Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
16. (894). fundur
18.11.2021 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir . Sigríður Hulda Jónsdóttir . Sigurður Guðmundsson . Gunnar Valur Gíslason . Jóna Sæmundsdóttir . Almar Guðmundsson . Gunnar Einarsson . Guðfinnur Sigurvinsson . Ingvar Arnarson . Harpa Þorsteinsdóttir . Valborg Ösp Á. Warén .

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.

Almar Guðmundsson, fyrsti varaforseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Fundargerð bæjarstjórnar frá 4. nóvember 2021 er lögð fram.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2111236 - Auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga.
Lögð fram eftirfarandi tillaga.

"Bæjarstjórn samþykkir að heimilað verði að nota fjarfundarbúnað á fundum bæjarstjórnar, bæjarráðs og nefnda sveitarfélagsins og víkja frá skilyrði í 2 mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga um framkvæmd fjarfunda.
Bæjarstjórn samþykkir að fundargerðir verði lesnar upp í lok fundar og samþykktar. Fundargerðir skulu sendar fundarmönnum með tölvupósti og undirritaðar með rafrænum undirskriftum, sbr. c. liður 8. gr. auglýsingar um leiðbeiningar um ritun fundargerða nr. 1181/2021, sbr. 7. gr. auglýsingar um framkvæmd fjarfunda í sveitarstjórn nr. 1182/2021
Samþykkt þessi er gerð með vísan til auglýsingar um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga nr. 1273/2021."

Tillagan samþykkt samhljóða.
2. 2111008F - Fundargerð bæjarráðs frá 9/11 ´21.
Ingvar Arnarson, ræddi 15. tl., bréf Siglingaklúbbsins Vogs um bætta aðstöðu í Arnarvogi.

Gunnar Einarsson, ræddi 2. tl., fjárhagsáætlun Garðabæjar árið 2022.

Sigurður Guðmundsson, ræddi 14. tl., bréf Minjaverndar varðandi endurbyggingu yfirlæknishúss að Vífilsstöðum og 15. tl., bréf Siglingaklúbbsins Vogs um bætta aðstöðu í Arnarvogi.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 10. tl., bréf foreldrafélags Álftanesskóla varðandi framkvæmdir á skólalóð Álftanesskóla.

Áslaug Hulda Jónsdóttir. ræddi 10. tl., bréf foreldrafélags Álftanesskóla varðandi framkvæmdir á skólalóð Álftanesskóla, 15. tl., bréf Siglingaklúbbsins Vogs um bætta aðstöðu í Arnarvogi og 16. tl., erindi TH varðandi útisafn með víkingaþema á höfuðborgarsvæðinu.

Gunnar Valur Gíslason, ræddi 4. tl., Kumlamýri - úthlutun lóða og sölu byggingarréttar.

Gunnar Einarsson, ræddi 16. tl., erindi TH varðandi útisafn með víkingaþema á höfuðborgarsvæðinu og 4. tl., Kumlamýri - úthlutun lóða og sölu byggingarréttar.

Fundargerðin sem er 17 tl., er samþykkt samhljóða.
3. 2111022F - Fundargerð bæjarráðs frá 16/11 ´21.
Gunnar Einarsson, ræddi 9. tl., starfsemi leikskóla Garðabæjar.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 9. tl., starfsemi leikskóla Garðabæjar.

Sigurður Guðmundsson, ræddi 9. tl., starfsemi leikskóla Garðabæjar.

Harpa Þorsteinsdóttir ræddi 9. tl., starfsemi leikskóla Garðabæjar.

Fundargerðin sem er 12 tl., er samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla mála.
 
2006130 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar árið 2021 - Viðauki 5.
 
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2021 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

„Á fundi bæjarráðs þann 6. júlí sl. var samþykkt hækkun á gjaldskrá fyrir skólamat, með gjaldskrárhækkuninni hækkar niðurgreiðsla bæjarins með skólamat um 4 m.kr.
Skólamatur grunnskóla 4.000.000 04030-9177

Nýr leikskóli í rekstri Garðabæjar frá haustmánuðum 2021. Laun, leiga og annar rekstrarkostnaður
Mánahvoll 44.000.000 04122-

Fleiri börn hjá dagforeldrum en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir og hækkun á framlögum til dagforeldra sbr. samþykkt bæjarráðs 12.10. sl.
Dagforeldrar 9.000.000 04170-9173

Vegna vinnu við stafræna þróun á vegum Sambands ísl. sveitarfélaga og Garðabæjar sbr. kynningar í bæjarráði, þarf að bæta við fjárhagsáætlun 12 m.kr.
Stafræn þróun 12.000.000 21400-

Vegna sumarátaksvinnu ungs fólks þarf að bæta við fjárhagsáætlun ársins þar sem fjöldi ungmenna varð meiri en áætlun gerði ráð fyrir, allir fengu starf, sbr. kynning mannauðsstjóra í bæjarráði.
Sumarátaksvinna ungs fólks 96.000.000 11330-
Sumarátak stutt með þátttöku Vinnumálastofnunar 6.000.000 11340-

Fjármögnun viðauka
Viðauka er mætt með hækkun á staðgreiðslu útsvars.

Staðgreiðsla 171.000.000 00010-0021“
 
4. 2111009F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 9/11 ´21.
Fundargerðin lögð fram.
5. 2111014F - Fundargerð samráðshóps um málefni fatlaðs fólks, frá 11/11 ´21.
Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi 2. tl., aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða.

Fundargerðin lögð fram.
6. 2111013F - Fundargerð umhverfisnefndar frá 12/11 ´21.
Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 5. tl., mengunarmælingar og 6. tl., loftslagsstefnu Garðabæjar.

Ingvar Arnarson, ræddi 5. tl., mengunarmælingar og 6. tl., loftslagsstefnu Garðabæjar.

Sigurður Guðmundsson, ræddi 2. tl., starfsskýrslu Skógræktarfélags Garðabæjar

Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi 6. tl., loftslagsstefnu Garðabæjar.

Gunnar Einarsson, ræddi 2. tl., starfsskýrslu Skógræktarfélags Garðabæjar.

Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 5. tl., mengunarmælingar, 6. tl., loftslagsstefnu Garðabæjar, 2. tl., starfsskýrslu Skógræktarfélags Garðabæjar og 3. tl., ársskýrslu Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi 6. tl., loftslagsstefnu Garðabæjar.

Gunnar Einarsson, ræddi að nýju 2. tl., starfsskýrslu Skógræktarfélags Garðabæjar.

Fundargerðin lögð fram.
7. 2101346 - Fundargerð stjórnar SSH frá 1/11 ´21.
Fundargerðin lögð fram.
8. 2102176 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 15/10 ´21.
Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 1. tl., fjárhagsáætlun og gjaldskrá Sorpu bs. fyrir árið 2022.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi 1. tl., fjárhagsáætlun og gjaldskrá Sorpu bs. fyrir árið 2022.

Fundargerðin lögð fram.
9. 2101300 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29/10 ´21.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 4. tl., fjárhags- og starfsáætlun Strætó bs. fyrir árin 2022 - 2026 og 5. tl., stöðu jafnréttismála og jafnlaunavottun.

Fundargerðin lögð fram.
10. 2101004 - Kosning fulltrúa í stjórn Hönnunarsafns Íslands og skólanefnd Tónlistarskóla Garðabæjar.
Gunnar Einarsson lagði fram tillögu um að kjósa Margréti Gunnlaugsdóttur, Árakri 11, sem aðalfulltrúa í stjórn Hönnunarsafns Íslands í stað Kristínar Björgvinsdóttur, sem flutt er úr bænum.

Þá lagði Gunnar fram tillögu um að kjósa Unni B. Johnsen, Lækjarfit 6, sem aðalfulltrúa í skólanefnd Tónlistarskóla Garðabæjar í stað Sigrúnar Gísladóttur, sem er látin og Sigríði Indriðadóttur, Bæjargili 120, sem varafulltrúa í stað Unnar sem nú verður aðalfulltrúi.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framkomnar tillögur.
11. 2111246 - Tillaga Garðabæjarlistans um átak til að fjölga félagslegu leiguhúsnæði í Garðabæ.
Ingvar Arnarson kvaddi sér hljóðs og gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu.

„Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir að ráðast í átak til að fjölga félagslegum leiguíbúðum með því að auka fjárveitingu til kaupa á íbúðum í 450 milljónir fyrir árið 2022, í 350 milljónir fyrir árið 2023 og 350 milljónir fyrir árið 2024. Einnig samþykkir bæjarstjórn að leita leiða til að fjölga lóðum fyrir óhagnaðardrifin leigufélög í Garðabæ.“

Greinargerð
Í ljósi þess að fjölgað hefur á biðlistum eftir félagslegu leiguhúsnæði, fáir fengið úthlutað og lítið verið bætt við af íbúðum í eigu bæjarins er nauðsynlegt að bregðast við. Í úttekt Kjarnans frá 2018 á félagslegu leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu kemur meðal annars fram að í Reykjavík eru tæplega 20 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa og í Kópavogi eru þær tæplega 13. Í Hafnarfirði eru þær um átta. Einnig kemur fram í úttektinni að þrjú sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taki mun minni þátt í því að sjá þurfandi fólki fyrir félagslegu húsnæði. Í Garðabæ voru tæplega tvær félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa, í Mosfellsbæ voru tæplega þrjár á hverja þúsund íbúa og á Seltjarnarnesi um 3,5 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa.
Síðan 2018 hefur íbúum Garðabæjar fjölgað og lítið verið bætt við af félagslegu leiguhúsnæði, þannig að út frá núverandi gögnum á Garðabær ca. 1,6 íbúðir á hverja þúsund íbúa árið 2021.

Gunnar Einarsson, tók til máls um framkomna tillögu og lagði til að henni verði vísað til bæjarráðs.

Gunnar Valur Gíslason, tók til máls um framkomna tillögu.

Almar Guðmundsson, tók til máls um framkomna tillögu.

Harpa Þorsteinsdóttir, tók til máls um framkomna tillögu.

Ingvar Arnarson, tók til máls að nýju um framkomna tillögu.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögunni til bæjarráðs.
12. 2106536 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2022 - Tillaga um álagningarhlutfall útsvars.
Gunnar Einarsson gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu um álagningu útsvars á árinu 2022.

„Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir að álagningarhlutfall útsvars verði 13,70% á tekjur manna á árinu 2022 samkvæmt heimild í 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, sbr. 24. gr. laganna.
Samþykkt bæjarstjórnar skal tilkynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrir 15. desember 2021 samkvæmt 2. mgr. 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.“

Tillagan samþykkt samhljóða.
13. 2111123 - Tillaga að breytingum á samþykktum Garðabæjar
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu að breytingum á samþykktum um stjórn Garðabæjar og lagði til að tillögunni verði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).