Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
12. (1921). fundur
24.03.2020 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar Fjarfundur - Fundarboð inn á Skype fund kemur sérstaklega..
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Bergljót K Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2001444 - COVID19 neyðarstig almannavarna.
Á fjarfundi bæjarráðs undir dagskrárliðum 1-4 sátu Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri og Vala Dröfn Hauksdóttir, deildarstjóri tölvudeildar.

Bæjarstjóri kynnti reglur um hertar takmarkanir á samkomubanni sem gera ráð fyrir að viðburðir þar sem fólk kemur saman verða takmarkaðir við 20 manns í stað 100 áður og að fjarlægð milli manna verði yfir tveimur metrum.

Þessi fyrirmæli hafa áhrif á þjónustu sveitarfélaga:

Öllum sundlaugum, íþróttamiðstöðvum, söfnum og bókasöfnum á höfuðborgarsvæðinu verður lokað frá þriðjudagsmorgninum 24. mars.
Skólar og leikskólar verða áfram opnir en þeir foreldrar eða forráðamenn sem af einhverjum ástæðum senda ekki börnin sín í skólann þurfa að tilkynna það til skólans líkt og um skólaleyfi sé að ræða.
Önnur þjónusta sveitarfélaganna mun áfram haldast órofin eins og kostur er.

Fyrirmæli þessi tóku gildi frá og með mánudeginum 23. mars kl. 24:00 og gilda þar til annað verður ákveðið.

Sviðstjórar gerðu grein fyrir aðgerðum og helstu áherslum sem verið er að vinna að varðandi starfsemi sem fellur undir þeirra svið. Upplýsingastjóri gerði grein fyrir að unnið er að sameiginlegri upplýsingamiðlun til almennings í samráði við aðgerðastjórn almannavarna ásamt því sem áhersla er lögð á að koma gagnlegum skilaboðum á framfæri við íbúa á vef Garðabæjar.

Upplýst var að á bæjarskrifstofunum þar sem starfa fleiri en 20 manns hefur vinnustaðnum verið skipt upp í tvö aðgreind svæði og þá eru margir starfsmenn að vinna heima.

Fjármálastjóri gerði grein fyrir vinnu fjármálastjóra á höfuðborgarsvæðinu við að meta áhrifa Covid19 á efnahag sveitarfélaganna. Fyrir liggja drög að sviðsmyndum með áætlun um áhrif á fjárhag Garðabæjar þar sem fram kemur samdráttur í tekjum og áætlun um aukin útgjöld hjá félagsþjónustu og annars kostnaður vegna Covid 19. Í undirbúningi er að vinna að tillögum að til að mæta tekjutapi með hugmyndum um hagræðingu og lækkun útgjalda.
2. 2003362 - Ábendingar Sambands íslenskra sveitarfélaga að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf.
Lagðar fram hugmyndir og ábendingar Sambands íslenskra sveitarfélaga að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf.

Um er að ræða þætti sem snúa að fasteignagjöldum og gjaldskrám, framkvæmdum, markaðsátak í ferðaþjónustu og laga- og reglugerðarbreytingum varðandi skattheimtu.

Ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf.pdf
3. 2003391 - Bréf SSH varðandi tillögur að fyrirkomulagi afslátta af þjónustugjöldum leik-, grunnskóla og frístundaheimila, dags. 23.03.20.
Bæjarstjóri kynnti tillögu SSH um um fyrirkomulag afslátta af þjónustugjöldum leik-, grunnskóla og frístundaheimila

Tillagan er svohljóðandi

„Í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla fellur niður eða skerðist vegna verkfalls, samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingarinnar.
- Í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða veikinda verða gjöld leiðrétt hlutfallslega. Ef foreldrar kjósa að nýta sér ekki þjónustu, t.a.m. með vísan til tilmæla yfirvalda um að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum heima ef kostur er á hið sama við.
- Ofangreint nær til þjónustugjalda leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila.
- Ákvörðunin er tímabundin og gildir til loka maí. Endurskoðun fer fram að teknu tilliti til aðstæðna og verður fyrirkomulagið auglýst að nýju eigi síðar en 15.maí n.k.“

Tillögunni fylgir nánari útfærsla og rökstuðningur.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra að vinna að útfærslu hennar.
SSH_adildarsveitarfelog_tillogur gjalda covid. GBR.pdf
4. 2003352 - Leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi fjarfundi.
Lagðar fram.
Leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi fjarfundi..pdf
5. 1908481 - Miðhraun 24 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Smáragarði ehf., kt. 600269-2599, leyfi til að byggja verslunar-, skrifstofu- og lagerhúsnæði að Miðhrauni 24.

6. 2002127 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og nýju deiliskipulagi fyrir Leiðarenda.
Lögð fram.
7. 2003318 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir starfsemi veitingahúss. (Flatey)
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
8. 2003302 - Tilkynning frá umhverfis-og auðlindaráðuneytinu varðandi breytingu á reglugerð um framkvæmdaleyfi í samráðsgátt, dags. 16.03.20.
Lögð fram og vísað til kynningar í skipulagsnefnd.

9. 2003346 - Bréf Alþingis varðandi tillögur um endurskoðun kosningalaga, dags. 19.03.20.
Lagt fram.
10. 2003177 - Ráðning sumarstarfsmanna 2020.
Lagðir fram kostnaðarútreikningar vegna umsókna um sumarstörf ungmenna 2020.

Bæjarráð samþykkir að ráða til sumarstarfa alla þá sem sóttu um starf í umsóknarfresti. Umsóknir sem borist hafa eftir að umsóknarfresti lauk skulu skráðar á biðlista. Bæjarráð leggur til að fyrirvari verði gerður varðandi fjölda vinnuvikna frá því sem fram kom í auglýsingu um sumarstörf.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa gerð viðauka vegna kostnaðarauka við sumarstörf ungmenna.
11. 1912183 - Bréf Íslensku lögfræðistofunnar f.h. umbj. varðandi kröfu um innlausn lóðar og skaðabætur, dags. 06.03.20.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
Kröfubréf á Garðabæ mars 2020.pdf
12. 2003322 - Bréf EBÍ varðandi umsókn í styrktarsjóð, dags. 16.03.20.
Bæjarráð vísar bréfinu til fræðslu- og menningarsviðs.
Styrktarsjóður EBÍ 2020.pdf
13. 2003340 - Bréf Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar varðandi niðurfellingu fasteignagjalda, dags. 18.03.20.
Bæjarráð samþykkir að veita Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar styrk að fjárhæð kr. 9.259.509 til greiðslu fasteignagjalda árið 2020.

14. 2003255 - Erindi Kópavogsbæjar varðandi breytingu á aðalskipulagi - Fannborgarreitur - Traðarreitur-vestur, dags. 13.03.20.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.
15. 2003351 - Erindi JMJ varðandi takmörkun á skólahaldi, dags. 19.03.20.
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs fór yfir þær reglur sem gilda um starfsemi leikskólanna. Leikskólabörnum hefur verið skipt upp í tvo hópa sem mæta annan hvorn dag og er það gert til að koma á móts við ákvæði í auglýsingu heilbrigðisráðherra um að börn séu í sem minnstu hópum og aðskilin eins og kostur er. Sviðsstjóri upplýsti að unnið væri að úrvinnslu umsókna samkvæmt forgangslista almannavarna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara.
16. 2003349 - Tilkynning frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi ferðavenjukönnun fyrir höfuðborgarsvæðið 2019, dags. 19.03.20.
Lögð fram og vísað til umfjöllunar í skipulagsnefnd.
17. 1811027 - Tilboð í lóðir á miðsvæði Álftaness.
Tilboð voru lögð fram á fundi bæjarráðs 10. mars 2020.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála og sagði frá viðræðum við aðila

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
18. 1911325 - Ársreikningur Garðabæjar 2020 - stjórnsýsluskoðun og skýrsla endurskoðenda um innra eftirlit.
Lögð fram stjórnsýsluskoðun og skýrsla endurskoðenda um innra eftirlit.
19. 2003364 - Starfsmannamál
Sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs upplýsti að búið er að ráða Ólöfu Breiðfjörð í starf menningarfulltrúa Garðabæjar og Jóhann Skagfjörð Magnússon í starf skólastjóra Garðaskóla. Sviðsstjóri gerði nánari grein fyrir fjölda umsókna og ráðningarferlinu.

Þá upplýsti sviðsstjóri um vinnu við yfirferð umsókna um starf grunn- og tónlistarskólafulltrúa og sagði frá að staða skólastjóra Flataskóla hafi verið auglýst laus til umsóknar.

Í lok fundar var fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundargerðin verður send fundarmönnum í tölvupósti en undirrituð þegar bæjarráð kemur saman að nýju samkvæmt hefðbundnu fundarformi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).