Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
22. (2029). fundur
21.06.2022 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2205086 - Bæjargil 3 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Berglindi Guðrúnu Bragadóttur, kt. 050976-5809, endurnýjað leyfi til að byggja bílskúr við núverandi hús að Bæjargili 3.
2. 2205099 - Garðaflöt 17 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Finni Þorgeirssyni, kt. 170867-5999, leyfi til að byggja við og breyta innra skipulagi núverandi einbýlishúss að Garðaflöt 17.
3. 2205016 - Jafnakur 8 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Magnúsi Kristni Ingasyni, kt. 151070-3379, leyfi til að byggja við núverandi einbýlishús að Jafnakri 8.
4. 2112154 - Sunnuflöt 3 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Herði Má Þorvaldssyni, kt. 081274-2909, leyfi til að gera breytingar á núverandi einbýlishúsi að Sunnuflöt 3.
5. 2206225 - Bréf Landskerfa bókasafna hf. varðandi aðalfund 2022, dags. 14.06.22.
Lagt fram.

6. 2204048 - Opnun tilboða í frístundaakstur í Garðabæ 2022-2026.
Eitt tilboð barst í útboði á frístundaakstri í Garðabæ 2022-2026.

Hópferðamiðstöðin ehf. ? TREX kr. 155.520.000

Kostnaðaráætlun kr. 126.720.000

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Hópferðamiðstöðvarinnar ehf. Samþykktin er með fyrirvara um að um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er bæjarverkfræðingi falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
7. 2201398 - Upplýsingapóstur frá innviðaráðuneytinu til fulltrúa í sveitarstjórnum, dags. 16.06.22.
Lagður fram.
Upplýsingapóstur frá innviðaráðuneytinu.pdf
8. 2205417 - Tillaga Viðreisnar og Framsóknarflokks varðandi áheyrnarfulltrúa í fastanefndum.
Eftirfarandi tillögu var vísað til bæjarráðs á fundi bæjarstjórnar 2. júní 2022.

„Bæjarfulltrúar Viðreisnar og Framsóknarflokks leggja til við bæjarstjórn Garðabæjar að farið verði í endurskoðun á samþykktum um stjórn Garðabæjar um áheyrnarfulltrúa.
Lagt er til að öll framboð sem hafi kjörinn bæjarfulltrúa en hafa ekki fulltrúa í sérhverri fastri nefnd Garðabæjar eigi rétt á að skipa þar áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt. Farið verði eftir reglum um áheyrnarfulltrúa í bæjarráð og að áheyrnarfulltrúar fái greitt fyrir nefndarsetu, líkt og aðrir fastir nefndarfulltrúar.“

Greinargerð.
Í 50. gr sveitarstjórnarlaga segir:. ,,Hafi sveitarstjórn verið kjörin bundinni hlutfallskosningu og einhver framboðsaðili sem fulltrúa á í sveitarstjórn nær ekki kjöri í byggðarráð er fulltrúum þessa aðila heimilt að tilnefna áheyrnarfulltrúa til þátttöku í fundum nefndarinnar. Hið sama á við um fastanefndir sem falið hefur verið fullnaðarákvörðunarvald í málum. Sveitarstjórn er enn fremur heimilt að ákveða í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins að sama regla gildi um aðrar fastanefndir.?

Í samþykktum um stjórn Garðabæjar er ekki gert ráð fyrir fulltrúum allra flokka eða framboða sem hljóta kjör til bæjarstjórnar í nefndum þ.e.a.s. ekki er gert ráð fyrir áheyrnafulltrúum þar sem flokkur með kjörinn bæjarfulltrúa á ekki fulltrúa í nefnd.
Framangreind tillaga er lögð fram til þess að tryggja lýðræðislega aðkomu allra flokka eða framboða að nefndum eins vel og mögulegt er líkt og fram kemur í 50. gr sveitarstjórnarlaga.
Það er ekki sjálfgefið að samstarf líkt og orðið hefur á milli þeirra flokka sem skipta þurfa með sér einum nefndarmanni inn í allar nefndir takist og því mikilvægt að tryggja sem best má aðkomu allra að þeirri umræðu sem fram fer innan nefnda.
Því leggjum við í Viðreisn ásamt bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins fram framangreinda tillögu.

Bæjarráð vísar tillögunni á þessu stigi til frekari vinnslu hjá bæjarstjóra.
9. 2206188 - Skipun fulltrúa í undirbúningsnefnd vegna uppbyggingar miðbæjarsvæðis í Garðabæ.
Eftirfarandi tillaga var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 16. júní 2022.

Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir að skipa undirbúningsnefnd um uppbyggingu miðbæjar í Garðabæ. Markmið nefndarinnar er að vinna að undirbúningi þess að fullgera aðlaðandi og heildstæðan miðbæ á og í kringum Garðatorg. Nefndin skal m.a. huga að heildarsýn fyrir Garðatorgssvæðið, framkvæmdum og tengingum frá Hofsstöðum auk nærliggjandi svæða, gatna og stíga þar sem markmiðið er aðlaðandi umhverfi og miðbæjarsvæði sem virkar. Þá skoði nefndin hvernig hugmyndasamkeppni geti nýst í þeirri vinnu. Þá skal nefndin kanna og rýna mögulegar áfangaskiptingar framkvæmda og tímaramma. Nefndin skal leggja áherslu á náið samráð við helstu hagsmunaaðila á svæðinu.
Nefndin verði skipuð 3 kjörnum fulltrúum (2 úr meirihluta og 1 frá minnihluta). Með nefndinni starfi viðeigandi starfsmenn bæjarins. Nefndin getur leitað til sérfræðinga eða kallað þá á fund til sín.
Nefndin skili fyrstu niðurstöðum um miðjan október 2022 þannig að unnt verði að styðjast við þær við gerð fjárhagsáætlunar 2023-2026, en vinni síðan áfram og leggi fram fullgerðar hugmyndir á fyrri hluta árs 2023.

Greinargerð:
Mikilvægt er að skipuleggja og áfangaskipta framkvæmdum við aðlaðandi miðbæ í Garðabæ, við og í kringum Garðatorg, þar sem horft er á miðbæjarsvæðið heildstætt. Hugað verði að framkvæmdum, tengingum og virkni nærliggjandi gatna og stíga.
Farið verður yfir gögn sem liggja fyrir, tækifæri sem felast í hugmyndasamkeppni og öðru vinnulagi þar sem leitast er eftir nútímalegri hönnun sem styður við jákvæða upplifun og fjölbreytt mannlíf á samtengdum svæðum. Aðlaðandi miðbær eflir bæjarbrag, laðar að fólk, fyrirtæki og þjónustu. Þar stendur íbúum til boða fjölbreytt verslun og þjónusta, vettvangur til samveru, afþreyingar og lista.
Undirbúningsnefnd um uppbyggingu heildstæðs miðbæjar í Garðabæ vinnur að því að móta sýn fyrir Garðatorg auk hönnunar og tengingar við nærliggjandi svæði til framtíðar í samstarfi við bæjarbúa, fagaðila og hagsmunaaðila. Í því felst m.a. að endurgera yfirbyggða hluta torgsins (göngugatan og við bókasafn), huga að aðkomu, bílastæðum, aðgengi, merkingum, hljóðvist og lýsingu. Skilgreina framkvæmdir, ásýnd, og tengingar nærliggjandi svæða, gatna og stíga.

Bæjarráð samþykkir að skipa eftirfarandi einstaklinga í undirbúningsnefnd um uppbyggingu miðbæjar í Garðabæ.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, formaður, Pálmi Freyr Randversson og Ósk Sigurðardóttir.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).