Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
8. fundur
08.05.2025 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Kjartan Vilhjálmsson aðalmaður, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Einar Þór Einarsson varamaður, Guðlaugur Kristmundsson áheyrnarfulltrúi, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Hrönn Hafliðadóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2406836 - Miðbær, svæði I og II, Garðatorg 1, deiliskipulagsbreyting.
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Miðbæjar sem gerir ráð fyrir byggingarreit fyrir 6 hæða fjölbýlishúsi á lóðinni Garðatorg 1 og breyttri útfærslu á byggingarreit á lóð H, við austurenda yfirbyggðrar göngugötu, ásamt byggingarreit ofan á fremri hluta núverandi húss við Garðatorg 1, sem snýr út að torgi. Tillagan er unnin að hálfu fasteignafélagsins Heima sem er lóðarhafi Garðatorgs 1. Freyr Frostason arkitekt hjá THG gerði grein fyrir tillögunni.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Boða skal til almenns kynningarfundar á meðan á forkynningu stendur og er stefnt að því að hann verði haldinn miðvikudaginn 21.maí nk.
Skipulagsnefnd felur umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum að útfæra vöruaðkomu norðan við Garðatorg 1 með ítarlegri hætti en tillagan gerir ráð fyrir og með áherslu á öryggi vegfarenda.
2. 1405080 - Móar, endurskoðað deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Móa ásamt skýrslu Eflu um umferðarmál innan svæðisins. Jóhanna Helgadóttir arkitekt hjá Nordic-arkitektum og Elín Rita Sveinbjörnsdóttir hjá Eflu gerðu grein fyrir framlögðum gögnum. Tillagan gerir ráð fyrir því að gatan Hrísmóar verði lokuð framan við Hrísmóa 13 að vestanverðu og framan við Hrísmóa 3 að austanverðu. Ný tenging komi frá Bæjarbraut norðan við Garðatorg 2 og þar yrði aðkoma að Miðbæ og að Hrísmóum 1, 6, 8 og 10.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Boða skal til almenns kynningarfundar á meðan á forkynningu stendur og er stefnt að því að hann verði haldinn miðvikudaginn 21.maí nk.
Skipulagsnefnd felur umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum að útfæra vöruaðkomu norðan við Garðatorg 1 með ítarlegri hætti en tillagan gerir ráð fyrir og með áherslu á öryggi vegfarenda.
3. 2203422 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 10. Stígakerfi í þéttbýli og þjónustukerfi
Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til ákvæða og umfjöllunar um stígakerfi í 4. kafla greinargerðar aðalskipulagsins sem fjallar um samgöngu- og þjónustukerfi að lokinni forkynningu í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Haldinn var kynningarfundur þann 2. apríl sl. Lagðar fram þær umsagnir sem borist hafa.
Vísað til úrvinnslu hjá Umhverfissviði og skipulagsráðgjafa.
4. 2410080 - Hnoðraholt - Háholt - Aðalskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til rammhluta Vífilsstaðalands að lokinni forkynningu í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan hlaut forkynningu samhliða tillögu að deiliskipulagi háholts Hnoðraholts.
Lagðar fram þær umsagnir sem borist hafa.
Vísað til úrvinnslu hjá Umhverfissviði og skipulagsráðgjafa.

5. 2409103 - Hnoðraholt-háholt, deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi háholts Hnoðraholts að lokinni forkynningu í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þær umsagnir sem borist hafa lagðar fram.
Tillögu vísað til úrvinnslu hjá Umhverfissviði og skipulagsráðgjafa.
Skipulagsnefnd felur Umhverfissviði og skipulagsráðgjafa að vinna tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts Norður sem lagar sig að tillögu að deiliskipulagi háholtsins sem og tillögu að breytingu aðalskipulags sem nær til sama svæðis.
6. 2505074 - Breiðamýri - Deiliskipulagsbreyting
Lög fram tillaga að breytingu deiliskipulags Breiðumýrar sem gerir ráð fyrir aðkomu og bílastæðum norðan við Lambamýri 1 til þess að bæta aðgengi að fyrirhuguðum fjölnota sal á jarðhæð.
Skipulagsnefnd metur tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Breiðumýrar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. sömu laga. Grenndarkynna skal eigendum eigna við Lambamýri.
7. 2505076 - Gásamýri 2-28 - Fyrirspurn til umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa um útfærslu á þakgerð einnar hæða raðhúsa, ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar.
Skipulagsnefnd telur að útfærslan samræmist markmiði deiliskipulagsins og gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. 3. mgr. sömu greinar hvað þá útfærslu varðar sem fylgir fyrirspurn.
8. 2206092 - Höfðabraut - Númer húsa
Lögð fram tillaga að götuheiti við Höfðabraut á Álftanesi ásamt athugasemdum sem borist hafa.
Skipulagsnefnd beinir því til umhverfissviðs að funda með þeim sem athugasemdir gerðu og ræða ástæðu fyrirhugaðra breytinga á húsnúmerum.
9. 2412118 - Garðprýði 4 - hækkun á vegg - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn með nýrri útfærslu á þakgerð í kjölfar samráðs við skipulagsstjóra.
Skipulagsnefnd telur að útfærslan sé í samræmi við markmið deiliskipulagsins.
10. 2410218 - Móaflöt 51 - Dsk. br. Flata
Lögð fram fyrirspurn um útfærslu á viðbyggingu við endaraðhús að Móaflöt 51.
Skipulagsnefnd metur útfærsluna sem óverulega breytingu deiliskipulags Flata í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. sömu laga.
Grenndarkynna skal eigendum raðhúslengjannna Móaflatar 29-39, Móaflatar 41-51 og Móaflatar 53-59.
11. 2504479 - Markarflöt 41 - Deiliskipulagsbreyting Flata
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Flata sem nær til einbýlishúslóðarinnar Markarflatar 41. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits um 1,7 m til austurs á um 8 metra kafla vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar.
Skipulagsnefnd metur tillöguna sem óverulega breytingu deiliskiplags Flata í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. sömu laga. Grenndarkynna skal eigendum Markarflatar 39, 43, 45 og 47.
12. 2505078 - Þorraholt 2-4, br dsk Hnoðrah Norður.
Lögð fram umsókn Heklu hf um breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður sem gerir ráð fyrir hækkun hámarkshæðar verslunar og þjónustulóðarinnar Þorraholt 2-4 um 38 cm, úr 78 mys. í 78,38 mys. Gerð er grein fyrir ástæðum þess að sótt er um hækkun.
Skipulagsnefnd metur tillöguna sem fylgir umsókn sem óverulega breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. sömu laga.
Grenndarkynna skal eigendum Þorraholts 1, Þorraholts 5-9, Þorraholt 6, Útholts 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23.
13. 2404497 - Skilti við Vífilsstaði/Reykjanesbraut - Stjarnan
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir auglýsingaskilti neðan við Sunnuhvol vestan Vífilsstaða ásamt athugasemdum sem bárust í grenndarkynningu.
Lagðar fram þrívíddarmyndir sem sýna ásýndir skiltis frá húsum við Efstalund og endalóð við Sunnuflöt.

Skipulagsnefnd beinir því til umhverfissviðs að funda með þeim sem athugasemdir gerðu og kynna fyrir þeim viðbótargögnum sem nú liggja fyrir.
14. 2504075 - Breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 - 2025 vegna breyttrar landnotkunar Hrauns vestur, nr. 0723/2024
Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 sem er á forkynningarstigi.
Umsögn skipulagsnefndar Garðabæjar er eftirfarandi:
Með breytingu á landnotkun Hrauns vestur í aðalskipulagi Hafnarfjarðar í miðsvæði (M) telur Garðabær að sú mikla aukning á umferð sem breytingin gerir ráð fyrir muni hafa áhrif innan bæjarmarka Garðabæjar.
Garðabær óskar eftir góðu og virku samtali vegna þátta sem snúa að stíga- og gatnatengingum milli sveitarfélaganna og tekur undir umsögn Vegagerðarinnar, þar sem nefnt er að samtal þurfi að eiga sér stað við bæði Hafnarfjarðarbæ og Garðabæ um hönnun Álftanesvegar og útfærslu tilheyrandi gatnamóta Hafnarfjarðarvegar og Álftanesvegar.
Skipulagsnefnd Garðabæjar óskar eftir kynningu við mótun tillögu á næstu stigum í skipulagsferlinu á fyrirhuguðum breytingum á aðalskipulagi Hafnarfjarðar sem snúa að Hrauni Vestur ásamt samgöngumati fyrir svæðið.
15. 2408308 - Göngu- og hjólastígur um Ásbraut Kópavogi - Umsagnabeiðni.
Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugasemd við tillöguna.
16. 2504037F - Afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 5
Fundargerð lögð fram.
 
2502047 - Vetrarbraut 21A - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2501296 - Kumlamýri 25-27 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
 
2503299 - Þorraholt 7 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2503548 - Eskiás 7 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2504023 - Stekkholt 6 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2504202 - Stekkholt 55-61 - Fyrirspurn til umhverfissviðs
 
 
 
2504217 - Kjarrprýði 4 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2504218 - Kjarrprýði 3 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2504274 - Vorbraut 5 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2504319 - Maríugata 13-15 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2504323 - Suðurhraun 2 - Umsókn um byggingarleyfi - rými 0101 og 0102
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).