Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
12. (871). fundur
03.09.2020 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir . Guðfinnur Sigurvinsson . Sigurður Guðmundsson . Gunnar Valur Gíslason . Jóna Sæmundsdóttir . Almar Guðmundsson . Björg Fenger . Gunnar Einarsson . Sara Dögg Svanhildardóttir . Ingvar Arnarson . Valborg Ösp Á. Warén .

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Fundurinn er hljóðritaður.

Sigurður Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði.

Fundargerð bæjarstjórnar frá 20. ágúst 2020 er lögð fram.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2008018F - Fundargerð bæjarráðs frá 25/8 ´20.
Enginn tók til máls.

Fundargerðin sem er 10 tl. er samþykkt samhljóða.
2. 2008029F - Fundargerð bæjarráðs frá 1/9 ´20.
Gunnar Einarsson, ræddi 17. tl., bréf Hrafnistu varðandi endurskoðun samnings um rekstur hjúkrunarheimilis og lagði fram svohljóðandi bókun og tillögu.

„Samkvæmt lögum um málefni aldraðra ber ríkið ábyrgð á heilbrigðisþjónustu við aldraða þar með talið rekstri hjúkrunarheimila.
Daggjöld sem ríkið ákvarðar einhliða og greiðir til reksturs hjúkrunarheimilisins Ísafoldar duga ekki til að standa undir rekstri samkvæmt þeim kröfum sem gerðar er af landlækni og heilbrigðisráðuneytinu. Garðabær hefur í mörg undanfarin ár greitt með rekstrinum til að hjúkrunarheimilið geti sinnt skyldum sínum gagnvart heimilisfólki og gerir enn samkvæmt samningi við Sjómannadagsráð. Sjómannadagsráð hefur óskað eftir endurskoðun á þeim samningi þar sem mun verr hefur gengið að ná niður taprekstri hjúkrunarheimilisins en áformað var m.a. vegna ónógra tekna sem lögum samkvæmt eiga að koma frá ríkinu í formi daggjalda.
Komi ekki til viðbótarfjármagn frá ríkinu til reksturs Ísafoldar og Sjómannadagsráð segir sig frá samningi við Garðabæ samþykkir bæjarstjórn Garðabæjar að fela bæjarstjóra að undirbúa að afhenda ríkinu reksturinn.“

Gunnar Valur Gíslason, ræddi 24. tl., tillögur um almenningssamgöngur í Urriðaholti.

Ingvar Arnarson, ræddi 17. tl., bréf Hrafnistu varðandi endurskoðun samnings um rekstur hjúkrunarheimilis og tók undir framlagða bókun. Þá ræddi Ingvar ræddi 24. tl., tillögur um almenningssamgöngur í Urriðaholti og lagði fram svohljóðandi bókun.

„Garðabæjarlistinn fagnar þeirri ákvörðun að bæta almenningssamgöngur við Urriðaholt. Þessi þjónusta er mikilvæg fyrir íbúa og uppbyggingu hverfisins. Einnig er mikilvægt að það sé hvetjandi að nota almenningssamgöngurnar og þá skiptir miklu máli að hafa fastar áætlunarferðir. Garðabæjarlistinn leggur áherslu á að sem flestar ferðir verði fastar í áætlun og vonandi að eftir að tilraunaverkefninu líkur þann 1. sept 2021 verði komnar forsendur fyrir fleiri ferðum á fastri áætlun.“

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 17. tl., bréf Hrafnistu varðandi endurskoðun samnings og rekstur hjúkrunarheimilis og tók undir framlagða bókun. Þá ræddi Sara Dögg 24. tl., tillögur um almenningssamgöngur í Urriðaholti.

Almar Guðmundsson, ræddi 2. tl., Covid-19, fjárhagslegar aðgerðir og lagði fram svohljóðandi bókun sem hann leggur fram ásamt Ingvari Arnarsyni.

„Ljóst er að verulegt tekjutap og kostnaðarauki verður hjá sveitarfélögum um allt land vegna Covid 19 árið 2020 og 2021. Samkvæmt niðurstöðum starfshóps um fjármál sveitarfélaga er áætlað að samanlögð rekstrarniðurstaða sveitarfélaganna allra verði verri um sem nemur 26.6 milljörðum á árinu 2020. Að auki er gert ráð fyrir auknum fjárfestingum, til örvunar efnahagslífs sem nema 6.5 milljörðum króna. Í samantekt fjármálastjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er tekjutapið á árinu 2020 áætlað um 19 milljarðar króna og kostnaðarauki um 8 milljarðar króna. Áætlað tekjutap og kostnaðarauki fyrir Garðabæ er um 1.3 milljarða króna á árinu 2020.
Það er mikilvægt að ríkissjóður komi að málum með almennum aðgerðum, beinum fjárhagslegum stuðningi til að verja þjónustu og starfsemi sveitarfélaganna. Almennt er ríkisjóður í betri aðstöðu en sveitarfélögin til að skuldbinda sig með tilliti til tekjuöflunar og lánskjara. Slík ráðstöfun myndi koma í veg fyrir mikið tjón til framtíðar fyrir íbúa landsins.
Verði efnahagslegum áhrifum af faraldrinum velt yfir á fjárhag sveitarfélaga sem eingöngu verði mætt með stóraukinni lántöku, er ljóst að það hefur langvarandi áhrif á alla þjónustu við íbúa og nauðsynlegar framkvæmdir. Auknar skuldir munu óhjákvæmilega hafa í för með sér niðurskurð og skerta getu sveitarfélaga til að sinna lögbundnum verkefnum.
Bæjarstjórn Garðabæjar skorar á ríkisstjórn Íslands að bregðast við tekju- og kostnaðarvanda sveitarfélaganna með almennum aðgerðum til viðbótar þeim nauðsynlegu sértæku aðgerðum sem hafa litið dagsins ljós og eru til umræðu.“

Björg Fenger, ræddi 24. tl., tillögur um almenningssamgöngur í Urriðaholti og 23. tl., bréf OSS ehf varðandi leyfi og aðstöðu fyrir rafrennur og rafhjól í Garðabæ.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 2. tl., Covid-19, fjárhagslegar aðgerðir og framlagða bókun.

Sigurður Guðmundsson, ræddi 24. tl., tillögur um almenningssamgöngur í Urriðaholti.

Almar Guðmundsson, ræddi 2. tl., Covid-19, fjárhagslegar aðgerðir.

Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 2. tl., Covid-19, fjárhagslegar aðgerðir, 24. tl., tillögur um almenningssamgöngur í Urriðaholti og 10. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts og Smalaholts.

Gunnar Einarsson, ræddi 2. tl., Covid-19, fjárhagslegar aðgerðir og framlagða bókun.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi 2. tl., Covid-19, fjárhagslegar aðgerðir og framlagða bókun. Þá ræddi Áslaug Hulda 1. tl., Covid-19 ? hættustig almannavarna.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 2. tl., Covid-19, fjárhagslegar aðgerðir.

Gunnar Einarsson, ræddi 2. tl., Covid-19, fjárhagslegar aðgerðir.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu um að komi til uppsagnar Hrafnistu á samningi um rekstur hjúkrunarheimili er bæjarstjóra falið að undirbúa að afhenda reksturinn til ríkisins.

Fundargerðin sem er 24 tl. er samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla mála.
 
2008336 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar vegna svæðis í Urriðaholti.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að lýsingu samkvæmt 1. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar vegna svæðis í Urriðaholti, merktu 5.04 VÞ. Tillagan gerir ráð fyrir að í skilmálum komi fram heimild fyrir íbúðarbyggð innan reitsins. Leita skal umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagstofnun, öðrum umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi. (Mál nr. 2008336)
 
 
1811125 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi deiliskipulag 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að endurauglýsa tillögu að lýsingu fyrir deiliskipulag 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts samkvæmt 30. gr. skipulagslaga. Endurauglýsing tillögunnar skal birt samhliða auglýsingu á tillögu að lýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi, sjá lið 4 í fundargerð. (Mál nr. 1811125)
 
 
1810120 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi Akra vegna lóðarinnar við Ljósakur 6.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að hafna umsókn um breytingu á deiliskipulagi Akrahverfis vegna lóðarinnar við Ljósakur 6. (Mál nr. 1810120)
 
 
2003384 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Silfurtúns vegna lóðarinnar við Aratún 36.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Silfurtúns vegna lóðarinnar við Aratún 36. Tillagan var grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og barst ein athugasemd. Svar við athugasemd liggur fyrir.
Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun og auglýst um samþykkt hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda. (Mál nr. 2003384)
 
 
2008122 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um byggingarleyfi einbýlishúss við Stórakur 6.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að hafna umsókn um breytingu á deiliskipulagi Akrahverfis vegna byggingar utan byggingarreits á lóðinni við Stórakur 6. (Mál nr. 2008122)
 
 
2007767 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts og Smalaholts í Kópavogi.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að athugasemdum við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts og Smalaholts í Kópavogi. (Mál nr. 2007767)
 
 
2008447 - Tillögur um almenningssamgöngur í Urriðaholti.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um almenningssamgöngur í Urriðaholti Um er að ræða tilraunaverkefni september 2020 - september 2021. (Mál nr. 2008447)
 
3. 2008010F - Fundargerð fjölskylduráðs frá 19/8 ´20.
Almar Guðmundsson, ræddi 2.tl., endurskoðun reglna um félagslegt húsnæði. Þá ræddi Almar tölulegar upplýsingar sem fjölskyldusvið heldur utan um og farið er yfir reglulega.

Ingvar Arnarson, ræddi 2. tl., endurskoðun reglna um félagslegt húsnæði.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 2. tl., endurskoðun reglna um félagslegt húsnæði og lagði fram svohljóðandi bókun.

„Garðabæjarlistinn fagnar góðri vinnu og ítrekar mikilvægi gagnsæisins þegar kemur að öllum ferlum innan stjórnsýslunnar. Gagnsæið er til þess fallið að styðja við fagleg vinnubrögð og tryggja skýran og faglegan vinnuramma til að starfa eftir. Það er okkar hlutverk að tryggja.“

Fundargerðin lögð fram.
4. 2008024F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 28/8 ´20.
Björg Fenger, ræddi 4., tl., merkingu göngu- hlaupa- og hjólaleiða í Garðabæ, 5. tl., gagnaöflun og úrvinnslu varðandi heilsueflingu í Garðabæ, 6. tl., markaðssetningu kvennaíþrótta. Fram kom að um er að ræða verkefni sem unnin voru af starfsmönnum í sumarvinnu hjá Garðabæ. Þá ræddi Björg 8. tl., forvarnarviku Garðabæjar 13. tl., Covid-19, aðgerðir í íþróttamiðstöðvum og önnur mál er varða framkvæmdir við fjölnota íþróttahús, byggingu æfingaaðstöðu GKG, og framkvæmdir við endurbætur á gólfi og lýsingu í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 5. tl., gagnaöflun og úrvinnslu varðandi heilsueflingu í Garðabæ og 11. tl., beiðni Stjörnunnar um að taka við rekstri á íþróttahúsinu Mýrinni.

Ingvar Arnarson, ræddi 5. tl., gagnaöflun og úrvinnslu varðandi heilsueflingu í Garðabæ og 11. tl., beiðni Stjörnunnar um að taka við rekstri á íþróttahúsinu Mýrinni.

Björg Fenger, ræddi 5. tl., gagnaöflun og úrvinnsla Heilsueflandi Garðabær og 11. tl., beiðni Stjörnunnar um að taka við rekstri á íþróttahúsinu Mýrinni.

Almar Guðmundsson, ræddi 11. tl., beiðni Stjörnunnar um að taka við rekstri á íþróttahúsinu Mýrinni. Þá vék Almar að verkefnum sumarvinnufólks og þakkaði fyrir góða vinnu og greinargóð gögn.

Gunnar Einarsson, ræddi 11. tl., beiðni Stjörnunnar um að taka við rekstri á íþróttahúsinu Mýrinni.

Fundargerðin lögð fram.
5. 2008022F - Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 31/8 ´20.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 2. tl., menningardagskrá fyrir skólahópa á haustönn 2020, 3. tl., fund með mennta- og menningarmálaráðherra um Hönnunarsafn Íslands og 9. tl., önnur menningarmál.

Valborg Ösp Á Warén, ræddi menningarmál og samstarf við ungmennaráð vegna viðburða.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi menningardagskrá fyrir skólahópa á haustönn 2020 og 3. tl., fund með mennta- og menningarmálaráðherra um Hönnunarsafn Íslands. Þá ræddi Áslaug Hulda nauðsyn þess að ræða málefni Fjölbrautaskólans í Garðabæ við mennta- og menningarmálaráðherra.

Björg Fenger, ræddi menningarmál og samstarf við ungmennaráð og 3. tl., fund með mennta- og menningarmálaráðherra um Hönnunarsafn Íslands.

Gunnar Valur Gíslason, ræddi menningarmál og samstarf við ungmennaráð vegna viðburða og 3. tl., fund með mennta- og menningarmálaráðherra um Hönnunarsafn Íslands. Gunnar Valur upplýsti að málefni Fjölbrautaskólans í Garðabæ hafi borið á góma í viðræðum við ráðherra um starfsemi hönnunarsafnsins.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 3. tl., fund með mennta- og menningarmálaráðherra um Hönnunarsafn Íslands. Þá ræddi Sara Dögg málefni Fjölbrautaskólans í Garðabæ.

Gunnar Einarsson, ræddi 3. tl., fund með mennta- og menningarmálaráðherra um Hönnunarsafn Íslands.

Fundargerðin lögð fram.
6. 2008019F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 27/8 ´20.
Fundargerðin lögð fram.
7. 2001425 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 14/8 ´20.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 2. tl., forsendur fjárhags- og starfsáætlunar 2021 og 3. tl., kostnaðargreiningu rekstrar og fjárfestingargetu Strætó og 4. tl., nýtt leiðanet.

Fundargerðin lögð fram.
8. 2001161 - Fundargerð stjórnar SSH frá 7/8 ´20.
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 1. tl. samgöngusáttmálann.

Fundargerðin lögð fram.
9. 2008391 - Stofnun opinbers hlutafélags - Betri samgöngur ohf.
Gunnar Einarsson, gerði grein fyrir tillögu um stofnun opinbers hlutafélags með aðild ríkissjóðs, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar, Seltjarnarnesbæjar og Garðabæjar sem hefur það hlutverk að standa að uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Gunnar lýsti nánar helstu verkefnum félagsins.

„Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir að taka þátt í að stofna opinbert hlutafélag, Betri samgöngur ohf., um uppbyggingu samgönguinnviða með aðild ríkissjóðs, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar, sbr. heimild í 1. gr. laga nr. 81/2020 um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, og leggi félaginu til hlutafé við stofnun þess með áskrift hluta að nafnvirði kr. 72.704,- í samræmi við fyrirhugaðan eignarhlut Garðabæjar í félaginu eða 1,818%.
Greiðsla hlutafjár verður með þeim hætti að Garðabær innir af hendi kr. 72.704,- með eingreiðslu í reiðufé til félagsins samhliða stofnun þess.
Í samræmi við framangreint samþykkir bæjarstjórn Garðabæjar stofnsamning og hluthafasamkomulag fyrir Betri samgöngur ohf., sbr. hjálögð skjöl sem liggja fyrir á fundinum, og felur bæjarstjóra að undirrita þessi skjöl fyrir hönd Garðabæjar.“

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu um stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða.
10. 2005438 - Endurskoðun reglna um félagslegt leiguhúsnæði Garðabæjar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða reglur um félagslegt leiguhúsnæði Garðabæjar.
11. 2009024 - Samkeppni um 6 deilda leikskóla í Urriðaholti.
Áslaug Hulda Jónsdóttir, kvaddi sér hljóðs og gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu.

„Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir að efna til samkeppni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands um hönnun leikskóla í Urriðaholti.
Skipa skal fimm manna dómnefnd vegna samkeppninnar og skal hún skipuð þremur fulltrúum tilnefndum af Garðabæ og tveimur fulltrúum frá Arkitektafélagi Íslands.
Dómnefndin skal semja keppnislýsingu og gera nánari afmörkun á verkefninu. Gera skal ráð fyrir að samkeppnin hefjist á árinu 2020.“

Greinargerð:
Í deiliskipulagi sem samþykkt var 28. janúar 2014 fyrir norðurhluta 1 í Urriðaholti er gert ráð fyrir 6.176 m2 lóð undir leikskóla. Leikskólalóðin er við Holtsveg neðan götu og opnast út að grænu svæði sem liggur frá efri hluta holtsins niður í átt að Kauptúni.
Íbúðabyggð í Urriðaholti er í örum vexti og búa nú um 2500 íbúar á svæðinu. Gert er ráð fyrir að íbúafjöldi verði í hverfinu fullbyggðu um 5000. Í Urriðaholtsskóla eru nú 156 börn á leikskólaaldri í 7 deildum. Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ eru fyrirheit um að skoða möguleika á lausnum fyrir foreldra vegna vistunar barna um leið og fæðingarorlofi lýkur. Jafnframt að inntaka í leikskóla sveitarfélagsins verði a.m.k. tvisvar á ári. Fyrirhugaður 6 deildar leikskóli er meðal annars til að koma til móts við þau markmið.
Bæjarstjóra er falið að undirbúa framgang ofangreindrar tillögu og upplýsa bæjarráð reglulega um stöðu verkefnisins.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að efna til samkeppni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands um hönnun leikskóla í Urriðaholti.
12. 2009025 - Tillaga að Garðabær hefji söfnun á lífrænum úrgangi.
Jóna Sæmundsdóttir, kvaddi sér hljóðs og gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu sem hún flytur ásamt Ingvari Arnarsyni.

„Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir að tækni- og umhverfissviði verði falið að kanna kostnað og möguleika á sérsöfnun á lífrænum úrgangi í sveitarfélaginu. Skoða þarf mögulegar útfærslur á söfnunartunnum, bæði við heimili og grenndargáma. Hugsa má verkefnið sem tilraunaverkefni.“

Greinargerð:
Ekki verður leyft að urða lífrænan úrgang hér á landi frá og með árinu 2021, samkvæmt lagafrumvarpi sem lagt verður fram á Alþingi 2020-2021
Tilgangur með uppbyggingu Gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu er að hætta urðun lífræns- og brennanlegs úrgangs og um leið spara útblástur sem nemur 90 þúsund tonnum af koltvísýringi árlega. Þetta er mikilvægt m.t.t. sjálfbærni hringrásarhagkerfisins og betri farvegur til flokkunar á heimilum styður við þá þróun.
Samkvæmt árlegum rannsóknum SORPU á sorpi frá heimilum kemur í ljós að mjög hefur dregið úr magni pappa, pappírs og plasts sem berst til Sorpu í sorptunnum heimila á sama tíma og eldhúsúrgangur hefur aukist lítillega.
Mikilvægt er að flokka endurvinnsluefni eins og pappír, plast, textíl, gler og hættulegan úrgang eins og spilliefni í þar til gerða farvegi - í pappírstunnur, grenndargáma og á endurvinnslustöðvar SORPU. Þannig hámörkum við nýtingu og virði mismunandi efnistegunda og aukum möguleika á nýtingu þeirra og endurvinnslu sem er þá í takti við hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins. Markmiðið er að orkutunnan innihaldi sem minnst af öðrum efnum en lífrænum úrgangi.
Að bjóða íbúum upp á sérsöfnun á lífrænum úrgangi mun að öllum líkindum leiða til minni matarsóunar, styður það við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um ábyrga neyslu sem og heimsmarkmið um aðgerðir í loftslagsmálum.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu um að kanna kostnað og möguleika á sérsöfnun á lífrænum úrgangi.
13. 2009017 - Tillaga Garðabæjarlistans vegna fjárhagsáætlunar 2021 - forgangsröðun uppbyggingar leik- og grunnskóla.
Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs og gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu.

„Garðabæjarlistinn leggur til eftirfarandi forgangsröðun verkefna við uppbyggingu leik- og grunnskóla samkvæmt fjárhagsáætlun 2021
Bygging nýs leikskóla í Urriðaholti í útboð
Lóð efst á Hnoðraholti, (samfélagslóð - reitur 4.05 í aðalskipulagi) verði tekin til deiliskipulags í Hnoðraholti Norður og skipulögð sem leikskólalóð samhliða áformunum um uppbyggingu á hverfinu. Lóðin yrði hönnuð fyrir 4 eða 6 deilda leikskóla. Með því að deiliskipuleggja leikskólalóðina samhliða deiliskipulagningu hverfisins er tryggt að þjónusta leikskólans taki mið af þörfum íbúa hverfisins.
Lóð undir leik- og grunnskóla sé skipulögð og tekin inn á núverandi deiliskipulag í auglýsingu í Vetrarmýri. Með því að deiliskipuleggja lóð undir þessa þjónustu strax frá upphafi er hægt að veita vissu um hvar og hvernig þjónustan verður.
Samhliða nýjum leikskóla í Hnoðraholti sem hannaður yrði með sérstaka ungbarnadeild yrði óhagkvæmar eða úreltar leikskóladeildir lokaðar.
Tryggja þarf leikskóla í Lyngáshverfi og hann sé skipulagður og hannaður áður en uppbygging hefst. Sá leikskóli þarf að vera hagkvæm rekstrareining fyrir börn frá 12 mánaða aldri.
Farið verði í framkvæmdir á næsta hluta Urriðaholtsskóla.?

Sigurður Guðmundsson, tók til máls um framkomna tillögu og lagði til að henni verði vísað til umfjöllunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

Valborg Ösp Á Warén, tók til máls um framkomna tillögu.

Almar Guðmundsson, tók til máls um framkomna tillögu.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, tók til máls um framkomna tillögu

Ingvar Arnarson, tók til máls um framkomna tillögu.

Gunnar Einarsson, tók til máls um framkomna tillögu.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til frekari umfjöllunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
14. 2009018 - Tillaga Garðabæjarlistans vegna fjárhagsáætlunar 2021 - stafræn tækni og rafræn þjónusta.
Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs og gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu.

„Garðabæjarlistinn leggur til forgangsröðun verkefna í þágu betri þjónustu við íbúa með því að ráðast í þau stafrænu verkefni sem þegar hafa verið kortlögð Lagt er til að Garðabær flýti fyrirhuguðum verkefnum sem snúa að rafrænni þjónustu sveitarfélagsins.“

Sigurður Guðmundsson, tók til máls um framkomna tillögu lagði til að henni verði vísað til umfjöllunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til frekari umfjöllunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
15. 2009020 - Tillaga Garðabæjarlistans vegna fjárhagsáætlunar 2021 - tímabundin ráðning í stoðþjónustu.
Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs og gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu.

„Garðabæjarlistinn leggur til að lagt verði mat á aukið álag á félagsþjónustuna við þær aðstæður sem nú eru uppi og þörfinni mætt með tímabundnum ráðningum til að styðja við þjónustuna.“

Sigurður Guðmundsson, tók til máls um framkomna tillögu lagði til að henni verði vísað til umfjöllunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til frekari umfjöllunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).