Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
32. (2085). fundur
29.08.2023 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason varaformaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2308538 - Árshlutareikningur Garðabæjar 30.06.2023.
Á fund bæjarráð mætti Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri og gerði grein fyrir árshlutauppgjöri Garðabæjar fyrir tímabilið janúar - júní 2023. Niðurstaða A og B - hluta fyrir tímabilið í þkr. Rekstrartekjur 12.037.320. Rekstrargjöld 10.781.160. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir 1.256.161. Afskriftir (756.099) Rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og -gjalda 500.062. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld (1.171.741). Rekstrarniðurstaða - neikvæð - (671.679).

Fjármálastjóri lagði fram minnisblað með skýringum og upplýsingum.
Garðabær Árshlutauppgjör 1.1.-30.06.2023.pdf
Árshlutareikningur Garðabæjar 30.06.2023_Minnisblað.pdf
2. 2306458 - Bæjargil 122 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Gunnari Erni Jónssyni, kt. 261181-5689, leyfi til að byggja við og rífa glerskála við núverandi einbýlishús að Bæjargili 122.
3. 1911410 - Dýjagata 3 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Diana Tik Yan Poon, kt. 230384-5339, leyfi til að til að stækka sólskála við einbýlishúsið að Dýjagötu 3.
4. 2305443 - Steinprýði 13 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir að afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Mark-húsum ehf., kt. 640206-2170, leyfi til að byggja einbýlishús að Steinprýði 13.
5. 2306198 - Tilboð í vetrarþjónustu göngu- og hjólaleiða í Garðabæ 2023-2026.
Á fundi bæjarráðs 15. ágúst sl. voru lögð fram eftirfarandi tilboð bárust í vetrarþjónustu göngu- og hjólreiðastíga í Garðabæ 2023-2026.

Colas Ísland hf. kr. 77.850.000.
Stjörnugarðar ehf. kr. 44.550.000.
Garðlist ehf. kr. 57.450.000.

Kostnaðaráætlun kr. 80.665.000.

Tilboðin hafa verið til yfirferðar sem ekki er lokið. Afgreiðslu er frestað.
6. 2308471 - Tilkynning frá innviðaráðuneytinu varðandi drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga í samráðsgátt.
Lögð fram tilkynning frá innviðaráðuneytinu varðandi drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga sem birt hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin hafa það að markmiði að einfalda og minnka umfang íbúakosninga og veita sveitarfélögum meira vald hvað kosningarrétt varðar í ráðgefandi íbúakosningum. Frestur til að senda ábendingar er til og með 1. september nk.
7. 2308615 - Úttekt á stjórnskipulagi Garðabæjar 2023.
Bæjarstjóri kynnti tillögu um að leita til ARCUR ehf. varðandi ráðgjöf um úttekt á stjórnskipulagi Garðabæjar með það að markmiði að rýna virkni stjórnskipulags Garðabæjar með áherslu á stoðþjónustu og meta þörf fyrir breytingar. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að greinargerð um niðurstöður liggi fyrir um miðjan október 2023.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri gangi til samninga við ARCUR ehf. um ráðgjöf vegna rýni á stjórnskipulagi Garðabæjar.
Garðabær - úttekt á skipulagi v2.pdf
8. 2308415 - Bréf Guðjóns Erlings Friðrikssonar um lausn frá starfi bæjarritara, dags. 25.08.23.
Lagt fram bréf Guðjóns Erlings Friðrikssonar, um lausn frá starfi bæjarritari með sex mánaða fyrirvara frá og með næstu mánaðarmótum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).