07.11.2023 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi. |
|
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason varaformaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri. |
|
Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari. |
|
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: |
|
1. 2308615 - Úttekt á stjórnskipulagi Garðabæjar 2023. |
Á fund bæjarráð kom Arnar Pálsson, ráðgjafi hjá ARCUR og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum og tillögum í drögum að greinargerð um úttekt á stjórnskipulagi Garðabæjar. Gert er ráð fyrir að endanleg greinargerð verði lögð fram á fundi bæjarráðs Garðabæjar 14. nóvember nk. og til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar 16. nóvember nk.
Inga Þóra Þórisdóttir, mannauðsstjóri sat fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.
Að lokinni kynningu ráðgjafa viku embættismenn af fundi við umfjöllun um málið.
|
|
|
|
2. 2310345 - Holtstún 14 - úr landi Eyvindarstaða- Umsókn um byggingarleyfi. |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Sveini Yngva Valgeirssyni, kt. 070887-2909, leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni að Holtstúni 14.
|
|
|
|
3. 2307150 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2024 (2024-2027) |
Farið yfir deildaryfirlit og niðurstöður einstaka málaflokka.
Bæjarráð mun fjalla um fjárhagsáætlun á næstu fjórum fundum sínum og m.a. taka nánar fyrir erindi sem vísað hefur verið til afgreiðslu fjárhagsáætlunar, ábendingar íbúa, álagningu útsvars, álagningu fasteignagjalda og gjaldskrár.
Síðari umræða um fjárhagsáætlun er fyrirhuguð á fundi bæjarstjórnar 7. desember 2023.
|
|
|
|
4. 2307119 - Tillögur um betra starfsumhverfi leikskóla Garðabæjar. |
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir minnisblaði varðandi tillögur um betra starfsumhverfi leikskóla Garðbæjar. Tillögurnar voru unnar af starfshópi sem skipaður var stjórnendum í leikskólum, leikskólafulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs. Tillögurnar hafa verið til umfjöllunar í leikskólanefnd sem samþykkti þær á fundi sínum 18. október sl. og vísaði þeim til afgreiðslu bæjarráðs.
Alls er um að ræða 15 tillögur og er gert ráð fyrir að tillögur 1-11 komi til framkvæmda á vorönn 2024 og á haustönn 2024 verði unnið að aðgerðaráætlun vegna tillagna 12-15 sem vísað verður til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
Jafnframt liggur fyrir tillaga að breyttri gjaldskrá. Í nýrri gjaldskrá verður 38 klst. leikskólavistun á viku sama fjárhæð og í gildandi gjaldskrá. Gjaldskráin hækkar fyrir næstu tvær klst. (39 og 40) en lækkar frá 37 klst. miðað við núverandi gjaldskrá. Áfram verður hægt að sækja um afslátt sem er tekjutengdur. Í breyttri gjaldskrá er lagt til að viðmiðunartekjur verði annars vegar fyrir einstaklinga/forsjáraðila og hins vegar fyrir sambúðarfólk. Afslátturinn verði miðaðar við heildartekjur heimilis þar sem meðaltekjur einstaklings eru allt að 800.000 á mánuði en sambúðarfólks allt að 980.000 kr. á mánuði en var áður 865.469 kr. fyrir báða hópa. Afslátturinn verður áfram sem nemur 40% af almennu leikskólagjaldi. Systkinaafsláttur verður óbreyttur.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögurnar.
Tillögu að gjaldskrá er vísað til sérstakrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
|
|
|
|
|
|
5. 2303698 - Bréf Hestamannafélagsins Sóta varðandi styrk vegna rekstrar reiðhallar, dags. 01.11.23. |
Í bréfinu er farið fram á styrk vegna rekstrar reiðhallar félagsins og styrk vegna kaupa á loftræstibúnaði.
Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
|
|
|
|
6. 2308136 - Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi kæru vegna uppbyggingar byggðar við Víðiholt á Álftanesi. |
Í úrskurðarorði kemur fram að málinu er vísað frá úrskurðarnefndinni. |
|
|
|
7. 2311065 - Erindi Kópavogsbæjar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Kjóavelli vegna nýs byggingarreits fyrir vatnsmiðlunargeymi, dags. 02.11.23. |
Í tillögu að breytingu kemur fram að verið er að gera nýja byggingarreit fyrir nýjaj 4.000 m3 miðlunargeymi í þeim tilgangi að auka afhendingaröryggi á vatni frá Vatnsveitu Kópavogs.
Bæjarráð vísar málinu til meðferðar skipulagsnefndar.
|
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. |