Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
45.(2098). fundur
28.11.2023 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason varaformaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varamaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2206112 - Fjárhagsáætlun 2023 - Viðauki nr. 2.
Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri kom á fund bæjarráðs og gerði grein fyrir eftirfarandi viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2023.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2023 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Viðauki 2.
1. Rekstrarútgjöld

a) Launakostnaður vegna kjarasamningshækkana
Launahækkanir vegna áhrifa kjarasamninga á árinu 2023 nema um 650 m.kr.
Varasjóður gerði ráð fyrir 400 m.kr.

Launahækkanir skv. breytingum á kjarasamningum á árinu 650.000.000

Fjármögnun
Varasjóður -400.000.000
Útsvar -250.000.000

b) Fræðslumál
i. Aukin rekstrarkostnaður stofnana vegna viðgerða við rakaskemmdir 75.000.000
Viðbótarrekstrarkostnaður allra stofnana þar sem mygla hefur mælst
er um 75 m.kr. um er að ræða ýmsar rekstrarvörur svo sem hreinlætisvörur, þrif
og ýmsan smávægilegan búnað sem ekki er eignfærður.

ii Sjálfstætt starfandi skólar 160.000.000
Vegna kjarasamningsbreytinga á árinu og fjölgunar nemenda í Alþjóðaskólanum
þarf að bæta við fjárhagsáætlun um 160 m.kr. Framlög til sjálfstætt starfandi skóla
sem starfræktir eru í Garðabæ nema skv. fjárhagsáætlun 2023 1.755 m.kr.
iii. Námsvistargjöld í sérskólum 64.000.000
Vegna samþykkta um fjölgun barna í Klettaskóla þarf að bæta við fjármagni
Á árinu 2023 bættust við sex börn frá Garðabæ í skólann.

iv. Frístund í sérskólum 37.000.000
Vegna fjölgunar barna með stuðning í sérskólum á árinu þarf að bæta
við fjármagni til að standa straum af auknum kostnaði. Einnig er fjölgun
barna í sjálfstætt starfandi skólum sem eru í frístund.

v. Biðlistagreiðslur
Fleiri foreldrar hafa notið foreldragreiðslna á árinu en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. 32.000.000

Fjármögnun
Byggingarréttur -368.000.000

c) Annað:
i. Snjómokstur
Vegna mikils kostnaðar við snjómokstur og hálkuvarnir á fyrri hluta ársins þarf 100.000.000
að bæta við fjármagni til verkefnisins.
Snjómokstur síðustu 5 ár hefur sveiflast frá því að vera frá 117 m.kr. til 215 m.kr.

ii. Fjármagnsgjöld 600.000.000
Kostnaður vegna fjármagnsgjalda er um 600 m.kr. hærri en áætlun gerir ráð fyrir
vegna hærri verðbólgu en spár gerðu ráð fyrir.

Fjármögnun:
Byggingarréttur -700.000.000

2. Framkvæmdir
i. Eignfærður framkvæmdakostnaður vegna endurbóta við skólahúsnæði 1.050.000.000
Framkvæmdakostnaður umfram 600 m. kr. viðhalds sem þegar var á áætlun er
um 1.050.000.000 kr.

ii. Miðgarður 55.000.000
Uppgjör vegna framkvæmda við Miðgarðs sbr. samkomulag lagt fram í bæjarráði
3.10.2023

Fjármögnun
Byggingarréttur 1.105.000.000

2. 2307150 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2024 (2024-2027).
Sviðsstjóri umhverfissviðs gerði grein fyrir tillögu að gjaldskrá sorpgjalds sem byggir á að því að íbúar greiði samkvæmt gjaldskrá sem næst raunkostnað fyrir þjónusta við losun heimilsúrgangs, sbr. lög 103/2021 um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir drögum að framkvæmdaáætlun fyrir ári 2024-2027 og tillögum að hagræðingu í fjárhagsáætlun 2024 samtals að fjárhæð 500 mkr.

Í fjarveru sviðsstjóra velferðarsviðs fór bæjarstjóri yfir tillögur sviðsins að hagræðingu. Sviðsstjóri umhverfissviðs og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs mgerðu grein fyrir tillögum sinna sviða að hagræðingu.

Gert er ráð fyrir að á fundi bæjarráðs 5. desember nk. verði lagðar fram tillögur að breytingum ásamt frumvarpi að fjárhagsáætlun með breytingum. Síðari umræða um fjárhagsáætlun er fyrirhuguð á fundi bæjarstjórnar 7. desember nk.

Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
3. 2304477 - Tilboð í byggingarrétt lóða á Hnoðraholti.
Á fundi bæjarráðs sem haldinn var 21. nóvember 2023 voru opnuð tilboð í lóðir í 2. áfanga norðurhluta Hnoðraholts.

Alls bárust 809 tilboð sem skiptust þannig.
Tilboð í fjölbýlishúsalóðir 103
Tilboð í par/raðhúsalóðir 215
Tilboð í einbýlishúsalóðir 491

Bæjarráð samþykkir að taka tilboðum þar sem lagt er til grundvallar hæsta verð í samræmi við úthlutunar- og söluskilmála. Tilboðin eru samþykkt með fyrirvara um að tilboðsgjafar uppfylli öll skilyrði um hæfi samkvæmt 5. tl. í úthlutunar- og söluskilmálum og 3. gr. úthlutunarreglna.

Bæjarráð samþykkir veita bæjarstjóra umboð til að samþykkja tilboð í lóðir í þeim tilvikum sem tilboðsgjafar falla frá tilboðum sínum eða uppfylla ekki hæfisskilyrði. Skal þá lagt til grundvallar að taka tilboðum frá þeim aðilum sem næstir eru í röðinni hvað varðar tilboðsverð, enda séu uppfyllt skilyrði í úthlutunar- og söluskilmálum.
4. 2302465 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi grenndarkynningu vegna staðsetningar á farsímamastri.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að umsókn um byggingarleyfi fyrir 12 metra farsímamastur við Jörfaveg vestan Fálkastígs verði grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin skal ná til íbúa og hagsmunaaðila á norðurnesi Álftaness.
5. 2306582 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu á deiliskipulagi Helguvíkur vegna staðsetningar á farsímamastri.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi Helguvíkur vegna staðsetningar á 12 metra farsímamastri á horni Suðurnesvegar og Höfðabrautar (hjá grenndargámastöð). Vekja skal athygli á auglýsingunni með dreifibréfi í aðliggjandi hús.
6. 2203672 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi skipulag íbúðarbyggðar á Hleinum.
Lagt fram minnisblað skipulagsstjóra varðandi mögulega uppbyggingu íbúðarbyggðar á Hleinum.
7. 2311304 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts vegna lóðarinnar við Útholt 14.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um óverulega breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts er varðar lóðina við Útholt 14, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í tilfærslu á bílastæðum innan lóðar. Grenndarkynna skal tillöguna lóðarhöfum við Útholt 12, 25, 27 og 41, Stekkholts 1 og 2 og Vorbrautar 7 og 9.
8. 2302193 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts vestra (Ásahverfi) vegna staðsetningar farsímamasturs.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts vestra (Ásahverfis) vegna staðsetningar á 12 metra farsímamastri á opnu svæði vestan við Stórás og austan Ásabrautar. Vekja skal athygli á auglýsingunni með dreifibréfi í aðliggjandi hús.
9. 2311158 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi fjárhagsáætlun Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2024, dags. 07.11.23.
Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
10. 2311417 - Bréf samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi starfs- og fjárhagsáætlun SSH 2024, dags. 16.11.23.
Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
11. 2311481 - Bréf UMF-Stjörnunnar varðandi afnot af íþróttahúsinu Mýrinni fyrir þorrablót 2024, dags. 26.10.23.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjóra.
12. 2311397 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.), 468. mál, dags. 17.11.23.
Lagt fram.
13. 2311515 - Tilkynning frá innviðaráðuneytinu varðandi tillögu til þingsályktunar um húsnæðisstefnu ásamt fimm ára aðgerðaráætlun, dags. 24.11.23.
Í tilkynningunni kemur fram að innviðaráðherra hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).