Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
12. fundur
12.11.2020 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson formaður, Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður, Stella Stefánsdóttir aðalmaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Sólveig Helga Jóhannsdóttir skipulagsfræðingur, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Anna María Guðmundsdóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1804367 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030-Breyting 1-Vífilstaðaland-rammahluti.
Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til Vífilsstaðalands,Þróunarsvæðis B sem er sett fram sem rammahluti aðalskipulags.
Innan skipulagssvæðisins er m.a. gert ráð fyrir miðsvæði með blandaðri byggð í góðum tengslum við nálæga íþróttastarfsemi og almenningssamgöngur. Alls er gert ráð fyrir 2.000 -2.400 íbúðum á svæðinu, samfélagsþjónustu, íþróttastarfsemi, útivistarsvæðum og náttúruverndarsvæði. Lögð er áhersla á vistvænar samgöngur og fjölbreytt útivistarsvæði í góðum tengslum við nálæga byggð og starfsemi. Gert er ráð fyrir að lega Elliðavatnsvegar verði færð fjær Vífilsstaðavatni og útivistarsvæði umhverfis vatnið gefið aukið vægi. Klassískt yfirbragð og sterk sjónræn nærvera Vífilstaðaspítala er eitt af megin kennileitum svæðisins og er gert hátt undir höfði m.a. Vífilsstaðaás, stíg í trjágöngum, sem framlengist frá miðju Vífilsstaðaspítala upp hlíðar Hnoðraholts.
Tillagan var í auglýsingu í samræmi við 1. mgr. 31. gr.og 1.mgr 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 11.júní til og með 7.september 2020. Almennur kynningarfundur var haldinn 27.ágúst og var hann gagnvirkur fjarfundur á Facebook vegna samkomutakmarkana kórónufaraldursins. Samhliða var auglýst tillaga að umhverfisskýrslu samkvæmt 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Samhliða voru auglýstar tillögur að deiliskipulagi Hnoðraholts norður, Vetrarmýrar og Rjúpnadals.
Lagðar fram innsendar athugasemdir og umsagnir.
Lagðar fram tillögur að svörum við innsendum athugasemdum og umsögnum.
Skipulagsnefnd samþykkir eftirfarandi breytingar/lagfæringar á auglýstri tillögu:
Tákn fyrir háspennustreng og helgunarsvæði strengsins bætt við inn á breytingaruppdrátt.
Landnotkunartákn sett á Hnoðraholt fyrir iðnaðarsvæði vegna staðsetningar hitaveitugeyma Veitna. Ákvæði verði sett um að þeir séu niðurgrafnir að miklu leyti og lagaðir vel að aðliggjandi opnum svæðum og nálægri íbúðarbyggð.
Skipulagsnefnd samþykkir aðalskipulagsbreytinguna með ofangreindum breytingum/lagfæringum í samræmi við 32.grein Skipulagslaga nr.123/2010 ásamt umhverfisskýrslu í samræmi við lög um mat á umhverfisáætlunum áætlana nr.105/2006.
2. 1906192 - Hnoðraholt norður deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Hnoðraholts norður sem gerir ráð fyrir 419 fjölbreyttum íbúðareiningum og 20.000 m 2 atvinnuhúsnæðis.Alls 124.879 m2. Tillagan var í auglýsingu í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/201 frá 11.júní til og með 7.september 2020. Almennur kynningarfundur var haldinn 27.ágúst og var hann gagnvirkur fjarfundur á Facebook vegna samkomutakmarkana kórónufaraldursins. Samhliða var auglýst tillaga að umhverfisskýrslu samkvæmt 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Tillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar sem náði til Þróunarsvæðis B, Vífilsstaðalands og deiliskipulagi Vetrarmýrar.
Lagðar fram innsendar athugasemdir og umsagnir.
Lagðar fram tillögur að svörum við innsendum athugasemdum og umsögnum.
Skipulagsnefnd samþykkir eftirfarandi lagfæringar á auglýstri tillögu:

1. Götur fá götuheiti sbr samþykkt skipulagsnefndar 29.október sl.
2. Fjölbýlishúsum F-5 við austurhluta Vorbrautar með 47 íbúðum og 4 innkeyrslum er breytt í raðhús R-1, 4 raðhúslengjur við tvær botnlangagötur með 18 íbúðareiningum. Fjölbýlishús voru 2-3 hæðir en raðhús verða 2 hæðir.
3. Leiksvæði er bætt við austan við raðhúsin á móts við Þorrasali 13-15.
4. Fjölgað er stígatengingum frá stíg meðfram bæjarmörkum Kópavogs inn á stíga og gangstéttar í Þrymsölum og Þorrasölum í Kópavogi.
5. Ákvæði um að Vorbraut milli golfbrauta og fjölbýlishúsa við Þorrasali verði niðurgrafin eins og aðstæður leyfa bætt við. Útfærslum golfboltavarna vísað til deiliskipulags Golfvallarins.
6. Hnoðraholtsbraut er breytt þannig að núverandi gata helst óbreytt en í stað tengingar að sunnan er hún framlengd upp á holtið til norðurs og tengist þar Vetrarbraut á hringtorgi. Heitið Vetrarbraut framlengist norður yfir holtið að Arnarnesvegi. Heiti núverandi Hnoðraholtsbrautar í holtinu breytist í Hnoðraholt en heiti brautarinnar frá Karlabraut að Vetrarbraut heldur sér. Tengingar við Eskiholt, Hrísholt og Háholt verða áfram eins og þær eru í dag, þ.e. beint við Hnoðraholt.
7. Vetrarbraut er breikkuð í 4 akreinar til norðurs frá Þorraholti að Arnarnesvegi.
8. Í sérskilmálum fyrir fjölbýlishús F-1 og F2 er lengd uppbrota breytt úr 6m í 8m.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið með ofangreindum breytingum/lagfæringum í samræmi við 3.mgr.41.greinar Skipulagslaga nr.123/2010 ásamt umhverfisskýrslu í samræmi við lög um mat á umhverfisáætlunum áætlana nr.105/2006.
Skipulagsnefnd samþykkir niðurfellingu deiliskipulags Hnoðraholts-og Vetrarmýrar sem samþykkt var Skipulagsstjóra ríkisins þann 17.apríl 1996 m.s.br. við gildistöku hins nýja deiliskipulags.
3. 1910293 - Vetrarmýri, dsk blandaðrar byggðar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Vetrarmýrar sem gerir ráð fyrir blandaðri byggð með allt að 658 íbúðum og 37.014 m2 húsnæðis fyrir verslun og þjónustu og 41.009 m2 íþróttahúsnæðis. Alls 197.559 m2. Tillagan var í auglýsingu í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/201 frá 11.júní til og með 7.september 2020. Almennur kynningarfundur var haldinn 27.ágúst og var hann gagnvirkur fjarfundur á Facebook vegna samkomutakmarkana kórónufaraldursins. Samhliða var auglýst tillaga að umhverfisskýrslu samkvæmt 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Tillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar sem náði til Þróunarsvæðis B, Vífilsstaðalands og tillögu að deiliskipulagi Hnoðraholts norður.
Lagðar fram innsendar athugasemdir og umsagnir.
Lagðar fram tillögur að svörum við innsendum athugasemdum og umsögnum.
Skipulagsnefnd samþykkir eftirfarandi breytingar/lagfæringar á auglýstri tillögu:
1. Skipulagssvæðið er minnkað "jarðbrú" yfir Reykjanesbraut verður hluti af deiliskipulagi fyrir Reykjanesbraut sem unnið verður síðar. Bætt er við texta í kafla 2.3 um þetta atriði.
2. Bætt er við í kafla 2.3 Umhverfi, texta um sjálfbær byggingarefni.
3. Bætt er við texta í kafla 2.7.5.
4. Bætt er við nýjum kafla 3.7 Blöndun byggðar.
5. Í kafla 3.8 Hönnun og uppdrættir er bætt við setningu um auglýsingaskilti.
6. Bætt er við nýjum kafla 3.10 Framkvæmdir.
7. Ákvæði um hæðarkóta hverrar hæðar í háhýsum verði leiðbeinandi.
8. Safnbraut við hlíðarfót Hnoðraholts breytt í Sumarbraut sbr.samþykki skipulagsnefndar 29.október sl.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið með ofangreindum breytingum í samræmi við 3.mgr.41.greinar Skipulagslaga nr.123/2010 ásamt umhverfisskýrslu í samræmi við lög um mat á umhverfisáætlunum áætlana nr.105/2006.
Skipulagsnefnd samþykkir niðurfellingu deiliskipulags Hnoðraholts-og Vetrarmýrar sem samþykkt var Skipulagsstjóra ríkisins þann 17.apríl 1996 m.s.br. við gildistöku hins nýja deiliskipulags.
4. 1910294 - Rjúpnadalur, dsk kirkjugarðs og meðferðarstofnunar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Rjúpnadals sem gerir ráð fyrir 3,8 ha kirkjugarði,1 ha minningargarði fyrir duftker,lóð fyrir þjónustuhús, lóð fyrir bálfararstofu og lóð fyrir meðferðarstofnun Barnaverndarstofu. Tillagan var í auglýsingu í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/201 frá 11.júní til og með 7.september 2020. Almennur kynningarfundur var haldinn 27.ágúst og var hann gagnvirkur fjarfundur á Facebook vegna samkomutakmarkana kórónufaraldursins. Samhliða var auglýst tillaga að umhverfisskýrslu samkvæmt 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Tillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar sem náði til Þróunarsvæðis B, Vífilsstaðalands.
Lagðar fram umsagnir og athugasemdir sem borist hafa.
Lagðar fram tillögur að svörum við innsendum athugasemdum og umsögnum.
Skipulagsnefnd samþykkir eftirfarandi lagfæringar á auglýstri tillögu:
Götuheiti færð inn á uppdrátt í samræmi við samþykkt skipulagsnefndar þann 29.október síðastliðinn.
Dagsetningar uppfærðar.
Umsagnir og athugasemdir gefa ekki tilefni til frekari breytinga á tillögunni.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið með ofangreindum breytingum/lagfæringum í samræmi við 3.mgr.41.greinar Skipulagslaga nr.123/2010 ásamt umhverfisskýrslu óbreytta í samræmi við lög um mat á umhverfisáætlunum áætlana nr.105/2006.
5. 1912107 - Hraunhólar 8, breyting á deiliskipulagi Hraunholts eystra
Skipulagsstjóri leggur til við skipulagsnefnd að unnin verði tillaga að deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir skiptingu lóða við Hraunhóla að sunnanverðu með líkum hætti og gert var við Hraunhóla nr.12.
Skipulagsnefnd felur skipulagstjóra að vinna tillögu sem lögð verði fram í skipulagsnefnd.
6. 2007640 - Frjóakur 9 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að óverulegri deiliskipulagsbreytingu að lokinni grenndarkynningu ásamt athugsemdum sem borist hafa. Vísað til skoðunar og úrvinnslu hjá tækni-og umhverfissviði.
7. 2010380 - Skeiðakur 1 - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Lögð fram fyrirspurn um útfærslu á neðanjarðarbílgeymslu á lóð með lyftubúnaði.
Tillagan er um margt athyglisverð sem þarfnast ítarlegri útfærslu m.a. með tilliti til öryggissjónarmiða og byggingarreglugerðar. Innkeyrslan myndi kalla á skerðingu á grænu svæði í götu.
Svar skipulagsnefndar er neikvætt.
8. 2010451 - Kirkjulundur 17 - Umsókn um byggingarleyfi
Umsókn um byggingarleyfi lögð fram sem gerir m.a. ráð fyrir brennsluofni fyrir dýrahræ ásamt skorsteini og stæði fyrir metangasgeyma.
Vísað til frekari skoðunar hjá tækni-og umhverfissviði.
9. 2010441 - Keldugata 2, dsk br Urr.vesturhluti
Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir að lóðirnar Keldugata 2 og Keldugata 4 sameinist í eina lóð með einum byggingarreit sem verður eins og nú er að Keldugötu 2. Heildarfjöldi íbúða yrði sá sami eða 9 íbúðir en nú í einu húsi.
Lögð fram umsögn deiliskipulagshöfundar sem er jákvæð.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni í auglýsingu í samræmi við 1.mgr.41.greinar Skipulagslaga. Senda skal dreifibréf í aðliggjandi hús og athygli vakin á auglýsingunni.
10. 2007072 - Vinnureglur um veggi og girðingar
Lögð fram drög að samþykkt um veggi og girðingar í Garðabæ.Lögð er áhersla á að gefa íbúum kost á að gefa íbúum Garðabæjar kost á að koma með ábendingar við reglurnar þegar drög að þeim liggja endanlega fyrir.
Vísað til úrvinnslu hjá tækni-og umhverfissviði.
11. 2011047 - Endurskoðun Aðalskipulags Hafnarfjarðar. Skipulagslýsing. Matslýsing
Lögð fram skipulags-og matslýsing vegnar gerðar á nýju Aðalskipulagi Hafnarfjarðar.
Vísað til tækni-og umhverfissviðs og aðalskipulagsráðgjafa að vinna umsögn um lýsinguna fyrir hönd Garðabæjar.
12. 2011013F - afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 13
Fundargerð lögð fram.
 
2009276 - Brekkuskógar 9 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2010462 - Blikanes 22 - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
 
 
 
2007070 - Seinakur 8 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2006442 - Smádreifistöð við Maltakur
 
 
 
2007134 - Holtsvegur 53 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2010484 - Kinnargata 31-33 - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
 
 
 
2007394 - Maríugata 31-37 breytingar á raðhúsi - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
 
 
 
2011173 - Víkurgata 1-7, dsk breyting
 
 
 
2011067 - Breyting á deiliskipulag Hafnarfjarðarvegar frá Vífilsstaðavegi að Lyngási. Hjólaskýli.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).