Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
18. (2166). fundur
13.05.2025 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.

Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2408525 - Ársreikningur Garðabæjar 2024 - endurskoðunarskýrsla
Lúðvík Hjalti Jónsson fjármálastjóri gerði grein fyrir skýrslu endurskoðenda varðandi ársreikning Garðabæjar fyrir árið 2024. Í skýrslunni er gerð grein fyrir framkvæmd endurskoðunar, helstu áherslum, niðurstöðum og öðrum mikilvægum atriðum.
Garðabær - Endurskoðunarskýrsla 2024.pdf
2. 2502527 - Steinprýði 2 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Hörpu Helgadóttur, kt. 060573-4849, leyfi fyrir byggingu á einbýlishúsi að Steinprýði 2.
3. 2505074 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Breiðamýri - Deiliskipulagsbreyting
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 8. maí 2025 vegna tillögu að breytingu deiliskipulags Breiðumýrar sem gerir ráð fyrir aðkomu og bílastæðum norðan við Lambamýri 1 til þess að bæta aðgengi að fyrirhuguðum fjölnota sal á jarðhæð.
Skipulagsnefnd mat tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Breiðumýrar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. sömu laga. Grenndarkynna skal eigendum eigna við Lambamýri.
4. 2505076 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Gásamýri 2-28 - Fyrirspurn til umhverfissviðs
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 8. maí 2025 varðandi fyrirspurn lóðarhafa um útfærslu á þakgerð einnar hæða raðhúsa, ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar.
Skipulagsnefnd telur að útfærslan samræmist markmiði deiliskipulagsins og gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. 3. mgr. sömu greinar hvað þá útfærslu varðar sem fylgir fyrirspurn.
5. 1405080 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Móar, endurskoðað deiliskipulag
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 8. maí 2025 varðandi tillögu að deiliskipulagi Móa ásamt skýrslu Eflu um umferðarmál innan svæðisins. Tillagan gerir ráð fyrir því að gatan Hrísmóar verði lokuð framan við Hrísmóa 13 að vestanverðu og framan við Hrísmóa 3 að austanverðu. Ný tenging komi frá Bæjarbraut norðan við Garðatorg 2 og þar yrði aðkoma að Miðbæ og að Hrísmóum 1, 6, 8 og 10.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Boða skal til almenns kynningarfundar á meðan á forkynningu stendur og er stefnt að því að hann verði haldinn í maímánuði.
Skipulagsnefnd fól umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum að útfæra vöruaðkomu norðan við Garðatorg 1 með ítarlegri hætti en tillagan gerir ráð fyrir og með áherslu á öryggi vegfarenda.
6. 2406836 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Miðbær, svæði I og II, Garðatorg 1, deiliskipulagsbreyting.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 8. maí 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Miðbæjar sem gerir ráð fyrir byggingarreit fyrir 6 hæða fjölbýlishúsi á lóðinni Garðatorg 1 og breyttri útfærslu á byggingarreit á lóð H, við austurenda yfirbyggðrar göngugötu, ásamt byggingarreit ofan á fremri hluta núverandi húss við Garðatorg 1, sem snýr út að torgi. Tillagan er unnin að hálfu fasteignafélagsins Heima sem er lóðarhafi Garðatorgs 1.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Boða skal til almenns kynningarfundar á meðan á forkynningu stendur og er stefnt að því að hann verði haldinn maímánuði.
Skipulagsnefnd fól umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum að útfæra vöruaðkomu norðan við Garðatorg 1 með ítarlegri hætti en tillagan gerir ráð fyrir og með áherslu á öryggi vegfarenda.
7. 2504479 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Markarflöt 41 - Deiliskipulagsbreyting Flata
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 8. maí 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Flata sem nær til einbýlishúslóðarinnar Markarflatar 41. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits um 1,7 m til austurs á um 8 metra kafla vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar.
Skipulagsnefnd mat tillöguna sem óverulega breytingu deiliskiplags Flata í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði henni til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. sömu laga. Grenndarkynna skal eigendum Markarflatar 39, 43, 45 og 47.
8. 2410218 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Móaflöt 51 - Dsk. br. Flata
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 8. maí 2025 varðandi fyrirspurn um útfærslu á viðbyggingu við endaraðhús að Móaflöt 51.
Skipulagsnefnd mat útfærsluna sem óverulega breytingu deiliskipulags Flata í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. sömu laga.
Grenndarkynna skal eigendum raðhúslengjanna Móaflatar 29-39, Móaflatar 41-51 og Móaflatar 53-59.
9. 2503226 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Hnoðraholt Norður, dsk breyting, austurhluti Vorbrautar.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 30. apríl 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norðurs sem gerir ráð fyrir því að afmörkun deiliskipulagssvæðis breytist þannig að austasti hluti Vorbrautar verður felldur út eða það svæði sem deiliskipulag Vetrarmýrar og Smalaholts nær til og er nú í auglýsingu.
Skipulagsnefnd mat tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning er felld niður þar sem að tillagan er í samræmi við tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Hnoðraholts norður. Tillagan skal hljóta staðfestingu um leið og tillaga að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts.
10. 2505078 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Þorraholt 2-4, br dsk Hnoðrah Norður.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 8. maí 2025 varðandi breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður sem gerir ráð fyrir hækkun hámarkshæðar verslunar og þjónustulóðarinnar Þorraholt 2-4 um 38 cm, úr 78 mys. í 78,38 mys. Gerð var grein fyrir ástæðum þess að sótt er um hækkun.
Skipulagsnefnd mat tillöguna sem fylgdi umsókn sem óverulega breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. sömu laga.
Grenndarkynna skal eigendum Þorraholts 1, Þorraholts 5-9, Þorraholt 6, Útholts 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23.
11. 2504499 - Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 270. mál. - Athugasemdir Garðabæjar við framkomið lagafrumvarp.
Bæjarstjóri kynnti drög að athugasemdum Garðabæjar við framkomið lagafrumvarp sem send verða Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, sem hefur málið til meðferðar.
Í athugasemdunum eru áréttuð sjónarmið Garðabæjar í áður innsendum athugasemdum, ásamt viðbótargögnum.
12. 2505165 - Tilkynning frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála um stjórnsýslukæru nr. 72/2025. Hnoðraholt norður, dags. 8. maí 2025.
Lögð fram kæra lóðarhafa Skerpluholts 7, Skerpluholts 5, Skerpluholts 1 og Skerpluholts 3 til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna breytinga á deiliskipulagi, samþykkt byggingaráforma og útgáfu byggingarleyfis og kröfu um stöðvun framkvæmda vegna Vorbrautar 8-12 og 14.
Bæjarráð felur Hjalta Steinþórssyni lögmanni að gæta hagsmuna bæjarins í málinu.
13. 2503150 - Stefna í málefnum eldri borgara - Aðgerðaráætlun 2025 -2026
Sviðsstjóri velferðarsviðs kynnti lokadrög aðgerðaráætlunar í málefnum eldra fólks 2025-2026.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að staðfesta stefnu Garðabæjar í málefnum eldri borgara - Aðgerðaráætlun 2025-2026.
Lokadrög aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara í vinnslu 10.05.2025.pdf
14. 2301003 - Gott að eldast - Efling og þróun dagdvala á landsvísu - Skýrsla starfshóps - Mars 2025
Sviðsstjóri velferðarsviðs kynnti skýrslu starfshóps félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins varðandi eflingu og þróun dagdvala á landsvísu.
Bæjarráð áréttar bókun Öldungaráðs Garðabæjar frá 9. desember 2024 vegna tíu samþykktra dvalarrýma Ísafoldar, þar sem öldungaráð lagði áherslu á að mikilvægt væri að samningar náist sem fyrst þannig að unnt sé að taka viðbótarrýmin í notkun og styðja á þann hátt við dagdvalarþjónustu eldri borgara í Garðabæ.
Efling_og_throun_dagdvala_a_landsvisu.pdf
15. 2505119 - Bréf Kvenfélags Garðabæjar varðandi trjálund við Álftanesveg, dags. 7. maí 2025.
Lagt fram erindi Kvenfélags Garðabæjar varðandi ósk kvenfélagsins að aðkoma að trjálundi við Álftanesveg og aðkoma að svæðinu verði tryggð, auk þess sem komið verði upp fræðsluskilti til að greina nánar frá aðkomu Kvenfélags Garðabæjar að ræktun svæðisins í máli og myndum.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjóra.
16. 2505166 - Tilkynning umhverfis-, orku og lofslagsráðuneytisins um samgönguviku 2025.
Lagt fram erindi Umhverfis- orku og loftlagsráðuneytisins vegna evrópskrar samgönguviku sem haldin verður dagana 16.-22. september 2025.
17. 2505171 - Tilkynning Náttúruhamfaratryggingar Íslands um boð á ársfund NTÍ 22. maí.
Lagt fram ársfundarboð Náttúruhamfaratrygginga Íslands, sem haldinn verður fimmtudaginn 22. maí 2025.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).