Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
22. (2123). fundur
11.06.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Margrét Bjarnadóttir varamaður, Gunnar Valur Gíslason varamaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Harpa Þorsteinsdóttir varamaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.

Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2202181 - Grímsgata 2-4 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita ÞG Íbúðum ehf., kt. 600115-0220, leyfi til að taka í notkun rými sem áður var skráð lokað, á Grímsgötu 2-4.
2. 2109212 - Kinnargata 92 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu bygginarfulltrúa að veita HHV ehf., kt. 450916-1880, leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum uppdráttum, innveggjum breytt úr steypu í létta veggi, útveggir þykkna vegna breytinga á klæðningu, á Kinnargötu 92.
3. 2404377 - Tilboð í byggingarrétt lóða í Prýðahverfi.
Á fundi bæjarráðs sem haldinn var 4. júní 2024 voru opnuð tilboð í 7 einbýlishúsalóðir í Prýðahverfi (sunnan gamla Álftanesvegar). Alls bárust 163 tilboð sem skiptust þannig:

Tilboð í Steinprýði 11 27
Tilboð í Steinprýði 2 18
Tilboð í Kjarrprýði 1 20
Tilboð í Kjarrprýði 2 16
Tilboð í Kjarrprýði 3 23
Tilboð í Garðprýði 2 17
Tilboð í Garðprýði 4 22
Tilboð í Garðprýði 6 20

Sami einstaklingur átti hæsta tilboð í 4 einbýlishúsalóðir en hefur fallið frá tilboði sínu í 3 lóðir.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboðum í lóðir í Prýðahverfi (sunnan gamla Álftanesvegar), þar sem lagt er til grundvallar hæsta verð í samræmi við söluskilmála. Tilboðin eru samþykkt með fyrirvara um að tilboðsgjafar uppfylli öll skilyrði um hæfi skv. söluskilmálum. Tilboðsgjöfum er veittur frestur til kl. 16:00 fimmtudaginn 20. júní til að skila tilskildum gögnum.

Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að samþykkja tilboð í lóðir í þeim tilvikum sem tilboðsgjafar falla frá tilboðum sínum eða uppfylla ekki hæfisskilyrði. Skal þá lagt til grundvallar að taka tilboðum frá þeim aðilum sem eru næsti í röðinni hvað varðar tilboðsverð, enda séu uppfyllt skilyrði í söluskilmálum.
Hæstu tilboð í einstakar lóðir voru:

Tilboðsgjafi Lóð Tilboðsfjárhæð
Ásberg Pétursson Steinprýði 11 45.000.000
Helgi Fróði Ingason Steinprýði 2 40.000.000
Helgi Fróði Ingason Kjarrprýði 1 39.000.000
Ásberg Pétursson Kjarrprýði 2 40.000.000
Víðir Starri Vilbergsson
og Sæbjörg Guðjónsdóttir Kjarrprýði 3 51.050.000
Helgi Fróði Ingason Garðprýði 2 38.000.000
Helgi Fróði Ingason Garðprýði 4 38.000.100
Finnbogi Bjarnason Garðprýði 6 35.256.556
4. 2111122 - Tilboð í byggingarrétt lóða í Kumlamýri.
Á fundi bæjarráðs sem haldinn var 4. júní 2024 voru opnuð tilboð í 4 parhúsalóðir við Kumlamýri. Alls bárust 36 tilboð sem skiptust þannig:

Tilboð í Kumlamýri 5-7 7
Tilboð í Kumlamýri 6-8 12
Tilboð í Kumlamýri 17-19 8
Tilboð í Kumlamýri 21-23 9

Sömu einstaklingar áttu hæsta tilboð í 3 parhúsalóðir, en hafa fallið frá tilboð sínu í 2 lóðir.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboðum í lóðir í Kumlamýri, þar sem lagt er til grundvallar hæsta verð í samræmi við söluskilmála. Tilboðin eru samþykkt með fyrirvara um að tilboðsgjafar uppfylli öll skilyrði um hæfi skv. söluskilmálum. Tilboðsgjöfum er veittur frestur til kl. 16:00 fimmtudaginn 20. júní 2024 til að skila tilskildum gögnum.

Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að samþykkja tilboð í lóðir í þeim tilvikum sem tilboðsgjafar falla frá tilboðum sínum eða uppfylla ekki hæfisskilyrði. Skal þá lagt til grundvallar að taka tilboðum frá þeim aðilum sem eru næsti í röðinni hvað varðar tilboðsverð, enda séu uppfyllt skilyrði í söluskilmálum.
Hæstu tilboð í einstaka lóðir voru:

Tilboðsgjafi Lóð Tilboðsfjárhæð
Ásland 4 ehf. Kumlamýri 5-7 39.100.000
Karl Jónsson og Sigurður
Halldór Bjarnason Kumlamýri 6-8 44.000.000
Karl Jónsson og Sigurður
Halldór Bjarnason Kumlamýri 17-19 44.000.000
Karl Jónsson og Sigurður
Halldór Bjarnason Kumlamýri 21-23 47.000.000
5. 2401526 - Holtsbúð 87 - Klaustrið. Samstarfsverkefni um endurbætur, viðhald og rekstur.
Bæjarráð samþykkir útboðslýsingu fyrir Klaustrið í Garðabæ, samstarfsverkefni um endurbætur, viðhald og rekstur. Lýtur útboðið að áhugasamir leggi fram tillögu að starfsemi og endurbótum á húsnæðinu ásamt upplýsingum um hvernig sú starfsemi fellur að því umhverfi þar sem húsnæðið stendur og þeim kvöðum sem á húsnæðinu hvíla. Í útboðinu er um að ræða samkeppnisviðræður eins og þeim er lýst í 37.gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup.
Útboðið er auglýst á EES svæðinu. Um ferlið gilda ákvæði laga um opinber innkaup nr. 120/2016.
Bæjarráð felur VSO Ráðgjöf umsjón með útboðinu.

6. 2402425 - Reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir.
7. 2406188 - Fyrirspurn Garðabæjarlistans um lækkun umferðarhraða.
Fyrirspurn Garðabæjarlistans um lækkun umferðarhraða: Til hvaða aðgerða hefur verið gripið á grundvelli tillögu Garðabæjarlistans um lækkun umferðarhraða sem samþykkt var í bæjarstjórn 16. febrúar 2023?

Sviðsstjóri umhverfissviðs fór yfir þær hraðatakmarkandi aðgerðir sem gripið hefur verið til. Mikið af hraðahindrunum og þrengingum hafa verið settar upp, þá sérstaklega í kringum skólabyggingar og á gönguleiðum skólabarna.
Í öllum húsagötum og flestum safngötum bæjarins er hámarkshraði 30 km/klst.
Verið er að skoða, í samstarfi við umferðarráðgjafa, hvar ráðlegt er að lækka umferðarhraða á tengibrautum.
Stofnvegir eru í veghaldi hjá Vegagerðinni og því ekki til skoðunar hjá Garðabæ.
Minnisblað umhverfissviðs og yfirlitskort lagt fram.
Minnisblað_lækkun umferðarhraða.pdf
8. 2406226 - Árangur af aðgerðum SORPU árið 2023, minnisblað dags. 7. maí 2024.
Lagt fram.
Minnisblað um árangur af starfsemi SORPU 2023.pdf
9. 2406034 - Ársskýrsla 2023 (Landskjörstjórn), útgefin 3. júní 2024.
Lögð fram.
Landskjorstjorn-arsskyrsla-2023.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. . 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).