Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
44. (1952). fundur
10.11.2020 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Björg Fenger aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Bergljót K Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði samkvæmt heimild í VI. bráðarbirgðarákvæði við sveitarstjórnarlög nr. 138/2011, sbr. lög nr. 18/2020, sbr. auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nr. 780/2020 og samþykkt bæjarstjórnar frá 20. ágúst 2020.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2001444 - COVID-19 - hættustig almannavarna.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi almannavarna sem haldinn var sl. föstudag en þar var m.a. farið yfir samantekt á helstu reglum um takmarkanir og ráðstafanir neyðarstjórna og sveitarfélaga. Kynntar voru leiðbeiningar fyrir velferðarþjónustu sveitarfélaga. Hertar takmarkanir gilda til 17. nóvember nk.

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir skipulagi skólastarfs við hertar takmarkanir og sagði frá hvernig sérfræðiþjónustu væri sinnt í skólunum. Félagsmálastjóri fór yfir stöðu mála á sínu sviði.

Bæjarfulltrúarnir, Gunnar Valur Gíslason, Jóna Sæmundsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir voru á fundi bæjarráðs undir dagskrárliðum 1-2.

Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri var á fundi bæjarráðs undir dagskrárliðum 1-2.
2. 2006130 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar árið 2021 (2021-2024).
Fjármálastjóri gerði grein fyrir vinnu við undirbúning að framlagningu fjárhagsáætlunar.

Boðað hefur verið til fundar með bæjarfulltrúum nk. fimmtudag til að kynna tillögu að fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árin 2021-2024 sem lögð verður fram á næsta fundi bæjarráðs. Fyrri umræða um frumvarp að fjárhagsáætlun 2021-2024 verður á fundi bæjarstjórnar 19. nóvember nk.
3. 2003449 - Leiðréttingar á þjónustugjöldum vegna skerðingar á þjónustu af völdum Covid-19.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tillögu vegna leiðréttingar á gjöldum vegna skertrar þjónustu af völdum Covid-19.

„Í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla fellur niður eða skerðist vegna verkfalls, samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingarinnar.
Í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða veikinda verða gjöld leiðrétt hlutfallslega. Hægt er að fara fram á staðfestingu um sóttkví barns frá rakningateymi ef um er að ræða sóttkví sem ekki tengist viðkomandi starfsemi. Matargjald á leikskólum skal skert ef fjarvera barns varir lengur en 14 almanaksdaga. Sjálfskipuð sóttkví telst ekki til frádráttar.“
Ofangreint nær til þjónustugjalda leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. „
4. 2011047 - Tilkynning frá Hafnarfjarðarbæ um lýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.
ASH endurskoðun Skipl. matsl. 05.10.2020..pdf
5. 2011101 - Bréf Camerarctica varðandi styrk til tónleikahalds í Garðakirkju í desember 2020, dags. 02.11.20.
Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu menningar- og safnanefndar.
Styrkbeiðni.pdf
6. 2009024 - Skipun dómnefndar vegna samkeppni um hönnun leikskóla í Urriðaholti.
Bæjarráð samþykkir að skipa eftirfarandi aðila sem fulltrúa Garðabæjar í dómnefnd vegna framkvæmdasamkeppni um hönnun nýs leikskóla í Urriðaholti.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs.
Kristjana Sigursteinsdóttir, formaður leikskólanefndar.
Hrefna Gunnarsdóttir, leikskólakennari í Urriðaholtsskóla.
7. 2011098 - Erindi Fjölsmiðjunnar um fjárstuðning vegna áhrifa Covid-19, dags. 02.11.20.
Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 og felur bæjarstjóra að taka málið upp á vettvangi stjórnar SSH.
Aukin_fjarframlog_30.10.2020.pdf
8. 2011030 - Bréf Bandalags háskólamanna varðandi styttingu vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki, dags. 02.11.20.
Bæjarstjóri upplýsti að unnið er að mótun tillagna um styttingu vinnutíma dagvinnufólks sem bornar verða undir atkvæði starfsfólks í leynilegri kosningu. Í framhaldinu verða niðurstöðvar lagðar fyrir bæjarráð til umfjöllunar og staðfestingar. Málið verður til kynningar á næsta fundi bæjarráðs.

Bréfritari hefur verið upplýstur um stöðu mála.
Bréf til sveitarfélaga. stytting vinnuviku hjá dagvinnufólki.pdf
9. 2011121 - Bréf Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál., dags. 05.11.20.
Lagt fram.
10. 2011123 - Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis varðandi minningardag fórnarlamba umferðarslysa, dags. 26.10.20.
Lagt fram.
r10eljo_5.11.2020_15-52-05.pdf
11. 2003237 - Auglýsing samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að framlengja til 10. mars 2021 heimild sveitarstjórna að halda fjarfundi í bæjarstjórn og nefndum.
Vegna neyðarástands af völdum Covid-19 farsóttar, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekið ákvörðun um að framlengja heimild allra sveitarstjórna, til að víkja tímabundið frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga um fjarfundi og staðfestingu fundargerða. Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi tillögu.

„Bæjarstjórn samþykkir að heimilað verða að nota fjarfundarbúnað á fundum bæjarstjórnar, bæjarráðs og nefnda sveitarfélagsins og víkja frá skilyrði í 3. mgr. 17.gr. sveitarstjórnlaga þar sem áskilnaður er um miklar fjarlægðir eða erfiðar samgöngur innan sveitarfélagsins, sbr. 1. tl. í auglýsingu ráðherra. Bæjarstjórn samþykkir að fundargerðir verði lesnar upp í lok fundar og samþykktar. Fundargerðir skulu sendar fundarmönnum með tölvupósti og undirritaðar með rafrænum undirskriftum, sbr. 5. tl. í auglýsingu ráðherra. Samþykkt þessi gildir til 10. mars 2021, sbr. auglýsing nr. 780/2020, um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI: bráðbirgðaákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, sbr. lög nr. 18/2020“
12. 1805051 - Fundargerð samráðshóps vegna stækkunar íþróttamiðstöðvar GKG.
Bæjarverkfræðingur gerði nánari grein fyrir stöðu framkvæmda við stækkun íþróttamiðstöðvar GKG.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).