Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
15. (874). fundur
15.10.2020 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson . Áslaug Hulda Jónsdóttir . Sigríður Hulda Jónsdóttir . Gunnar Valur Gíslason . Jóna Sæmundsdóttir . Almar Guðmundsson . Björg Fenger . Gunnar Einarsson . Sara Dögg Svanhildardóttir . Ingvar Arnarson . Harpa Þorsteinsdóttir .

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Fundurinn er hljóðritaður.

Sigurður Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði.

Fundargerð bæjarstjórnar frá 1. október 2020 er lögð fram.

Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði samkvæmt heimild í VI. bráðarbirgðarákvæði við sveitarstjórnarlög nr. 138/2011, sbr. lög nr. 18/2020, sbr. auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nr. 780/2020 og samþykkt bæjarstjórnar frá 20. ágúst 2020.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2010001F - Fundargerð bæjarráðs frá 6/10 ´20.
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 1. tl., verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum og lagði fram svohljóðandi bókun.

"Garðabæjarlistinn fagnar viðbrögðum við umræðu um loftslagsmál frá síðasta bæjarstjórnarfundi og leggur til að settur verði á laggirnar starfshópur um innleiðingu loftslagsstefnu Garðabæjar. Verkefnið er brýnt og sveitarfélögum ber lögum samkvæmt að setja sér loftslagsstefnu fyrir lok ársins 2021."

Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 1. tl., verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum sagði frá vinnu við undirbúning að gerð loftslagsstefnu fyrir Garðabæ.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi 7. tl., úttekt starfshóps sumarvinnu á aðgengi fyrir hreyfihamlaða á helstu stofnunum, leiksvæðum og strætóbiðstöðvum Garðabæjar.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 1. tl., verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum.

Gunnar Einarsson, ræddi 1. tl., verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum.

Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 7. tl., úttekt starfshóps sumarvinnu á aðgengi fyrir hreyfihamlaða á helstu stofnunum, leiksvæðum og strætóbiðstöðvum Garðabæjar.

Ingvar Arnarson ræddi, 1. tl., verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum 7. tl., úttekt starfshóps sumarvinnu á aðgengi fyrir hreyfihamlaða á helstu stofnunum, leiksvæðum og strætóbiðstöðvum Garðabæjar og 12. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag fyrir útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum. Ingvar lagði fram svohljóðandi bókun varðandi 12. tl.

"Við í Garðabæjarlistanum setjum spurningarmerki við þau áform um að færa golfbrautir út í Urriðakotshraun og áskiljum við okkur rétt til að bóka nánar um málið þegar það verður tekið til frekari afgreiðslu að nýju eftir að athugasemdir um deiliskipulagið hafa borist."

Gunnar Valur Gíslsson, ræddi 23. tl., opnun tilboða í byggingarrétt lóðar við Eskiás og 12. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag fyrir útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum.

Almar Guðmundsson, ræddi 12. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag fyrir útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 12. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag fyrir útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum.

Björg Fenger, ræddi 7. tl., úttekt starfshóps sumarvinnu á aðgengi fyrir hreyfihamlaða á helstu stofnunum, leiksvæðum og strætóbiðstöðvum Garðabæjar.

Jóna Sæmundsdóttir, ræddi að nýju 12. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag fyrir útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum.

Ingvar Arnarson, ræddi 12. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag fyrir útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, 12. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag fyrir útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum.

Sigurður Guðmundsson, ræddi 12. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag fyrir útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi 12. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag fyrir útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum og 7. tl., úttekt starfshóps sumarvinnu á aðgengi fyrir hreyfihamlaða á helstu stofnunum, leiksvæðum og strætóbiðstöðvum Garðabæjar.

Fundargerðin sem er 24 tl. er samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla mála.
 
1912201 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi skipulagslýsingu varðandi breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna endurskoðunar stíga og reiðvega í upplandi.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi er nær til upplands Garðabæjar, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Leita skal umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnum, öðrum umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi. (Mál nr. 1912201)
 
 
2009538 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag fyrir útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Leita skal umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnum, öðrum umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi. (Mál nr. 2009538)
 
 
2009434 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi frávik frá deiliskipulagi vegna útgáfu á byggingarleyfi hússins að Kinnargötu 20.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að heimila útgáfu byggingarleyfis þó að dyr bílgeymslu og aðalinngangur einbýlishússins að Kinnargötu 20 séu undir þakskyggni og ekki inndregnar. Þá er gert ráð fyrir að þakhalli verði 12° í stað 15°. Um óverulegt frávik er að ræða sem ekki varðar neina grenndarhagsmuni og þarf því ekki að koma til breytinga á deiliskipulagi, sbr. heimild í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umsókn um geymslu utan byggingarreits er hafnað. (Mál nr. 2009434)
 
 
2009511 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi frávik frá deiliskipulagi vegna útgáfu á byggingarleyfi hússins að Holtsvegi 55.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að heimila útgáfu byggingarleyfis þó að fjórar íbúðir sem eru 90,5 m2 að stærð í fjölbýlishúsinu að Holtsvegi 55 hafi ekki bílastæði í bílgeymslu. Um óverulegt frávik er að ræða sem ekki varðar neina grenndarhagsmuni og þarf því ekki að koma til breytinga á deiliskipulagi, sbr. heimild í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. (Mál nr. 2009511)
 
 
2009610 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts vestra vegna lóðar fyrir dælustöð við Hraunsholtsbraut.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Hraunsholts vestra (Ásahverfis) sem gerir ráð fyrir lóð fyrir dælustöð við Hraunsholtsbraut á móts við gatnamót Drafnaráss, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga. Grenndarkynna skal tillöguna lóðarhöfum að Furuási 2 og Eikarási 1. (Mál nr. 2009610)
 
 
2009509 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi frávik frá deiliskipulagi við útgáfu á byggingarleyfi hússins að Hraungötu 25-29.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að heimila útgáfu byggingarleyfis þó að bílgeymsla fjölbýlishúsanna við Hraungötu 25-29 víki lítilega frá byggingarreit. Um óverulegt frávik er að ræða sem ekki varðar neina grenndarhagsmuni og þarf því ekki að koma til breytinga á deiliskipulagi, sbr. heimild í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. (Mál nr. 2009509)
 
 
2006442 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi Akrahverfis vegna lóðar fyrir smádreifistöð.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að hafna umsókn um breytingu á deiliskipulagi Akrahverfis vegna staðsetningar smádreifistöðvar við Maltakur.
Tillagan var grenndarkynnt og var tillögunni mótmælt af íbúum við Maltakur 1. (Mál nr. 2006442)
 
 
2009649 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Heiðmerkur vegna legu útivistarstígs frá Vífilsstaðavatni að Grunnuvatnaskarði.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Heiðmerkur sem gerir ráð fyrir breytingu á legu stígs frá Vífilsstaðavatni að Grunnavatnsskarði, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga. Grenndarkynna skal tillöguna Umhverfisstofnun, Landsneti og Skógræktarfélagi Reykjavíkur. (Mál nr. 2009649)
 
 
2008104 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi útgáfu á framkvæmdaleyfi fyrir lagningu útivistarstígs frá Bessastöðum að Norðurnesvegi.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að veita leyfi til framkvæmda samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lagningu útivistarstígs frá Bessastöðum að Norðurnesvegi. Framkvæmdin er í samræmi við deiliskipulag sem gildir fyrir Bessastaði, upphaflega samþykkt 1999, sbr. auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda nr. 500/1999. (Mál nr. 2008104)
 
2. 2010010F - Fundargerð bæjarráðs frá 13/10 ´20.
Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 1. tl., skýrslu um velsæld og velferð íbúa Garðabæjar.

Björg Fenger, ræddi 1. tl., skýrslu um velsæld og velferð íbúa Garðabæjar.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi 1. tl., skýrslu um velsæld og velferð íbúa Garðabæjar.

Gunnar Valur Gíslason, ræddi 4. tl., bréf fjármála- og efnahagsráðuneytisins varðandi framtíð fasteigna á Vífilsstöðum.

Gunnar Einarsson, ræddi 4. tl., bréf fjármála- og efnahagsráðuneytisins varðandi framtíð fasteigna á Vífilsstöðum.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 4. tl., bréf fjármála- og efnahagsráðuneytisins varðandi framtíð fasteigna á Vífilsstöðum.

Fundargerðin sem er 5 tl. er samþykkt samhljóða.
3. 2009044F - Fundargerð fjölskylduráðs frá 30/9 ´20.
Almar Guðmundsson, ræddi bókanir vegna afgreiðslu mála. Almar fór yfir tölulegar upplýsingar sem fjölskyldusviðið tekur saman mánaðarlega um þróun fjárhagsaðstoðar og fjölda tilkynninga vegna barnaverndarmála.

Fundargerðin lögð fram.
4. 2010003F - Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 5/10 ´20.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 3. tl., skóladagskrá, 4. tl., fjölskyldudagskrá haustið 2020 og 5. tl., tónlistarveislu í skammdeginu 2020. Þá sagði Gunnar frá að jazzstund í Sveinatungu sem tekin var upp að frumkvæði menningarfulltrúa og er nú aðgengileg á vefnum. Gunnar upplýsti að fyrirhugað er að taka upp fleiri viðburði og streyma á vefinn m.a. leiðsögn um sýninguna 100% ull í Hönnunarsafni og tónlistarstund með bæjarlistamanni Garðabæjar.

Björg Fenger, ræddi 6. tl., tillögu að undirbúningi íþróttahátíðar og menningarhátíðar í fjölnota íþróttahúsi og sagði frá því að í dag var byrjað að reisa stálbita í grind hússins.

Sigurður Guðmundsson, ræddi rafrænan flutning á lifandi menningaratburðum.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi rafrænan flutning á lifandi menningaratburðum.

Gunnar Valur Gíslason, ræddi rafrænan flutning á lifandi menningaratburðum.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi rafrænan flutning á lifandi menningaratburðum.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi rafrænan flutning á lifandi menningaratburða og almennt möguleika á að streyma atburðum rafrænt.

Björg Fenger, ræddi almennt möguleika á að streyma atburðum rafrænt.

Fundargerðin lögð fram.
5. 2010004F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 8/10 ´20.
Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 1. tl., störf skólahjúkrunarfræðinga í grunnskólum Garðabæjar, 2. tl., menningarviðburði í grunnskólum Garðabæjar, 4. tl., starfsáætlanir grunnskóla Garðabæjar 2020-2021 og 7. tl., þróunarsjóði Garðabæjar.

Fundargerðin lögð fram.
6. 2009041F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 1/10 ´20.
Sigurður Guðmundsson, ræddi 1. tl., breytingu á aðalskipulagi vegna norðurness á Álftanesi og 2. tl. breytingu á aðalskipulagi vegna Vífilsstaðalands.

Ingvar Arnarson, ræddi 1. tl., breytingu á aðalskipulagi vegna norðurness á Álftanesi.

Sigurður Guðmundsson, ræddi 1. tl., breytingu á aðalskipulagi vegna norðurness á Álftanesi.

Gunnar Valur Gíslason, ræddi 1. tl., breytingu á aðalskipulagi vegna norðurness á Álftanesi

Fundargerðin lögð fram.
7. 2009046F - Fundargerð ungmennaráðs frá 14/9 ´20.
Björg Fenger, ræddi 1. tl., gerð myndbanda varðandi forvarnarmál.

Ingvar Arnarson, gerði athugasemd við að fundargerðin er ekki aðgengileg í fundargáttinni.

Sara Dögg Svanhildardóttir, minnti á hugmynd um að bæjarstjórn fundi með ungmennaráði.

Fundargerðin lögð fram.
8. 2009049F - Fundargerð öldungaráðs frá 2/10 ´20.
Almar Guðmundsson, ræddi 1. tl., tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu um aðgerðaráætlun í þjónustu við fólk með heilabilun, 3. tl., endurnýjun forvarnarstefnu, 4. tl., framgang stafrænnar þróunar og þjónustu í Garðabæ og 5. tl. ályktun frá Landssambandi eldri borgara.

Fundargerðin lögð fram.
9. 2001426 - Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 28/9 ´20.
Fundargerðin lögð fram.
10. 2001161 - Fundargerðir stjórnar SSH nr. 502-506 frá 21/9 - 1/10 ´20.
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi kynningu á breytingu á gjaldskrá Sorpu og fjárhagsáætlanir Strætó.

Gunnar Valur Gíslason, ræddi samgönguáætlun og fjárhagsáætlanir Strætó.

Jóna Sæmundsdóttir, ræddi kynningu á gjaldskrá Sorpu og fjárhagsáætlun.

Gunnar Einarsson, ræddi kynningu á gjaldskrá Sorpu og fjárhagsáætlun.

Fundargerðirnar lagðar fram.
11. 2001357 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 25/9 ´20.
Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 2. tl., fjárhagsáætlun 2021, 1. tl., stöðu og horfur í rekstri og fjárfestingum og 3. tl., dómsmál ÍAV gegn byggðasamlaginu vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar.

Fundargerðin lögð fram.
12. 2001425 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 25/9 og 9/10 ´20.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 1. tl., fg frá 25/9, fjárhags- og starfsáætlun 2021-2025 og 4. tl., fg. frá 9/10, gæðamál og stöðu ábendinga frá viðskiptavinum.

Fundargerðirnar lagðar fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).