Fundargerðir

Til baka Prenta
Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar
20. fundur
05.06.2024 kl. 16:00 kom skólanefnd grunnskóla Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður, Jóhann Steinar Ingimundarson aðalmaður, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir aðalmaður, Hannes Ingi Geirsson aðalmaður, Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Rakel Steinberg Sölvadóttir áheyrnarfulltrúi, Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hafdís Bára Kristmundsdóttir fulltrúi skólastjóra, Ragnheiður Stephensen fulltrúi kennara.

Fundargerð ritaði: Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2405508 - Þrepaskipt skólaþjónusta í leik- og grunnskólum Garðabæjar
Undir fyrsta lið funduðu leik- og grunnskólanefnd saman. Kolbrún Þorkelsdóttir verkefnastjóri farsældar fór yfir stöðu innleiðingar hjá Garðabæ og Íris Marteinsdóttir ráðgjafi, kynnti þrepaskipta stoð- og skólaþjónustu fyrir leik- og grunnskólanefndum.
2. 2405015 - Ráðning skólastjóra
Farið yfir umsækjendur um stöðu skólastjóra við Flataskóla og vinnuferli við ráðninguna kynnt nefndarmönnum. Heiðveig Hanna Friðriksdóttir var ráðin skólastjóri Flataskóla. Skólanefnd lýsir yfir ánægju með ráðninguna og óskar Heiðveigu Hönnu til hamingju og velfarnaðar í starfi.
3. 2405510 - Viðurkenningar í skólastarfi
Rætt var um að veita viðurkenningar skólanefndar grunnskóla Garðabæjar fyrir framúrskarandi skóla- og frístundastarf í Garðabæ. Tillögunni var vísað til fræðslusviðs til frekari vinnslu og útfærslu með skólastjórnendum.
4. 2405506 - Störf skólanefndar 2023-2024, samantekt og áherslur á komandi skólaári
Samantekt á störfum skólanefndar 2023-2024 lögð fram. Formaður skólanefndar fór yfir störf nefndarinnar og ræddar voru helstu áherslur næsta skólaárs. Formaður þakkaði fyrir gott samstarf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).