Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
34. (2041). fundur
27.09.2022 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason varaformaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri, Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2209480 - Smáraflöt 41 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Hólmari Erni Eyjólfssyni, kt. 060890-3159. leyfi til byggja við núverandi einbýlishús við Smáraflöt 41.
2. 2206285 - Lambamýri 1-3 (MHL 06) - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Húsbygg ehf., kt. 630210-1430, leyfi til að byggja fjölbýlishús með 10 íbúðum og verslunar- og þjónusturými á 1. hæð við Lambamýri 1-3.
3. 2209418 - Erindi Guðna Pálssonar varðandi niðurfellingu fasteignagjalda, dags. 20.09.22.
Bæjarráð samþykkir með vísan til heimildar í 5. mgr. 19. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 að fella niður álagðan fasteignaskatt árið 2022 að fjárhæð kr. 160.116 af einbýlishúsinu að Litlabæjarvör 4. Friðlýsing hússins var samþykkt af ráðherra með bréfi, dags. 3. nóvember 2021.
4. 2209452 - Erindi Kristmundar Carter um afnot af opnu svæði við Kjarrmóa.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra.
5. 2209450 - Bréf Skógræktarfélags Íslands varðandi ályktun aðalfundar um Græna stíginn og skipulagsáætlanir sveitarfélaga, dags. 21.09.22.
Bæjarráð vísar bréfunum til umfjöllunar í skipulagsnefnd og umhverfisnefnd.
Bréf með ályktun_Græni stígurinn_Sveitarfélögin_Garðabær.pdf
Bréf með ályktun_Skipulag og framkvæmdarleyfi_Sveitarfélögin.pdf
6. 2205414 - Fundargerð 4. fundar stefnuráðs byggðasamlaganna, dags. 13.09.22.
Lögð fram og rædd.
Stefnuráð byggðasamlaganna - 4.pdf
7. 2209223 - Bréf Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. varðandi úthlutun lóða á Hnoðraholti, dags. 12.09.22.
Bæjarráð vísar bréfinu til bæjarstjóra og felur honum að ræða við bréfritara þegar ákvörðun um úthlutun lóða á Hnoðraholti liggur fyrir.
8. 2209469 - Bréf Norræna félagsins varðandi stuðning við 100 ára afmæli félagsins, dags. 08.09.22.
Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu bæjarstjóra.
Garðabær - gardabaer@gardabaer.is.pdf
9. 2204047 - Tilboð í byggingu dælustöðvar í Vetrarmýri.
Lögð fram að nýju eftirfarandi tilboð sem bárust í byggingu dælustöðvar fyrir vatnsveitu í Vetrarmýri.

Langeldur ehf. kr. 109.747.000
Fortis ehf. kr. 111.809.316
Stéttafélagið ehf. kr. 103.878.870

Kostnaðaráætlun kr. 77.797.950

Lagt fram minnisblað Juris ? lögmanna og Eflu ? verkfræðistofu þar sem fram kemur að lægstbjóðandi Stéttafélagið ehf. uppfylli skilyrði útboðsskilmála um að hafa reynslu af sambærilegu verki ef litið er til eðli verksins í heild, þ.e. mannvirkjagerð. Garðabær mun kalla eftir frekari upplýsingum um reynslu undirverktaka vegna lagnavinnu.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Stéttafélagsins ehf.. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er bæjarverkfræðingi falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
10. 2202487 - Bréf Magna lögmanna varðandi tillögu að bótum vegna vegagerðar, dags. 19.09.22.
Lagt fram.
11. 2209428 - Áskorun frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landssambandi eldri borgara varðandi álagningu fasteignagjalda, dags. 21.09.22.
Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.
Sameiginleg áskorun FA, Húsó, LEB 210922.pdf
12. 2209367 - Tillaga kjörnefndar að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026.
Lögð fram.
Tillaga að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026.pdf
13. 2209496 - Tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga um skráningu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, dags. 22.09.22.
Lögð fram.
14. 2203112 - Tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi ráðstefnuna "Samtaka um hringrásarhagkerfið, dags. 20.09.22.
Lögð fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).