Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
1. (2054). fundur
06.01.2023 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason varaformaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2110244 - Holtsvegur 20 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir leikskóla.
Sviðsstjóri umhverfissviðs og skipulagsstjóri gerðu grein fyrir breyttum teikningum af byggingu leikskólans og deiliskipulagsskilmálum lóðarinnar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita umhverfissviði Garðabæjar leyfi til að byggja fimm deilda leikskóla að Holtsvegi 20. Leyfið kemur í stað áður útgefins leyfis fyrir byggingu sex deilda leikskóla sem var fellt úr gildi með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 16. desember 2022.

Í leyfinu felst sú breyting að gert er ráð fyrir að leikskólinn verði fimm deilda í stað sex deilda og einnar hæðar en samkvæmt fyrra leyfi var hluti byggingarinnar tvær hæðir.
Byggingarleyfi-bæjarráð, Holtsvegur 20 (i).pdf
Undirritað byggingarleyfi.pdf
A1_Holtsvegur 20 - Brunastimpill.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).