Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
35. (2088). fundur
19.09.2023 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varamaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2306237 - Lautargata 5 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita NR5 ehf., kt. 551295-2499, leyfi til að byggja fjölbýlishús með 10 íbúðum að Lautargötu 5.
2. 2308347 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi erindi um gerð deiliskipulags fyrir íbúðarbyggð í landi Eyvindarholts
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að hafna umsókn landeiganda, að hluta Eyvindarholts, um gerð deiliskipulags fyrir íbúðarbyggð. Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi svæðisins sem hefur verið forkynnt ásamt tillögu að deiliskipulagi fyrir norðurnes Álftaness. Tillagan hefur ekki verið tekin til afgreiðslu í bæjarstjórn.
3. 2306516 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um skiptingu lóðarinnar við Garðprýði 3.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að hafna tillögu lóðarhafa að lóðinni við Garðprýði 3 um skiptingu lóðarinnar í tvær lóðir enda er það ekki í samræmi við meginstefnu skipulags svæðisins um stórar einbýlishúsalóðir.
4. 2309158 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts eystra vegna lóðarinnar við Hraunhóla 6.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga vegna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts eystra í tilefni umsóknar um að lóðinni við Hraunhóla 6 verði skipt í tvær einbýlishúsalóðir. Grenndarkynna skal tillöguna eigendum allra húsa við Hraunhóla og Lynghóla.
5. 2302672 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts vegna lóðanna við Þorraholt 2 og 4.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar frá fundi 14. september 2023, samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, um breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts vegna lóðanna við Þorraholt 2-4.

Tillagan var auglýst 19. apríl 2023 og var frestur til að gera athugasemdir við tillöguna til og með 2. júní 2023. Athugasemdir og umsagnir við tillögurnar voru lagðar fram á fundi skipulagsnefndar 29. júní 2023. Umsögn um athugasemdir liggur fyrir

Skipulagsnefnd leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á tillögunni en þær eru í samræmi við erindi úthlutunarhafa lóðanna og varða aðlögun að þeirri starfsemi sem fyrirhugað að starfrækja á lóðinni:
Hluti af bílageymslum neðanjarðar breytist í þjónusturými og þjónusturými á efsta hluta byggingarreits breytist í bílageymslur. Hæðir í efsta húsi verða þrjár í stað tveggja.
Hámarkshæð bygginga og hámarksbyggingarmagn í kynntri tillögu eru óbreytt.
Skipulagsnefnd telur að breytingar á tillögunni ekki þess eðlis að auglýsa þurfi tillöguna að nýju enda er um breytingar að ræða sem er að mestu neðanjarðar og er hluti þeirra umsvifa sem búast má við í kringum þjónustu og verslun með bíla.
Skipulagsnefnd tekur undir þá athugasemd að skoða þurfi gaumgæfilega með hvaða hætti gatnamót Vetrarbrautar og Þorraholts verði útfærð og vísar athugasemdinni til úrvinnslu hjá umhverfissviði og ráðgjöfum.
Athugasemdir og umsagnir kalla ekki að öðru leyti á breytingar á auglýstri tillögu.

Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

6. 2309247 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Molduhrauns vegna lóðanna við Suðurhraun 1 og 3.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga vegna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Molduhrauns í tilefni umsóknar um breytt lóðarmörk lóðanna við Suðurhraun 1 og 3. Grenndarkynna skal tillöguna eigendum Miðhrauns 20 og 22, Suðurhrauns 2, 4, 6, 10, og 12a og Vesturhrauns 1, 3, og 5.
7. 2309232 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi drög að viðauka við eigendasamkomulag vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi, dags. 11.09.23.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
8. 2305462 - Tilkynning frá Jafnréttisstofu varðandi landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga 2023, dags. 12.09.23.
Í tilkynningunni kemur fram að Jafnréttisstofa boðar til rafræns kynningarfundar um jafnréttismál sveitafélaga þriðjudaginn 10. október 2023 kl. 13:00-14:00.
9. 2009072 - Viðauki við samning um sorphirðu í Garðabæ.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja samning við Íslenska gámafélagið um sorphirðu í Garðabæ.
10. 2309257 - Erindi frá Hafnarfjarðarbæ varðandi umsögn um tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna breytinga á legu Hamraneslínu 1 og 2.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.
11. 2309321 - Tilkynning frá mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna umræðu um hinsegin- og kynfræðslu.
Bæjarráð tekur undir sjónarmið ráðuneytisins varðandi mikilvægi þess að í skólastarfi sé tryggt að fram fari fræðsla um kynheilbrigði, mannréttindi og kynjajafnarétti. Undir það fellur meðal annars kynfræðsla, fræðsla um hinsegin málefni og fræðsla um fordóma og mismun. Bæjarráð leggur áherslu á rétt barna samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna til menntunar, heilsuverndar, verndar gegn ofbeldi og upplýsinga um málefni sem þau varða. Bæjarráð lýsir yfir stuðningi við góða og vandaða hinsegin- og kynfræðslu í skólakerfinu þar sem tekið er tillit til aldurs og þroska barna með farsæld, velferð, heilbrigði og hag þeirra að leiðarljósi

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).