Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
12. (927). fundur
21.09.2023 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Sigríður Hulda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar. Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Margrét Bjarnadóttir bæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi. Guðfinnur Sigurvinsson bæjarfulltrúi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi. Guðjón Pétur Lýðsson varabæjarfulltrúi. Guðlaugur Kristmundsson varabæjarfulltrúi. Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Fundargerð bæjarstjórnar frá 7. september 2023 er lögð fram.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2309011F - Fundargerð bæjarráðs frá 12/9 ´23.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi 11. tl., bréf innviðaráðuneytisins varðandi hvatningu til sveitarstjórna um mótun málstefnu.

Gunnar Valur Gíslason, ræddi 8. tl., bréf innviðaráðuneytisins varðandi ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Almar Guðmundsson, ræddi 11. tl., bréf innviðaráðuneytisins varðandi hvatningu til sveitarstjórna um mótun málstefnu og 8. tl., bréf innviðaráðuneytisins varðandi ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi 8. tl., bréf innviðaráðuneytisins varðandi ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi 8. tl., bréf innviðaráðuneytisins varðandi ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Guðlaugur Kristmundsson, ræddi 8. tl., bréf innviðaráðuneytisins varðandi ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Gunnar Valur Gíslason, ræddi að nýju 8. tl., bréf innviðaráðuneytisins varðandi ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Björg Fenger, ræddi 8. tl., bréf innviðaráðuneytisins varðandi ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Fundargerðin sem er 11 tl., er samþykkt samhljóða.
2. 2309022F - Fundargerð bæjarráðs frá 19/9 ´23.
Guðlaugur Kristmundsson, ræddi 11. tl., tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna umræðu um hinsegin- og kynfræðslu og 7. tl., bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi drög að viðauka við eigendasamkomulag vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi.
Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi 7. tl., bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi drög að viðauka við eigendasamkomulag vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi 7. tl., bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi drög að viðauka við eigendasamkomulag vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi, 3. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi umsókn um skiptingu lóðarinnar við Garðprýði 3, 4. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts eystra vegna lóðarinnar við Hraunhóla 6 og 11. tl., tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna umræðu um hinsegin- og kynfræðslu

Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi 11. tl., tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna umræðu um hinsegin- og kynfræðslu.

Gunnar Valur Gíslason, ræddi 7. tl., bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi drög að viðauka við eigendasamkomulag vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi og 11. tl., tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna umræðu um hinsegin- og kynfræðslu.

Björg Fenger, ræddi 3. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi umsókn um skiptingu lóðarinnar við Garðprýði 3, 4. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts eystra vegna lóðarinnar við Hraunhóla 6, 7. tl., bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi drög að viðauka við eigendasamkomulag vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi og 11. tl., tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna umræðu um hinsegin- og kynfræðslu.

Guðlaugur Kristmundsson, ræddi að nýju 11. tl., tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna umræðu um hinsegin- og kynfræðslu og 7. tl., bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi drög að viðauka við eigendasamkomulag vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi.

Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi að nýju 7. tl., bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi drög að viðauka við eigendasamkomulag vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi.

Guðlaugur Kristmundsson, ræddi að nýju 7. tl., bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi drög að viðauka við eigendasamkomulag vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi.

Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi að nýju 7. tl., bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi drög að viðauka við eigendasamkomulag vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi.

Almar Guðmundsson, ræddi 11. tl., tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna umræðu um hinsegin- og kynfræðslu og 7. tl., bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi drög að viðauka við eigendasamkomulag vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi.

Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi að nýju 7. tl., bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi drög að viðauka við eigendasamkomulag vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi.

Fundargerðin sem er 11. tl., er samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla mála.
 
2308347 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi erindi um gerð deiliskipulags fyrir íbúðarbyggð í landi Eyvindarholts
 
„Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að hafna umsókn landeiganda, að hluta Eyvindarholts, um gerð deiliskipulags fyrir íbúðarbyggð. Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi svæðisins sem hefur verið forkynnt ásamt tillögu að deiliskipulagi fyrir norðurnes Álftaness. Tillagan hefur ekki verið tekin til afgreiðslu í bæjarstjórn.“ (Mál nr. 2308347)
 
 
2306516 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um skiptingu lóðarinnar við Garðprýði 3.
 
„Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að hafna tillögu lóðarhafa að lóðinni við Garðprýði 3 um skiptingu lóðarinnar í tvær lóðir enda er það ekki í samræmi við meginstefnu skipulags svæðisins þar sem eru stórar einbýlishúsalóðir.“ (Mál nr. 2306516)
 
 
2309158 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts eystra vegna lóðarinnar við Hraunhóla 6.
 
„Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga vegna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts eystra í tilefni umsóknar um að lóðinni við Hraunhóla 6 verði skipt í tvær
einbýlishúsalóðir. Grenndarkynna skal tillöguna eigendum allra húsa við Hraunhóla og Lynghóla.“ (Mál nr. 2309158)
 
 
2302672 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts vegna lóðanna við Þorraholt 2 og 4.
 
„Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar frá fundi 14. september 2023, samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, um breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts vegna lóðanna við Þorraholt 2-4.
Tillagan var auglýst 19. apríl 2023 og var frestur til að gera athugasemdir við tillöguna til og með 2. júní 2023. Athugasemdir og umsagnir við tillögurnar voru lagðar fram á fundi skipulagsnefndar 29. júní 2023. Umsögn um athugasemdir liggur fyrir.
Skipulagsnefnd leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á tillögunni en þær eru í samræmi við erindi úthlutunarhafa lóðanna og varða aðlögun að þeirri starfsemi sem fyrirhugað að starfrækja á lóðinni:
Hluti af bílageymslum neðanjarðar breytist í þjónusturými og þjónusturými á efsta hluta byggingarreits breytist í bílageymslur. Hæðir í efsta húsi verða þrjár í stað tveggja.
Hámarkshæð bygginga og hámarksbyggingarmagn í kynntri tillögu eru óbreytt.
Skipulagsnefnd telur breytingar á tillögunni ekki þess eðlis að auglýsa þurfi tillöguna að nýju enda er um breytingar að ræða sem eru að mestu neðanjarðar og er hluti þeirra umsvifa sem búast má við í kringum þjónustu og verslun með bíla.
Skipulagsnefnd tekur undir þá athugasemd að skoða þurfi gaumgæfilega með hvaða hætti gatnamót Vetrarbrautar og Þorraholts verði útfærð og vísar athugasemdinni til úrvinnslu hjá umhverfissviði og ráðgjöfum.
Athugasemdir og umsagnir kalla ekki að öðru leyti á breytingar á auglýstri tillögu.
Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga.“ (Mál nr. 2302672)
 
 
2309247 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Molduhrauns vegna lóðanna við Suðurhraun 1 og 3.
 
„Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga vegna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Molduhrauns í tilefni umsóknar um breytt lóðarmörk lóðanna við Suðurhraun 1 og 3. Grenndarkynna skal tillöguna eigendum Miðhrauns 20 og 22, Suðurhrauns 2, 4, 6, 10, og 12a og Vesturhrauns 1, 3, og 5.“ (Mál nr.2309247)
 
 
2009072 - Viðauki við samning um sorphirðu í Garðabæ.
 
Bæjarstjórn samþykkir viðauka við samning við Íslenska gámafélagið um sorphirðu í Garðabæ með gildistíma til 30. júní 2024.“ (Mál nr. 2009072)
 
3. 2309014F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 13/9 ´23.
Hrannar Bragi Eyjólfsson, ræddi 1. ? 3. tl., úthlutun styrkja úr afrekssjóði ÍTG, 4. tl., kynningu á starfsemi vinnuskólans sumarið 2023, 5. tl., sumarfrístundarstarf barna sumarið 2023 og 6. tl. greiningu og þróun hvatpeninga.

Brynja Dan Gunnarsdóttir, ræddi 5. tl., sumarfrístundarstarf barna sumarið 2023.

Hrannar Bragi Eyjólfsson ræddi 5. tl., sumarfrístundarstarf barna sumarið 2023.

Guðlaugur Kristmundsson, ræddi 4. tl., kynningu á starfsemi vinnuskólans 2023.

Fundargerðin lögð fram.
4. 2308028F - Fundargerð leikskólanefndar frá 6/9 ´23.
Margrét Bjarnadóttir, ræddi 2. tl., innritun í leikskóla árið 2023, Þá ræddi Margrét tillögur sem kynntar hafa verið um bætt starfsumhverfi í leikskólum bæjarins.

Guðlaugur Kristmundsson, ræddi tillögur sem kynntar hafa verið um bætt starfsumhverfi leikskóla.

Almar Guðmundsson, ræddi tillögur sem kynntar hafa verið um bætt starfsumhverfi leikskóla.

Guðlaugur Kristmundsson, ræddi að nýju tillögur sem kynntar hafa verið um bætt starfsumhverfi leikskóla.

Fundargerðin lögð fram.
5. 2309015F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 14/9 ´23.
Fundargerðin lögð fram.
6. 2309013F - Fundargerð öldungaráðs frá 18/9 ´23.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 1. tl., endurbætur og breytingar á húsnæði Jónshúss og 2. tl. kynningu á haustdagskrá fyrir eldri borgara í Garðabæ.

Fundargerðin lögð fram.
7. 2301318 - Fundargerð stjórnar SSH frá 4/9 ´23.
Almar Guðmundsson, ræddi 1. tl., uppfærslu samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi 1. tl., uppfærslu samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.

Fundargerðin lögð fram.
8. 2303672 - Fundargerð eigendafundar Strætó bs. frá 4/9 ´23.
Fundargerðin lögð fram.
9. 2305390 - Fundargerð eigendafundar Sorpu bs. frá 4/9 ´23.
Fundargerðin lögð fram.
10. 2302122 - Fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 30/6 og 8/9 ´23.
Fundargerðirnar lagðar fram.
11. 2303053 - Fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 27/6 og 11/8 ´23.
Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi almennt um málefni Sorpu, stefnumótun og stjórnskipulag félagsins, grenndarstöðvar og lífræna flokkun.

Fundargerðirnar lagðar fram.
12. 2301673 - Fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 8/9 ´23.
Fundargerðin lögð fram.
13. 2309232 - Viðauki við eigendasamkomulag Sorpu bs. frá 25. október 2013 vegna meðhöndlunar
úrgangs í Álfsnesi.
Guðlaugur Kristmundsson, kvaddi sér hljóðs og lagði fram tillögu um að málinu verði vísað til bæjarráðs til frekari kynningar og umfjöllunar.

Almar Guðmundsson, kvaddi sér hljóðs og lagði til að tillaga um frestum málsins verði felld. Almar boðaði frekari kynningu á málefnum Sorpu bs. í bæjarráði.

Guðfinnur Sigurvinsson, tók til máls og lýsti yfir stuðningi við að hafna tillögu um frestun á afgreiðslu málsins.

Björg Fenger, tók til máls.

Tillaga um að vísa málinu að nýju til bæjarráðs var felld með átta atkvæðum (SHJ,AG,BF,MB,HBE,GVG,GS,BDG) gegn einu (GK). Tveir sitja hjá (ÞÞ,GPL)

Bæjarstjórn samþykkir með tíu atkvæðum viðauka við eigendasamkomulag Sorpu bs. vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi sem gerir ráð fyrir tímabundinni framlengingu urðunarstaðar í Álfsnesi. Guðlaugur Kristmundsson, situr hjá við afgreiðslu málsins.
14. 2206112 - Lántaka samkvæmt fjárhagsáætlun 2023.
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga samtals að fjárhæð kr. 900.000.000 samkvæmt lánssamningi nr. 2309_40. Um er að ræða jafngreiðslulán með lokagjalddaga 20. febrúar 2039, verðtryggt með 3,70% föstum vöxtum og án uppgreiðsluheimildar.

„Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 900.000.000,- með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Almar Guðmundsson, kt. 030572-2979, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Garðabæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.“
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).