Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
36. (1944). fundur
15.09.2020 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Björg Fenger aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2001444 - COVID19 - hættustig almannavarna.
Bæjarstjóri sagði frá fundi almannavarna sl. föstudag og fór nánar yfir helstu áherslur sem fram komu á fundinum. Bæjarstjóri kynnti samantekt frá samráðsfundi sem haldinn var undir heitinu „að lifa með veirunni“.

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sagði frá stöðu mála í skólunum.

Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi sat fund bæjarráðs undir dagkrárliðum 1 og 2.
2. 2006130 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar árið 2021 (2021-2024).
Á fund bæjarráðs kom Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri og gerði grein fyrir vinnu við undirbúning fjárhagsáætlunar og kom fram að verið er að ganga frá vinnugögnum og öðrum upplýsingum sem send verða til forstöðumanna. Fjármálastjóri gerði grein fyrir innheimtu útsvars á árinu í samanburði við árið 2019 og fjárhagsáætlun ársins. Hann kynnti yfirlit um spá fjármálastjóra á höfuðborgarsvæðinu um breytingar á tekjum ársins í samanburði við fjárhagsáætlun.

Sagt var frá því að í undirbúningi er að setja tengla á vef Garðabæjar til að bæjarbúar og aðrir geti sent ábendingar og komið með tillögur um aðgerðir til hagræðingar.
3. 1808087 - Fjölnota iþróttahús í Vetrarmýri - staða framkvæmda.
Á fund bæjarráðs kom Guðbjörg Brá Gísladóttir, deildarstjóri umhverfis- og framkvæmda og gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri.
4. 1809281 - Yfirlit frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga.
Lagt fram yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnti í september 2018.

5. 2008317 - Maríugata 2 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Þórsþingi ehf., kt.640817-1510, leyfi til að byggja raðhús að Maríugötu 2.
6. 2008309 - Maríugata 4 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Þórsþingi ehf., kt.640817-1510, leyfi til að byggja raðhús að Maríugötu 4.
7. 2008307 - Maríugata 6 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Þórsþingi ehf., kt.640817-1510, leyfi til að byggja raðhús að Maríugötu 6.
8. 1710301 - Haukanes 15 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Ágústi Birgissyni, kt. 300465-2939, leyfi fyrir viðbyggingu við núverandi hús að Haukanesi 15.
9. 2007128 - Bakkaflöt 2 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir að veita Bjarna Benediktssyni, kt. 260170-5549, leyfi fyrir byggingu útigeymslu, útisturtu og gróðurhúsi á lóð hússins að Bakkaflöt 2.
10. 1804367 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030-Vífilsstaðaland.
Lögð fram.
11. 2008336 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna svæðis 5.04 Vþ í Urriðaholti.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að kynna samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulaglaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna svæðis á 5.04 Vþ í Urriðaholti fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt. Einnig skal tillagan kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga og svæðisskipulagsnefnd. Tillagan skal jafnframt kynnt öðrum sveitarfélögum sem kunna að eiga hagsmuna að gæta vegna skipulagsins.
12. 1811125 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi deiliskipulag 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að kynna samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt. Kynningin skal auglýst með áberandi hætti.
13. 2006070 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Hraungötu 12.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að hafna umsókn um breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar að Hraungötu 12, þar sem farið er fram á stækkun byggingarreits vegna rýmis neðanjarðar.
14. 2007640 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Akrahverfis vegna lóðarinnar við Frjóakur 9.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Akrahverfis í tilefni umsóknar um stækkun og opnun á kjallararými o.fl. í einbýlishúsinu að Frjóakri 9, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga. Grenndarkynna skal eigendum Frjóakurs 7 og 10 og Byggakurs 18, 20, 22 og 24.

Lagt fram bréf Ólafs Kjartanssonar, lögmanns, dags. 14. september 2020 þar sem gerðar eru athugasemdir við afgreiðslu skipulagsnefndar að tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi.

Björg Fenger, vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
15. 2006153 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi erindi Lækjarkórs um heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir Sveinskotsreit.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að heimila Lækjarkór ehf. landeigenda lands úr Sveinskoti milli byggðar í Asparholti og hesthúsasvæðis Sóta að láta vinna tillögu að deiliskipulagi svæðisins á sinn kostnað samkvæmt 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga. Skipulagslýsing liggur fyrir.
16. 2005435 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts vestra vegna lóðarinnar við Brekkuás 2.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts vestra (Ásahverfis) samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. laganna. Í tillögunni er gert ráð fyrir að lóðin við Brekkuás 2 verði breytt úr leikskólalóð í lóð fyrir búsetukjarna fyrir fatlað fólk. (Samfélagsþjónusta)

Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
17. 2008275 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi austurhluta Urriðaholts vegna raðhúsalóðanna við Maríugötu 23-29.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi austurhluta Urriðaholts í tilefni umsóknar um breytingu þakhalla, hæðarkóta og legu bílastæða raðhúsalóðanna við Maríugötu 23-29, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga.
Grenndarkynna skal lóðarhöfum við Maríugötu 17-21, 26-28, 30-32, 31-37 og 34-40.
18. 2007394 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi austurhluta Urriðaholts vegna raðhúsalóðanna við Maríugötu 31-37.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi austurhluta Urriðaholts í tilefni umsóknar um breytingu á húsagerð, lóðarmörkum, byggingarreitum og lóðarstærðum raðhúsalóðanna við Maríugötu 31-37 sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga.
Grenndarkynna skal lóðarhöfum við Maríugötu 23-29, 30-32, og 34-40.
19. 1912270 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi þinglýsingu á landamerkjum lands Oddfellowa.
Lögð fram.
20. 2007239 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi 3. áfanga norðurhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Urriðaholtsstræti 42.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi 3. áfanga norðurhluta Urriðaholts samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. laganna. Í tillögunni er gert ráð fyrir að íbúðum í fjölbýlishúsinu við Urriðaholtsstræti 42 fjölgi úr 9 í 10.
Lóðarhafa skal bent á að við fjölgun íbúða kemur til greiðslu gjalds til uppbyggingar skóla- og íþróttamála samkvæmt samningi um uppbyggingu byggðar í Urriðaholti og nemur gjaldið kr. 858.356 á íbúð m.v. BVT 741,4 stig í september 2020 og gjaldfellur við útgáfu á byggingarleyfi.
21. 2003086 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi grenndarkynningu umsóknar um byggingarleyfi vegna framkvæmda á lóðinni við Lyngmóa 3.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að leyfa útgáfu byggingarleyfis samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna lokunar svala íbúða á 1 hæð og framkvæmda við pall við fjölbýlishúsið að Lyngmóum 3. Grenndarkynning hefur farið fram samkvæmt 2. mgr. sömu greinar og barst ein athugasemd þar sem vakin var athygli á að framkvæmdir væru þegar hafnar og af þeim stafi óþægindi og óþrifnaður.
22. 2009173 - Tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2020, dags. 08.09.20.
Í tilkynningunni kemur fram að fjármálaráðstefnan í ár verður með breyttu sniði í ljósi aðstæðna og verður hún alfarið á netinu dagana 1. og 2. október nk.
23. 2009147 - Tilkynning frá umhverfis - og auðlindaráðuneytinu varðandi aðgerðaráætlun í plastmálefnum. dags. 08.09.20.
Lögð fram og vísað til kynningar í umhverfisnefnd.
24. 1805129 - Tilkynning Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi samning um akstursþjónustu fatlaðs fólks, dags. 01.09.20.
Í tilkynningunni kemur fram að stjórn SSH hefur veitt Strætó bs. heimild til að undirrita samning við Hópbíla ehf. um sameiginlega akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.
25. 2009172 - Bréf Urriðaholts ehf. um leyfi til landmótunar í 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts, dags. 09.09.20.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að hafnar verði jarðvegsframkvæmdir og landmótun á lóðum í 4. áfanga norðurluta Urriðaholts og vísar í því sambandi til 2. mgr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Framkvæmdir við landmótun eru í samræmi við skilmála samkvæmt tillögu að deiliskipulagi sem hefur verið auglýst, skilmála aðalskipulags Garðabæjar og rammaskipulags um uppbyggingu í Urriðaholti.
26. 1902106 - Afgreiðsla umhverfisnefndar varðandi tillögu um friðlýsingu Garðahrauns og strandlengjunnar á Álftanesi.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu umhverfisnefndar um að leita eftir því við Umhverfisstofnun að strandlengja á Álftanesi og Garðahraun efra, það sem ekki er nú þegar friðlýst, fari í friðlýsingarferli.
27. 1909249 - Bréf Golfklúbbsins Odds varðandi endurskoðun á samstarfssamning, dags. 10.09.20.
Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 og til umfjöllunar íþrótta- og tómstundaráðs.
28. 2009163 - Bréf Píeta samtakanna um stuðning við starfsemina, dags. 01.09.20.
Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að leggja fram drög að samningi um stuðning við samtökin.
29. 2009121 - Tilkynning úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um kæru vegna veitingu byggingarleyfis á bílskúr við Aratún 36, dags. 07.09.20.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gæta hagsmuna bæjarins í málinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).