaldskrárbreytingar.

Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 1. tl., fjárhagsáætlun 2021 og gjaldskrárbreytingar.

Fundargerðin lögð fram.
8. 2001425 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 6/11 ´20.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 1. tl., árshlutareikning 30. september 2020, 2. tl., fjárhags- og starfsáætlun 2021-2025, 4. tl., farþegatalningar og 3. tl., leiðarkerfisbreytingar.

Fundargerðin lögð fram.
9. 2001272 - Fundargerðir stjórnar SHS frá 6/3 - 31/10 ´20.
Fundargerðirnar lagðar fram.
10. 2001493 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsv. frá 25/9 og 23/10 ´20
Ingvar Arnarson, ræddi 9. tl. fg. frá 25/9 ´20, ofanbyggðaveg og bókanir á fundinum. Ingvar spurði um fjölda fulltrúa Reykjavíkur í svæðiskipulagsnefnd.

Harpa Þorsteinsdóttir ræddi 9. tl. fg. frá 25/9 ´20, ofanbyggðaveg.

Sigurður Guðmundsson, ræddi 9. tl. fg. frá 25/9 ´20, ofanbyggðaveg og svaraði fyrirspurn.

Gunnar Valur Gíslason, ræddi 9. tl. fg. frá 25/9 ´20, ofanbyggðaveg.

Almar Guðmundsson, ræddi 9. tl. fg. frá 25/9 ´20, ofanbyggðaveg.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi 9. tl. fg. frá 25/9 ´20, ofanbyggaðveg og spurði almennt um samstarf og samtal milli bæjarfélaga varðandi vegtengingar.

Gunnar Einarsson, ræddi 9. tl. fg. frá 25/9 ´20, ofanbyggaðveg og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðirnar lagðar fram.
11. 2001161 - Fundargerðir stjórnar SSH frá 27/10 og 2/11 ´20.
Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi sameiginlega vinnu sveitarfélaga varðandi stafræna þróun og samstarf við island.is.

Fundargerðirnar lagðar fram.
12. 2006130 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar árið 2021 (2021-2024) - fyrri umræða.
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri fylgdi úr hlaði frumvarpi að fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árin 2021 - 2024. Bæjarstjóri lagði fram greinargerð þar sem helstu markmið og niðurstöður eru raktar nánar.

Bæjarstjóri lagði til að vísa frumvarpinu til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun er hún leggur fram ásamt Ingvari Arnarsyni og Hörpu Þorsteinsdóttur.

„Nú liggur fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 sem hefur fengið nokkuð betri lendingu en áætlað var í fyrstu. Það hefur verið áhugavert satt best að segja að fylgjast með tilurð áætlunarinnar þar sem í fyrstu var haft nokkuð hátt um þann gríðarlega halla sem framundan væri eða allt að 900 milljónir hér í Garðabæ sem kallaði á að óska þyrfti eftir stuðningi ríkisins til að komast í gegnum þann skafl sem mörg sveitarfélög eiga svo í sannarlegum vanda með að komast í gegnum.
En fljótt skipast veður í lofti og allt í einu eins og hendi væri veifað var staðan gjörbreytt. Hallinn óverulegur þegar A og B hluti er tekinn saman eða um 70 milljónir í miðjum heimsfaraldri. Einhverjir hafa eflaust hugsað okkur þegjandi þörfina.
En því má ekki gleyma að þungi þeirrar grunnþjónustu sem félagsþjónustan er og tekur hvað mest í hjá þeim sveitarfélögum í kringum okkur er ekki í neinni líkingu við veruleikann sem bæjarstjórn Garðabæjar er að takast á við.
En svo virðist vera að meirihlutinn hafi jafnvel einmitt áttað sig á stöðu sinni í stóra samhenginu og komist að þeirri niðurstöðu að það væri einfaldlega afar óábyrgt í alla staði að ætla að vanáætla tekjur vegna íbúafjölgunar til að mynda um of og því breyttist staðan heldur betur.
Það var nokkuð fróðlegt fyrir okkur í Garðabæjarlistanum að fylgjast með þessari aðferðafræði. En aðkoma Garðabæjarlistans að þessari fjárhagsáætlun hefur fyrst og fremst verið í formi kynningar en ekki samráðs eða samvinnu. Því miður. En í upphafi kjörtímabilsins höfðum við kallað eftir því að fá beinan aðgang að fjárhagsáætlanagerð sem virðist vera nýmæli í störfum meirihlutans.
Við upplifum afturför en ekki framför í lýðræðislegum vinnubrögðum.
Hvað veldur er ekki gott að segja en líklegast er hér einföld en skýr pólitík meirihlutans sem ræður för.“

Gunnar Valur Gíslason, tók til máls.

Almar Guðmundsson, tók til máls.

Björg Fenger, tók til máls.

Gunnar Einarsson, tók til máls.

Ingvar Arnarson, tók til máls.

Gunnar Einarsson, tók til máls.

Samkvæmt frumvarpinu eru niðurstöður A og B hluta þessar:

2021 2022 2023 2024
Tekjur: 17.398.686 18.678.940 19.638.498 20.333.531
Gjöld: 15.774.927 16.217.094 16.808.749 17.416.760
Rekstrarniðurstaða f. afskriftir: 1.623.759 2.461.846 2.829.749 2.916.770

Afskriftir (1.041.632) (1.165.420) (1.237.896) (1.308.183)

Rekstrarniðurst. án fjárm.tekna/gjalda (581.827) 1.296.426 1.591.853 1.608.587

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (652.698) (750.608) (781.893) (785.218)

Rekstrarniðurstaða (70.871) 545.818 809.960 823.369

Bæjarstjórn samþykkir að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árin 2021 ? 2024 til síðari umræðu í bæjarstjórn og til frekari vinnslu í bæjarráði.
Fjárhagsáætlun Garðabær 2021-2024 fyrri umræða.pdf
Deildaryfirlitsundurliðað - 2021.pdf
Greinargerð 2021_fjárhagsáætlun Garðabæjar_vefur.pdf
13. 2006130 - Tillaga um álagningarhlutfall útsvars á árinu 2021.
Lögð fram eftirfarandi tillaga.

"Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir að álagningarhlutfall útsvars verði 13,70% á tekjur manna á árinu 2021 samkvæmt heimild í 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, sbr. 24. gr. laganna.
Samþykkt bæjarstjórnar skal tilkynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrir 15. desember 2020 samkvæmt 2. mgr. 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga."

Tillagan samþykkt.
14. 2006130 - Tillaga um álagningu gjalda 2021.
Lögð fram eftirfarandi tillaga um álagningu fasteignaskatts, lóðarleigu og þjónustugjalda.

„Fasteignaskattur skal vera 0,185% af fasteignamati íbúða og íbúðarhúsa ásamt lóðarréttindum, erfðafestulanda og jarðeigna, sbr. a-lið 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Fasteignaskattur skal vera 1,59% af öðrum fasteignum, sem metnar eru í fasteignamati, sbr. c-lið 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.

Leigugjald á íbúðarhúsalóðum Garðabæjar skal vera 0,4% af fasteignamati lóðar og er þá ekki nýtt að fullu heimild bæjarins sem er 1,0% samkvæmt niðurstöðu í matsgerð dómkvaddra manna.
Leigugjald á atvinnuhúsalóðum Garðabæjar skal vera 1,0% af fasteignamati lóðar, samkvæmt niðurstöðu í matsgerð dómkvaddra manna.

Vatnsgjald skal vera 0,095% af fasteignamati húsa ásamt lóðarréttindum, sbr. heimild í reglugerð um vatnsveitur.
Aukavatnsskattur skal á árinu 2020 vera 23,4 kr/tonn m.v. BVT í des 2019.
Á Álftanesi skal vatnsgjald vera samkvæmt gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur sem innheimtir vatnsgjald samkvæmt samningi.

Holræsa- og rotþróargjöld skulu vera 0,10% af fasteignamati húsa ásamt lóðarréttindum, sbr. samþykkt um fráveitu í Garðabæ nr. 282/2005.
Á Álftanesi skal rotþróargjald vera kr. 31.160.

Sorphirðugjald skal vera kr. 41.000 á hverja íbúð.

Taðþróargjöld í hesthúsahverfi Andvara skulu vera kr. 318.500 á hvert hús.

Fasteignaskattur og holræsagjald sem tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða skal lækka að teknu tilliti til viðmiðunartekna. Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að ákvarða viðmiðunartekjur samkvæmt reglum um lækkun fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega.

Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2021 verða 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl 15. maí, 15. júní, 15. júlí 15. ágúst. 15. september og 15. október.“

Gjaldskrár skólamálsverða, leikskóla, tómstundaheimila, starfsemi frístundar, sundlauga, bókasafns hækka um 2,5%.“

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu um álagningu fasteignaskatts, lóðarleigu og þjónustugjalda.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).