Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
12. (945). fundur
05.09.2024 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Margrét Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar. Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi. Guðfinnur Sigurvinsson bæjarfulltrúi. Stella Stefánsdóttir varabæjarfulltrúi. Harpa Rós Gísladóttir varabæjarfulltrúi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi. Ingvar Arnarson bæjarfulltrúi. Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi. Guðlaugur Kristmundsson bæjarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.


Margrét Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði.


Fundargerð bæjarstjórnar frá 15. ágúst 2024 er lögð fram.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2408013F - Fundargerð bæjarráðs frá 20/8´24.
Björg Fenger tók til máls og ræddi 3.tl. tillögu umhverfisnefndar varðandi viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi. Óskaði Björg viðurkenningarhöfum til hamingju fyrir hönd bæjarstjórnar.

Fundargerðin sem er 5. tl. er samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla mála.
 
2408215 - Sorpa bs. - ESA mál.
 
"Bæjarstjórn samþykkir að efnahagsleg starfsemi Sorpu bs. verði færð í félag, eða eftir atvikum félög, með takmarkaðri ábyrgð. Efnahagsleg starfsemi í þessu tilliti tekur til reksturs móttöku- og flokkunarstöðvar í Gufunesi, gas- og jarðgerðarstöðvar á Álfsnesi og urðunarstaðar á Álfsnesi. Tillögur um nánari útfærslur þessa munu liggja fyrir í upphafi árs 2025. Framangreind samþykkt bindur ekki hendur eigenda við frekari stefnumótun, þ.á.m. varðandi breytingar á rekstrarformi Sorpu bs., kjósi þeir svo."
 
 
2408257 - Sala á byggingarréttum lóða í Garðabæ.
 
"Bæjarstjórn samþykkir að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að leita til tveggja fasteignasala um sölumeðferð byggingarrétta óseldra lóða. Lóðirnar skulu jafnframt auglýstar á vef Garðabæjar. Við ákvörðun lágmarksverðs skuli haft að leiðarljósi að söluverð nemi að lágmarki sömu lágmarksfjárhæð og í söluskilmálum og skulu lágmarksfjárhæðir framreiknaðar m.t.t. hækkunar á vísitölu. Þá skal við það miðað að slíkar lágmarksfjárhæðir skili sér nettó til sveitarfélagsins, a.t.t. til söluþóknunar fasteignasala. Gera skal bæjarráði reglulega grein fyrir framvindu málsins." Samþykkt með atkvæðum AG, BF, MG, GVG, GS, SS, HRG, KG og BDG. Atkvæði á móti greiddu ÞÞ og IA.
 
2. 2408017F - Fundargerð bæjarráðs frá 27/8 '24.
Fundargerðin sem er 7.tl. er samþykkt samhljóða.
3. 2408027F - Fundargerð bæjarráðs frá 3/9 '24.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls og ræddi 26. tl. bréf til forráðamanna grunnskólabarna vegna vopna- og hnífaburðar ungmenna.
Guðlaugur Kristmundsson tók til máls og ræddi 26. tl. bréf til forráðamanna grunnskólabarna vegna vopna- og hnífaburðar ungmenna og 1.tl. árshlutauppgjör Garðabæjar 30. júní 2024.
Gunnar Valur Gíslason tók til máls og ræddi 1.tl. árshlutauppgjör Garðabæjar 30. júní 2024
Brynja Dan Gunnarsdóttir tók til máls og ræddi 26. tl. bréf til forráðamanna grunnskólabarna vegna vopna og hnífaburðar ungmenna.
Björg Fenger tók til máls og ræddi 1.tl. árshlutauppgjör Garðabæjar 30. júní 2024 og 26. tl. bréf forráðmanna grunnskólabarna vegna vopna- og hnífaburðar ungmenna.
Almar Guðmundsson tók til máls og ræddi 26. tl. bréf forráðamanna grunnskólabarna vegna vopna- og hnífaburðar ungmenna, 1.tl. árshlutauppgjör Garðabæjar 30. júní 2024 og 3.tl. minnisblað sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs um tölvubúnað Garðabæjar.

Fundargerðin sem er 27.tl. er samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla mála.
 
2408576 - Minnisblað sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs um tölvubúnað Garðabæjar, dags. 29. ágúst 2024.
 
"Bæjarstjórn samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2024, samkvæmt 2.mgr. 63.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. (Mál nr. 2408576).

Framlag til tölvubúnaðar, að fjárhæð kr. 40.212.000."
 
 
2403271 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030, vegna breytingar á rammahluta Vífilsstaðalands, dags. 29. ágúst 2024.
 
"Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar, frá fundi 29. ágúst 2024 að gera þá breytingu á tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030, rammahluta Vífilsstaðalands, að ákvæði einstakra reita verði einfölduð hvað varðar fjölda íbúðareininga og fjölda íbúða á hektara. Einnig að gert verði ráð fyrir að þær tölur sem settar eru fram í töflu um áætlað byggingarmagn og fjölda íbúða geri ráð fyrir ákveðnum slaka, en ákvarðist síðan endanlega í útfærslu deiliskipulags. Breytingartillögunni skal vísað til auglýsingar í samræmi við 3. mgr. 30.gr. og 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrrgreindum breytingum. Tillagan skal auglýst samhliða tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður."
 
 
2208311 - Afgreiðsla skipulagnefndar vegna tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir athafnasvæði í Búðum, dags. 29. ágúst 2024.
 
"Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar, frá fundi 29. ágúst 2024 að endurskoðuðu deiliskipulagi í Búðum (Iðnbúð/Smiðsbúð/Gilsbúð). Í umsögn heilbrigðiseftirlits var bent á að vísað sé í samþykkt Garðabæjar um skilti sem liggi ekki fyrir. Skipulagsnefnd leggur til að texti greinargerðar um skilti verði lagfærður hvað þetta atriði varðar. Aðrir umsagnaraðilar gerðu ekki athugasemdir við tillöguna. Tillagan, með ofangreindri lagfæringu, verði samþykkt sem deiliskipulag athafnahverfis í Búðum í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Við gildistöku deiliskipulagsins fellur úr gildi deiliskipulag fyrir iðnaðar- og verslunarlóðir í Búðahverfi (Iðnbúð, Smiðsbúð), samþykkt 1977 og endurskoðað 2004. Einnig fellur út gildi samþykkt deiliskipulag Bæjargils sem náði til Gilsbúðar, samþykkt 1984."
 
 
2208310 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir Bæjargil, dags. 29. ágúst 2024.
 
"Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar, frá fundi 29. ágúst 2024 að endurskoðuðu deiliskipulag fyrir Bæjargil. Í umsögn heilbrigðiseftirlits var lagt til að ákvæði yrði bætt við greinargerð þess efnis að óheimilt sé að hella spilliefnum í regnvatnslagnir til að stuðla að því að gæði vatns í Arnarneslæk verði ekki skert. Skipulagsnefnd lagði til að ákvæði þess efnis verði bætt í fyrsta kafla greinargerðar. Aðrir umsagnaraðilar gerðu ekki athugasemdir við tillöguna. Tillagan, með ofangreindri lagfæringu, verði samþykkt sem deiliskipulag Bæjargils í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Við gildistöku deiliskipulagsins fellur út gildi samþykkt deiliskipulag Bæjargils sem náði einnig til Gilsbúðar, samþykkt 1984."
 
 
2406282 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður, dags. 29. ágúst 2024.
 
"Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar, frá fundi 29. ágúst 2024 að vísa til auglýsingar tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður. Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum:
- að hámarksfjöldi íbúða í fjölbýlishúsum sunnan Vorbrautar (húsgerð F3) fjölgi úr 12 í 14 í hverju húsi (alls um 16 íbúðir, úr 96 í 112).
- að byggingarreitir húsa sunnan Vorbrautar breikki úr 14 m í 15m.
- að byggingarreitir bílakjallara breikki úr 17 í 18 m á lóðunum Vorbraut 2,4,6,14 og 16.
- að lóðirnar Vorbraut 8, 10 og 12 sameinist í eina lóð með sameiginlegum bílakjallara.
- að raðhúsaeiningum í Útholti fjölgi um eina í hverri lengju (alls 5 einingar)
- að raðhúsaeiningum í Stekkholti fjölgi um eina í hverri raðhúslengju (alls 6 einingar)
- að hámarkshæð farsímamasturs á lóðinni Vorbraut 6b hækki úr 16 m í 20 m.
Tillögunni skal vísað til auglýsingar í samræmi við 1.mgr.43.gr.og 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Auglýsa skal tillöguna samhliða tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til rammahluta Vífilsstaðalands. Breyta þarf breytingaruppdrætti til samræmis við deiliskipulagsbreytingu sem nær til raðhúsa við Vorbraut áður en tillagan verður auglýst."
 
 
2405091 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður, vegna fjölgunar á raðhúsaeiningum við Vorbraut, dags. 29. ágúst 2024.
 
"Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar, frá fundi 29. ágúst 2024 að samþykkja tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður, að lokinni auglýsingu. Tillagan gerir ráð fyrir því að raðhúsaeiningum við Vorbraut verði fjölgað um þrjár. Engar athugasemdir bárust. Tillagan er samþykkt sem breyting deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
 
 
2311113 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir Hæðir, dags. 29. ágúst 2024.
 
"Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar, frá fundi 29. ágúst 2024, að endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir Hæðir. Engar athugasemdir bárust að lokinni auglýsingu. Í umsögn heilbrigðiseftirlits er lagt til að ákvæði verði bætt við greinargerð þess efnis að óheimilt sé að hella spilliefnum í regnvatnslagnir til að stuðla að því að gæði vatns í Arnarneslæk sé ekki skert. Skipulagsnefnd leggur til að ákvæði þess efnis sé bætt við fyrsta kafla greinargerðar. Aðrir umsagnaraðilar gerðu ekki athugasemdir við tillöguna. Tillagan, með ofangreindri lagfæringu verði samþykkt sem deiliskipulag Hæða í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Við gildistöku deiliskipulagsins fellur úr gildi samþykkt deiliskipulags Bæjargils 2. áfanga (Hæðahverfi) samþykkt 1989."
 
 
2407143 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kjóavalla innan lögsögu Kópavogsbæjar, dags. 29. ágúst 2024.
 
"Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar, frá fundi 29. ágúst 2024, varðandi breytingu deiliskipulags Kjóavalla innan lögsögu Kópavogsbæjar. Deiliskipulagið nær til beggja sveitarfélaga. Tillagan gerir ráð fyrir því að svæði austan Markavegar verði skilgreint sem svæði fyrir garðlönd (skólagarða) og minnkun á lóð fyrir fjarskiptamastur sem staðsett er á sama svæði. Einnig breyting sama deiliskipulags sem nær til lóðar miðlunargeyma við Vatnsendahlíð, en þar er gert ráð fyrir einum miðlunargeymi til viðbótar. Tillagan er samþykkt í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, enda ekki gerð athugasemd af hálfu Garðabæjar við tillögurnar."
 
4. 2408016F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 21/8 '24.
Harpa Rós Gísladóttir tók til máls og ræddi 1. tl. starfsáætlun ÍTG 2024-2025, 2.tl. Íþróttaþing Garðabæjar og 4.tl. þarfagreiningu varðandi aðstöðu fyrir félags- og tómstundastarf ungs fólks í Garðabæ.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls og ræddi 1.tl. starfsáætlun ÍTG 2024-2025 og 6.tl. göngum í skólann.
Almar Guðmundsson tók til máls og ræddi 1.tl. starfsáætlun ÍTG 2024-2025. Almar óskaði, fyrir hönd bæjarstjórnar, Íslandsmeisturum GKG í meistaraflokki karla og kvenna til hamingju með titlana og GKG til hamingju með 30 ára afmælið.
Guðlaugur Kristmundsson ræddi 1.tl. starfsáætlun ÍTG 2024-2025.
Harpa Rós Gísladóttir tók til máls að nýju og ræddi 1.tl. starfsáætlun ÍTG 2024-2025.

Fundargerðin er lögð fram.
5. 2408010F - Fundargerð leikskólanefndar frá 21/8 '24.
Margrét Bjarnadóttir tók til máls og ræddi 1.tl. innritun í leikskóla 2024.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls og ræddi 1.tl. innritun í leikskóla 2024.
Almar Guðmundsson tók til máls og ræddi 1.tl. innritun í leikskóla 2024.

Fundargerðin er lögð fram.
6. 2408007F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 29/8 '24.
Fundargerðin er lögð fram.
7. 2408014F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla Garðabæjar frá 21/8 '24.
Brynja Dan Gunnarsdóttir tók til máls og ræddi 4.tl. minnisblað til sveitarfélaga um gjaldfrjálsar skólamáltíðir.
Almar Guðmundsson tók til máls og ræddi 4.tl. minnisblað til sveitarfélaga um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og 6.tl. grunnskólar, árangur og líðan.

Fundargerðin er lögð fram.
8. 2401141 - Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 28/8 '24.
Ingvar Arnarsson tók til máls og ræddi 13.tl. dælustöð við Hólmatún og 17.tl. Bæjargil, deiliskipulagsbreytingu þegar byggðs svæðis.
Almar Guðmundsson tók til máls og ræddi 13.tl. dælustöð við Hólmatún og 17.tl. Bæjargil, deiliskipulagsbreytingu þegar byggðs svæðis.

Fundargerðin er lögð fram.
9. 2401136 - Fundargerðir stjórnar SSH frá 19/8 '24 og 21/8 '24.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
10. 2401139 - Fundargerð eigendafundar Sorpu bs. 1/7 '24.
Fundargerðin er lögð fram.
11. 2401138 - Fundargerðir eigendafundar Strætó bs frá 20/3 '24 og 3/4 ´24.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
12. 2407142 - Tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna skólamálsverða í grunnskólum Garðabæjar.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Garðabæjarlistinn lýsir yfir mikilli ánægju með gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum Garðabæjar. Þessi aðgerð stjórnvalda stuðlar að jöfnuði og vinnur gegn áhrifum fátæktar á börn um allt land, auk þess að vera kjarabót fyrir foreldra grunnskólabarna."

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að breytingu á gjaldskrá skólamálsverða.
13. 2304350 - Samkomulag ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um uppfærslu samgöngusáttmála frá árinu 2019 og samkomulag um rekstur almenningssamgangna, stjórnskipulag og veghald (fyrri umræða).
Almar Guðmundsson, gerði grein fyrir helstu atriðum samkomulagsins. Almar lagði til að því verði vísað til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: "Garðabæjarlistinn fagnar því að ríki og sveitarfélög hafi komist að samkomulagi og uppfært samgöngusáttmálann, enda eru ríkir hagsmunir íbúa Garðabæjar og höfuðborgarsvæðisins alls að fyrirhugaðar vega- og stígaframkvæmdir auk eflingar á almenningssamgöngum sem þar eru tíundaðar verði að veruleika."
Guðfinnur Sigurvinsson tók til máls.
Guðlaugur Kristmundsson tók til máls.
Gunnar Valur Gíslason tók til máls.
Björg Fenger tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa Samkomulagi ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um uppfærslu samgöngusáttmála frá árinu 2019 og samkomulagi um rekstur almenningssamgangna, stjórnskipulagi og veghaldi sem undirritað var af fulltrúum sveitarfélaganna 21. ágúst síðastliðinn, til síðari umræðu í bæjarstjórn, sbr. 3.tl. 1.mgr. 14.gr. samþykktar um stjórn Garðabæjar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).