Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
5. (864). fundur
19.03.2020 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson . Áslaug Hulda Jónsdóttir . Sigríður Hulda Jónsdóttir . Gunnar Valur Gíslason . Jóna Sæmundsdóttir . Almar Guðmundsson . Björg Fenger . Gunnar Einarsson . Sara Dögg Svanhildardóttir . Valborg Ösp Á. Warén . Harpa Þorsteinsdóttir .

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Fundurinn er hljóðritaður.

Sigurður Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði.

Forseti lagði til að samþykkt verði afbrigði frá dagskrá og tekin fyrir tillaga um fjarfundi sem verði dagskrárliður nr. 10. Bæjarstjórn samþykkir tillögu forseta.

Fundargerð bæjarstjórnar frá 5. mars 2020 er lögð fram.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2003009F - Fundargerð bæjarráðs frá 10/3 ´20
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 1. tl., útboð framkvæmda á skíðasvæðum og lagði fram eftirfarandi bókun:

„Ég vil undirstrika áherslur okkar í Garðabæjarlistanum um mikilvægi þess að viðhafin séu gagnsæ vinnubrögð með góðri upplýsingagjöf og svigrúmi til sjálfsagðra spurninga og umræðu í bæjarráði sem og bæjarstjórn. Ennfremur óska ég eftir því að réttur okkar kjörinna fulltrúa sé virtur til þess að spyrja spurninga og virðing fyrir ólíkri sýn sé viðhafin í allri umræðu um verkefni og ákvarðanir bæjarstjórnar.“

Sigurður Guðmundsson, ræddi 1. tl., útboð framkvæmda á skíðasvæðum og 6. tl., tilboð í lóðir á miðsvæði Álftaness.

Fundargerðin sem er 13. tl., er samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla mála
 
2003030 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi sameiginlega vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18.12.19.
 
Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti samning sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um viðhald grunnvatns- og rennslilíkans á höfuðborgarsvæðinu.


 
2. 2003024F - Fundargerð bæjarráðs frá 17/3 ´20.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 2. tl., Covid19 - neyðarstig almannavarna og 16. tl., opnun tilboða í gatnagerð í Breiðumýri á miðsvæði Álftaness.

Gunnar Einarsson, ræddi 2. tl., Covid19 - neyðarstig almannavarna.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi 2. tl., Covid19 - neyðarstig almannavarna.

Björg Fenger, ræddi 2. tl., Covid19 - neyðarstig almannavarna.

Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 2. tl., Covid19 - neyðarstig almannavarna.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi 2. tl., Covid19 - neyðarstig almannavarna.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi að nýju, 2., tl. Covid19 - neyðarstig almannavarna.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 2. tl., Covid19 - neyðarstig almannavarna

Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 2. tl., Covid19 - neyðarstig almannavarna,

Sigurður Guðmundsson, ræddi 5. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi deiliskipulag Garðahrauns efra og 6. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Bæjargarðs.

Almar Guðmundsson, ræddi 2. tl., Covid19 - neyðarstig almannavarna, 5. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi deiliskipulag Garðahrauns efra og 6. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Bæjargarðs.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi að nýju 2. tl., Covid19 - neyðarstig almannavarna.

Gunnar Valur Gíslason, ræddi 22. tl., bréf Myndstefs varðandi meint brot á sæmdarheiti höfundar.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi 2. tl., Covid19 - neyðarstig almannavarna,

Gunnar Einarsson, ræddi 22. tl., bréf Myndstefs varðandi meint brot á sæmdarheiti höfundar og 2. tl., Covid19 - neyðarstig almannavarna.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi að nýju 2. tl., Covid19 - neyðarstig almannavarna.

Fundargerðin sem er 22. tl., er samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla mála
 
1812022 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi deiliskipulag fyrir Garðahraun efra-Fólkvangur.
 
Bæjarstjórn samþykkir nýju samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu skipulagsnefndar um deiliskipulag fyrir fólkvanginn Garðahraun efra. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga, sbr. 1. mgr. 41. gr. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og samþykkir bæjarstjórn tillögur að svörum. Bæjarstjórn samþykkir tillögur skipulagsnefndar um eftirfarandi breytingar við auglýsta tillögu. Stikuð leið sem liggur til vesturs frá aðalstíg í miðjum fólkvangi sunnan við Hádegishól verði felld út. Gert verði ráð fyrir aðalstíg sem liggur með deiliskipulagsmörkum Molduhrauns frá fyrirhuguðum aðalstíg meðfram fyrirhugaðri stofnbraut (framlenging Álftanesvegar) að tengingu við aðalstíg í miðjum fólkvangi til móts við lóðina Vesturhraun 5. Deiliskipulagssvæði fólkvangsins stækki sem nemur breidd stígsins á kostnað deiliskipulagssvæðis Molduhrauns. Tenging frá aðalstíg í miðjum fólkvangi að Molduhrauni til móts við Vesturhraun 5 breytist úr stikaðri leið. Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Jafnframt skal senda þeim aðilum sem athugasemdir gerðu umsögn um þær.

Tillaga skipulagsnefndar er lögð fyrir að nýju þar sem allar tilskildar umsagnir lágu ekki fyrir við afgreiðslu málsins í bæjarstjórn 5. september 2019.
 
 
1903082 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Bæjargarð.
 
Bæjarstjórn samþykkir að nýju samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu skipulagsnefndar um breytingu á deiliskipulagi Bæjargarðs. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga, sbr 1. mgr. 41. gr. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og samþykkir bæjarstjórn tillögur að svörum. Bæjarstjórn samþykkir tillögur skipulagsnefndar um eftirfarandi breytingar við auglýsta tillögu. Stígur, skilgreindur sem "aðrir stígar" sem tillaga gerir ráð fyrir vestur frá aðalstíg í hrauninu að fyrirhugaðri stofnbraut (framlengingu Álftanesvegar) fyrir norðan Hádegishól verði felldur út. Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Jafnframt skal senda þeim aðilum sem athugasemdir gerðu umsögn um þær.

Tillaga skipulagsnefndar er lögð fyrir að nýju þar sem allar tilskildar umsagnir lágu ekki fyrir við afgreiðslu málsins í bæjarstjórn 5. september 2019.
 
 
2002116 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um byggingarleyfi að Löngumýri 3.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að leyfa útgáfu byggingarleyfis samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytinga á einbýlishúsinu við Löngumýri 3. Fallið var frá grenndarkynningu samkvæmt heimild í 2. ml. 3. mgr. 44. gr skipulagslaga þar sem leyfisskyld framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.
 
 
2001227 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Iðnbúð og Smiðsbúð.
 
Bæjarstjórn samþykkir með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Iðnbúðar og Smiðsbúðar vegna stækkunar á byggingarreit lóðarinnar við Smiðsbúð 3. Tillagan var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga og bárust engar athugasemdir. Breyting skal send Skipulagsstofnun og auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.
 
 
2003107 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi austurhluta Urriðaholts.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um óverulega breyting á deiliskipulagi 1. áfanga austurhluta Urriðaholts er varðar lóðir við Maríugötu 2-24, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að mænishæð allra raðhúsa í Maríugötu sem liggja að opna svæðinu Miðgarði lækkar um 1 metra eða úr 6 metrum í 5 metra.
Skipulagsnefnd samþykkir samkvæmt heimild í 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda/lóðarhafa.
 
3. 2003006F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 6/3 ´20.
Björg Fenger, ræddi 4. tl., endurbætur á gólfi og lýsingu í íþróttahúsinu á Álftanesi. Björg sagði einnig frá viðgerð við áhorfendabekki í Mýrinni.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi 4. tl., endurbætur á gólfi og lýsingu í íþróttahúsinu á Álftanesi og 6. tl., endurnýjun forvarnarstefnu Garðabæjar.

Björg Fenger, ræddi 6. tl., endurnýjun forvarnarstefnu Garðabæjar.

Sigurður Guðmundsson, ræddi ákvörðun KKÍ um að fella niður keppni á Íslandsmóti og tilnefna Stjörnuna sem deildarmeistara. Lýsti Sigurður yfir óánægju með að ekki hafi verið ákveðið að Stjarnan væri Íslandsmeistari 2020.

Fundargerðin er lögð fram.
4. 2003014F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 13/3 ´20.
Sigurður Guðmundsson, ræddi 1. tl., rammahluta aðalskipulags fyrir Vífilsstaðaland og 2. tl., deiliskipulag fyrir norðurnes Álftaness.

Fundargerðin er lögð fram.
5. 2002039F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla Garðabæjar frá 2/3 ´20.
Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 1. tl., Covid19 neyðarstig. Sigríður Hulda færði skólastjórnendum og stafsmönnum á skólaskrifstofu þakkir fyrir þeirra störf á erfiðum tímum. Þá ræddi Sigríður Hulda 3. tl., kvíða skólabarna 5. tl., ráðningu skólastjóra og 6. tl., kynningu á skólastarfi Barnaskóla Hjallastefnunnar.

Fundargerðin er lögð fram.
6. 2003012F - Fundargerð umhverfisnefndar frá 11/3 ´20.
Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 2. tl., samning við Klappir um mælingar á umhverfistengdum verkefnum, 3. tl., skipulag útivistarsvæðis í Urriðavatnsdölum, 5. tl., styrk Rotaryklúbbsins Hofs til verkefnisins Aldingarður æskunnar og 6. tl., hreinsunarátak.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi áhrif Covid19 á sorphirðu.

Jóna Sæmundsdóttir, ræddi áhrif Covid19 á sorphirðu.

Gunnar Einarsson, ræddi áhrif Covid19 á sorphirðu.

Fundargerðin er lögð fram.
7. 1911029F - Fundargerð stjórnar Hönnunarsafns Íslands frá 25/11 ´19.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 1. tl., rekstrarstöðu 2019 og 2. tl., markaðsmál 2020.

Gunnar Einarsson, ræddi 1. tl., rekstrarstöðu 2019 og málefni Hönnunarsafnsins.

Fundargerðin er lögð fram.
8. 2001161 - Fundargerðir stjórnar SSH frá 2/3 og 6/3 ´20.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
9. 1911325 - Ársreikningur Garðabæjar 2019 - fyrri umræða
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri fylgdi úr hlaði ársreikningi Garðabæjar fyrir árið 2019. Gerði bæjarstjóri grein fyrir helstu niðurstöðum reikningsins og lykiltölum. Gunnar þakkaði starfsmönnum bæjarins fyrir þeirra hlut að góðum rekstri bæjarins.

Bæjarstjóri lagði til að vísa ársreikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Til máls tóku.

Sara Dögg Svanhildardóttir.
Gunnar Valur Gíslason
Almar Guðmundsson

Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Garðabæjar 2019 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
10. 2003352 - Tillaga um fjarfundi í bæjarstjórn og nefndum.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi tillögu:

"Bæjarstjórn Garðabæjar gerir eftirfarandi samþykkt með vísan til VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, sbr. lög nr. 18/2020 og auglýsingar um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, (1. og 5. tl.) skv. sama ákvæði, dags. 18. mars 2020.

Auglýsing er birt með vísan til þess að ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna á Íslandi vegna farsóttar af völdum Covid19.

Bæjarstjórn samþykkir að heimilað verða að nota fjarfundarbúnað á fundum bæjarstjórnar, bæjarráðs og nefnda sveitarfélagsins og víkja frá skilyrði í 3. mgr. 17.gr. sveitarstjórnlaga þar sem áskilnaður er um miklar fjarlægðir eða erfiðar samgöngur innan sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn samþykkir að fundargerðir verði lesnar upp í lok fundar og samþykktar. Fundargerðir skulu sendar fundarmönnum með tölvupósti og undirritaðar þegar nefndir koma að nýja saman samkvæmt hefðbundnu fundarformi.

Samþykkt þessi gildir til 18. júlí 2020, sbr. auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI: bráðbirgðaákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011."

Til máls tóku.

Björg Fenger.
Áslaug Hulda Jónsdóttir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).