Fundargerðir

Til baka Prenta
afgreiðslufundir skipulagsstjóra
11. fundur
22.09.2023 kl. 11.30 kom afgreiðslufundir skipulagsstjóra saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri. Anna María Guðmundsdóttir verkefnastjóri. Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari. Hrönn Hafliðadóttir verkefnastjóri skipulagsmála.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2306493 - Lautargata 1 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn fyrir fjölbýlishús að Lautargötu 1. Útfærsla gerir ráð fyrir því að gólfkóti (GK) aðalhæðar (aðkomuhæðar) hækkar úr 52,2 mys í 53,6 eða um 1,4 m. Hámarkshæð húss breytist ekki. Með þessu verður útfærsla aðkomu frá götu að húsinu auðveldari. Lóðarhafi aðliggjandi lóðar nr.3 við sömu götu gerir ekki athugasemd við útfærsluna og hefur staðfest það með undirritun sinni á uppdrátt.
Deiliskipulagshöfundur og eftirlitsmaður framkvæmda telja að útfærslan sé til bóta.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað hækkun gólfkóta aðkomuhæðar varðar. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
2. 2307338 - Holtsbúð 6 - staðsetnings vinnugáms
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við tímabundna staðsetningu gámsins á þessum stað meðan tryggt er að gangandi vegfarendur komist leiðar sinnar framhjá gámnum á gangstétt og akandi umferð í götu með öruggum hætti.
3. 2306268 - Skeiðarás 12 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Fyrir er tekin fyrirspurn um staðsetningu vörugáms á lóð í húsasundi við lóðarmörk að Skeiðarási 10.
Skipulagsstjóri bendir á að í ákvæðum gildandi deiliskipulags segir um athafnalóðir:
"Athafnasvæði skulu að jafnaði vera meðfram baklóðarmörkum og eru þau meðal annars ætluð fyrir vörugáma og vörulagera og annað það sem geymt er utanhúss."
Auk þess er kvöð um gróðurbelti á lóð meðfram baklóðarmörkum.
Bílastæði, alls um 35 talsins, hafa verið útfærð utan lóðarmarka norðan- og austanmegin og hefur það eftir því sem næstu verður komist verið látið óátalið að hálfu Garðabæjar.
Húseigendur og rekstraraðilar þurfa sjálfir að ná samkomulagi um staðsetningu vörugáma og ráðstöfum sameiginlegrar lóðar. Varla getur talist eðlilegt að gámar séu þannig staðsettir að þeir byrgi sýn, varpi skugga eða valdi óþægindum í vinnurýmum þar sem starfsmenn dvelja daglangt árið um kring.
4. 2308284 - Lyngás 4 - Umsókn um byggingarleyfi
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir kvist á rishæð einbýlishússins að Lyngási 4. Útfærslan kallar ekki á breytingu deiliskipulags Ása og Grunda.
5. 2211524 - Goðatún 32 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lagðar fram aðalteikningar sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir nýja bifreiðargeymslu að Goðatúni 32. Bílageymslan er við lóðarmörk að Goðatúni 30.
Útfærslan er innan ramma deiliskipulags Silfurtúns með þeirri undantekningu að mænishæð er 2 cm hærri en deiliskipulag heimilar.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað mænishæð bifreiðargeymslu varðar.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
6. 2309122 - Framkvæmdarheimild - Vegrið á brýr yfir Kauptún og Vífilstaðaveg
Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar fyrir framkvæmdaleyfi fyrir vegrið á umferðarbrúm yfir Reykjanesbraut, annarsvegar við gatnmót að Vífilsstaðavegi og hinsvegar við gatnamót að Urriðaholtsstræti.
Lagðir fram uppdrættir Verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar dags. 28.júní 2023.
Í samræmi við 13.gr.skipulagslaga nr.123/2010 veitir skipulagsstjóri leyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við framlögð gögn.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II (2.gr.h) við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
7. 2308831 - Þórsgrund 2 - Umsókn um byggingarleyfi færanlegar kennslustofur
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir færanlegar kennslustofur á skólalóðinni Þórsgrund 2.

Skipulagsstjóri leggur fram tillögu að breytingu deiliskipulags Ása og Grunda sem nær til skólalóðarinnar Þórsgrund 2 (Alþjóðaskólinn), sem gerir ráð fyrir að eftirfarandi ákvæði bætist við greinargerð deiliskipulagsbreytingar sem samþykkt var í bæjarstjórn 20.febrúar 2020:
"Heimilt er að nýta skólalóðina innan byggingarreits sem stæði fyrir færanlegar kennslustofur til bráðabirgða enda uppfylli þær kröfur byggingarreglugerðar um brunavarnir.
Að öðru leyti gilda áður útgefnir skilmálar."

Skipulagsstjóri metur tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Ása og Grunda í samræmi við 2.mgr.43.greinar skipulagslaga nr.123/2010.
Í samræmi við 2.ml.3.mgr.44.greinar sömu laga er fallið frá grenndarkynningu.

Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
8. 2309110 - Holtstún 16 úr landi Eyvindarstaða - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn landeiganda um byggingarleyfi fyrir 414 m2 einbýlishús milli Stekkjar og Asparvíkur við Bessastaðatjörn. Gólfkóti er 4,2 mys og hámarkshæð í 8,7 mys. Ekkert deiliskipulag hefur verið samþykkt á svæðinu en tillagan er innan landnotkunarreits fyrir íbúðarbyggð í aðalskipulagi. Byggingin er í samræmi við byggðarmynstur innan landnotkunarreitsins.
Umhverfissvið Garðabæjar hefur fundað með Veitum ohf vegna lagnamála og útfærslu þeirra sem tengist fyrirhuguðum framkvæmdum. Skipulagstjóri mælist til þess að lega lagna og útfærsla aðkomu taki tillit til draga deiliskipulagi Norðurness sem nær til þessa svæðis eftir því sem verða má.
Skipulagsstjóri vísar umsókninni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Grenndarkynna skal eigendum Stekkjar, Asparvíkur og Tjarnar. Skipulagsstjóri styttir tíma grenndarkynningar þar sem að eigendur þeirra eigna sem grenndarkynning nær til hafa með áritun sinni á uppdrætti lýst því yfir að þeir gerir ekki athugasemd við tillöguna.
Skipulasstjóri gerir ekki athugasemd við að byggingarleyfi verði veitt fyrir einbýlishúsinu sem er í samræmi við grenndarkynnt gögn. Byggingarleyfið nær ekki til bátaskýlis sem kemur fram á uppdrætti.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).