Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
23. (1931). fundur
16.06.2020 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Björg Fenger aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Bergljót K Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1908136 - Hörgslundur 5 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Dóru Margréti Bjarnadóttur, kt. 200856-5979, leyfi fyrir viðbyggingu við núverandi einbýlishús að Hörgslundi 5.
2. 1912336 - Hraungata 16 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Hrafnhildi Hjartardóttur, kt. 110381-5499, leyfi til að byggja einbýlishús að Hraungötu 16.
3. 2006151 - Tilkynning úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um kæru á ákvörðun bæjarstjórnar varðandi deiliskipulag fyrir Lundahverfi, dags. 08.06.20.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gæta hagsmuna bæjarins í málinu.

Kæra deiliskipulags Lundahverfis 050620.pdf
4. 2006210 - Tilkynning kærunefndar útboðsmála um kæru varðandi val á tilboði í örútboði vegna kaupa á húsgögnum fyrir Álftanesskóla, dags. 10.06.20.
Bæjarráð samþykkir að fela Ríkiskaupum að gæta hagmuna bæjarins í málinu.
kaeraloka.pdf
5. 2006182 - Drög að samstarfssamningi Garðabæjar og Klifsins.
Fram kom ábending um að bæta við ákvæði til að tryggja að mætt sé þörfum barna og ungmenna með fatlanir í samræmi við stefnu bæjarins í málefnum fatlaðs fólks. Jafnframt að fram komi að starfsemi Klifsins taki mið af ákvæðum í jafnréttisáætlun Garðabæjar.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja endurnýjun samstarfssamning við Klifið með ofangreindum viðbótum.
6. 1912151 - Kynning heilbrigðiseftirlitsins á drögum að viðbragðsáætlun um loftgæði, dags. maí 2020.
Lögð fram og vísað til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
Viðbragðsáætlun um verndun loftgæða (HHGK), 5.2020 .pdf
7. 2006176 - Bréf Skátanna um samstarf og stuðning við rekstur útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni, dags. 03.06.20.
Bæjarráð vísar bréfinu til bæjarstjóra.
Beiðni um samstarf við Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni.pdf
8. 2006233 - Bréf Klúbbsins Geysis um styrk, dags 09.06.20.
Bæjarráð samþykkir að veita Klúbbnum Geysi styrk að fjárhæð kr. 100.000.
9. 2006232 - Bréf umboðsmanns Alþingis varðandi upplýsingar um eineltisáætlanir skóla, dags. 09.06.20.
Bæjarráð felur fræðslu- og menningarsviði að leggja fram umbeðnar upplýsingar.

10. 2001001 - Kjörskrá vegna forsetakosninga 27. júní 2020.
Bæjarritari lagði fram eintak af kjörskrá fyrir Garðabæ vegna forsetakosninga sem fram eiga að fara 27. júní 2020. Á kjörskrá eru samtals 12.757 kjósendur. Í íþróttahúsinu Mýrinni er fjöldi kjósenda 10.712 og í Álftanesskóla 2.045. Kjósendum hefur fjölgað um 1.527 frá síðustu forsetakosningum 2016 eða um 13,5%. Bæjarráð staðfestir með vísan til 22. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, sbr. lög um framboð og kjör forseta Íslands nr. 36/1945 kjörskrá Garðabæjar til að gilda við forsetakosningar 27. júní 2020. Kjörskráin skal auglýst og liggja frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Garðabæjar í Ráðhúsinu við Garðatorg frá 16. júní til kjördags.

11. 1808087 - Staða framkvæmda við fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við fjölnota íþrótthús.

12. 2006237 - Drög að samkomulagi UNICEF á Íslandi, félagsmálaráðuneytisins og Garðabæjar um framkvæmd verkefnisins "barnvæn sveitarfélög".
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja samkomulagið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).