Fundargerðir

Til baka Prenta
afgreiðslufundir skipulagsstjóra
10. fundur
03.09.2020 kl. 09:30 kom afgreiðslufundir skipulagsstjóra saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Anna María Guðmundsdóttir , Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Sólveig Helga Jóhannsdóttir , Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2004062 - Blikastígur 11 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn fyrir breytingu á bifreiðargeymslu. Í breytingunni felst að útveggur gafls færist fram um 60 cm undir þakskyggni.
Ekkert deiliskipulag er í gildi.
Skipulagsstjóri vísar byggingarleyfisumsókn til grenndarkynningar sbr. 1.mgr.44.gr.Skipulags-og byggingarlaga.
Grenndarkynna skal eigendum Blikastígs 5,7,9,13 og 15.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
2. 2007379 - Sveinskotsvör 8 þaksvalir - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa sem spyr hvort hugsanlegt sé að heimilaðar verði þaksvalir.
Svar: Samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir einnar hæðar húsum. Ekki er minnst á þaksvalir sérstaklega. Ef að sótt verður um þaksvalir þarf að koma til breyting á deiliskipulagi Vara með tilheyrandi skipulagsferli.
3. 2005183 - Hákotsvör 8 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn fyrir viðbyggingu við húsið Hákotsvör 8 að lokinni grenndarkynningu. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu. Engar athugasemdir bárust. Í samræmi við 1.mgr.44.gr.gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við að byggingarleyfið verði veitt.Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
4. 2007863 - Miðskógar 1 sólskáli - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir stækkuðum byggingarreit til vestur fyrir sólskála.
Skipulagsstjóri metur tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Miðskóga í samræmi við 2.mgr.43.gr.Skipulagslaga og vísar henni til grenndarkynningar. Grenndarkynna skal eigendum Miðskóga 2,3 og 4 og Hleinar. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
5. 2007128 - Bakkaflöt 2-Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram afrit af aðaluppdráttum byggingarleyfisumsóknar vegna breytinga á lóðinni Bakkaflöt 2 þar sem eigendur þeirra lóða sem grenndarkynning nær til hafa áritað að þeir geri ekki athugsemd við deiliskipulagsbreytinguna. Með vísan í 3.mgr.44.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 er tímabil grenndarkynningar þar með lokið.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
6. 2007402 - Eskiás - óveruleg dsk br. djúpgámar
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Ása og Grunda sem ná til lóða við Eskiás.
Tillagan gerir ráð fyrir því að fylgilóðir fyrir djúpgáma reiknist til aðallóða og verði hluti af þeim þó þær séu stakstæðar.Ástæða breytingarinnar að Þjóðskrá Íslands mælir með því að fyrirkomulag sé með þeim hætti.
Skipulagsstjóri metur breytinguna sem óverulega deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
Skipulagsstjóri fellur frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annara en lóðarhafa og bæjarfélagsins sbr. 2.ml.3.mgr.44.gr.Skipulagslaga.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
7. 2008230 - Dalsbyggð 21 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu vestan við neðri hæð húss sem er 61.4 m2 að grunnfleti. Ofan á viðbyggingu yrði verönd eða pallur í tengslum við efri hæð hússins.
Viðbygging nær um 1,5 m út fyrir byggingarreit samkvæmt mæliblaði og fjarlæg húss frá lóðarmörkum yrði 3,5 m í stað 5 m eins og byggingarreitur gerir ráð fyrir.
Ekkert deiliskipulag tels í gildi á svæðinu.
Skipulagsstjóri vísar umsókninni til grenndarkynningar í samræmi við 1.mgr.44.gr.Skipulagslaga nr 123/2010. Grenndarkynna skal eigendum Hlíðarbyuggðar 40,42 og 44,Dalsbyggðar 17,19 og 23 og Hæðarbyggðar 10 og 12. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
8. 2007070 - Seinakur 8 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Seinakri 8. Samkvæmt tillögu er meira en helmingur af útbyggingarreit til vesturs byggður auk þess sem allur ytri byggingarreitur er undir þaki.Þakskyggni nær einnig út yfir bílastæði, utan byggingarreits.
Sækja þarf um deiliskipulagsbreytingu og leggja fyrir skipulagsnefnd.
9. 2008141 - Miðhraun 14 - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Í deiliskipulagi er ekki kveðið á um það sérstaklega hvort svalir eða skyggni geti náð út fyrir byggingarreit. Allur gangur er á því í deiliskipulagsáætlunum hvort ákvæði séu þess efnis eður ei. Í tilfelli Molduhrauns eru byggingarreitir stórir og langt á milli þeirra. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við það að svalir nái út fyrir byggingarreit eins og skissa sýnir.
10. 2008275 - Maríugata 23-29 breyting á þaki - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Fyrirspurn er vísað til umsagnar deiliskipulagshöfundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).