Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
11. (1920). fundur
17.03.2020 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Bergljót K Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1911325 - Ársreikningur Garðabæjar 2019.
Magnús Jónsson, löggiltur endurskoðandi frá KPMG og Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri mættu á fund bæjarráðs.
Magnús Jónsson gerði grein fyrir rekstri bæjarins á árinu 2019, efnahagsreikningi í árslok og skýringum í ársreikningi. Fjallað var um lykiltölur og helstu niðurstöður.
Bæjarráð samþykkir framlagðan ársreikninginn Garðabæjar 2019 samkvæmt 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur er undirritaður og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fyrri umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð á fundi bæjarstjórnar 19. mars 2020 og síðari umræða á fundi bæjarstjórnar 2. apríl 2020.
2. 2001444 - COVID-19 - neyðarstig almannavarna.
Bæjarstjóri gerði almennt grein fyrir aðgerðum bæjarins vegna neyðarstigs almannavarna og reglum heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólahaldi og samkomum. Lýsti hann verkefninu framundan við að halda starfsemi bæjarins gangandi og hvernig einstaka vinnustaðir eru að bregðast við til að veita þjónustu en um leið að verja vinnustaðinn og starfsmennina með takmörkun á aðgengi og fjarvinnu. Bæjarstjóri sagði frá hugmyndum um aðkomu sveitarfélaganna að efnahagsaðgerðum.
Sviðstjórar gerðu grein fyrir aðgerðum og helstu áherslum sem verið er að vinna að varðandi starfsemi sem fellur undir þeirra svið.
Upplýsingastjóri sagði frá samskiptum og samráði við almannavarnir og upplýsingastjóra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu varðandi almenna upplýsingamiðlun til íbúa á rsvæðinu.

Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.
3. 2003237 - Tilkynning frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi frumvarp til að tryggja að sveitarstjórnir geti starfað við neyðarástand, dags. 12.03.20.
Lögð fram.
4. 2002116 - Langamýri 3 -Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Birgi Þór Karlssyni, kt. 020657-2279, leyfi fyrir innri breytingum við núverandi hús að Löngumýri 3.

5. 1812022 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi deiliskipulag fyrir Garðahraun efra-Fólkvangur.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja að nýju samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu skipulagsnefndar um deiliskipulag fyrir fólkvanginn Garðahraun efra. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga, sbr. 1. mgr. 41. gr. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og liggja fyrir tillögur að svörum. Skipulagsnefnd samþykkti að leggja til eftirfarandi breytingar við auglýsta tillögu: Stikuð leið sem liggur til vesturs frá aðalstíg í miðjum fólkvangi sunnan við Hádegishól verði felld út. Gert verði ráð fyrir aðalstíg sem liggur með deiliskipulagsmörkum Molduhrauns frá fyrirhuguðum aðalstíg meðfram fyrirhugaðri stofnbraut (framlenging Álftanesvegar) að tengingu við aðalstíg í miðjum fólkvangi til móts við lóðina Vesturhraun 5. Deiliskipulagssvæði fólkvangsins stækki sem nemur breidd stígsins á kostnað deiliskipulagssvæðis Molduhrauns. Tenging frá aðalstíg í miðjum fólkvangi að Molduhrauni til móts við Vesturhraun 5 breytist úr stikaðri leið. Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Jafnframt skal senda þeim aðilum sem athugasemdir gerðu umsögn um þær.

Tillaga skipulagsnefndar er lögð fyrir að nýju þar sem allar tilskildar umsagnir lágu ekki fyrir við afgreiðslu málsins í bæjarstjórn 5. september 2019.
6. 1903082 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Bæjargarð.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja að nýju samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu skipulagsnefndar um breytingu á deiliskipulagi Bæjargarðs. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga, sbr 1. mgr. 41. gr. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og liggja fyrir tillögur að svörum. Skipulagsnefnd samþykkti að leggja til eftirfarandi breytingar við auglýsta tillögu. Stígur, skilgreindur sem "aðrir stígar" sem tillaga gerir ráð fyrir vestur frá aðalstíg í hrauninu að fyrirhugaðri stofnbraut (framlengingu Álftanesvegar) fyrir norðan Hádegishól verði felldur út. Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Jafnframt skal senda þeim aðilum sem athugasemdir gerðu umsögn um þær.

Tillaga skipulagsnefndar er lögð fyrir að nýju þar sem allar tilskildar umsagnir lágu ekki fyrir við afgreiðslu málsins í bæjarstjórn 5. september 2019.
7. 2002116 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um byggingarleyfi að Löngumýri 3.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að leyfa útgáfu byggingarleyfis samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytinga á einbýlishúsinu við Löngumýri 3. Fallið var frá grenndarkynningu samkvæmt heimild í 2. ml. 3. mgr. 44. gr skipulagslaga þar sem leyfisskyld framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

8. 2001227 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Iðnbúð og Smiðsbúð.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að samþykkja tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Iðnbúðar og Smiðsbúðar vegna stækkunar á byggingarreit lóðarinnar við Smiðsbúð 3. Tillagan var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga og bárust engar athugasemdir. Breyting skal send Skipulagsstofnun og auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.
9. 2003107 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi austurhluta Urriðaholts.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um óverulega breyting á deiliskipulagi 1. áfanga austurhluta Urriðaholts er varðar lóðir við Maríugötu 2-24, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að mænishæð allra raðhúsa í Maríugötu sem liggja að opna svæðinu Miðgarði lækkar um 1 metra eða úr 6 metrum í 5 metra.
Skipulagsnefnd samþykkir samkvæmt í heimild í 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda/lóðarhafa.

10. 2003119 - Tilkynning frá stjórnarráðinu varðandi skýrslu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar frá flugeldum, dags. 06.03.20.
Lögð fram.
11. 2002152 - Fundarboð/frestun aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga 2020.
Lögð fram tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um frestun á landsþingi Sambandsins og frestun á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga.
12. 2003149 - Tilkynning frá Umhverfisstofnun varðandi áætlun um refaveiðar 2020-2022, dags. 06.03.20.
Lögð fram.

13. 2003046 - Drög að samstarfssamningi og vallarsamningi Garðabæjar og UMFÁ.
Bæjarráð samþykkir samstarfssamning við UMFÁ og samning um rekstur íþróttasvæðis.
UMFÁ 2020 til 2022.pdf
UMFÁ - vallarsamningur til 2022.pdf
14. 2002397 - Drög að samningi Garðabæjar og Skátafélagsins Vífils um hátíðarhöld á sumardaginn fyrsta og 17. júní.
Bæjarráð samþykkir samning við Skátafélagið Vífil um framkvæmd hátíðarhalda á sumardaginn fyrsta og 17. júní í Garðabæ.
Dro¨g4_samningur um framkvæmd ha´ti´ðarhalda 17 ju´ni´ 2020.pdf
Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar - 19 (6.3.2020) - Samningur um 17. júní 2020.pdf
15. 2003233 - Drög að samstarfssamningi Garðabæjar og Skátafélagsins Svana.
Bæjarráð samþykkir samstarfssamning við Skátafélagið Svani.

Skatar Svanir thjonustusamn 2020 til 23 endanlegt.pdf
Re: RE: Re: Skátafélagið Svanir - samstarfssamningur.pdf
16. 2002186 - Opnun tilboða í gatnagerð í Breiðumýri á miðsvæði Álftaness.
Eftirfarandi tilboð bárust í útboði vegna framkvæmda við gatnagerð í Breiðumýri.

1 Karina ehf. kr. 204.633.900
2 Loftorka Reykjavík ehf kr. 204.280.000
3 Grafa og grjót ehf. kr. 232.668.200
4 Garðyrkjuþjónustan ehf. kr. 274.497.600
5 PK Verk ehf. kr. 248.345.000
6 Jón og Margeir ehf. kr. 219.740.000
7 D. ING - Verk ehf. kr. 259.963.500
8 Óskatak ehf. kr. 225.902.600
9 Bjössi ehf. kr. 247.000.000
10 Berg verktakar kr. 228.174.500
11 Háfell ehf. kr. 211.500.370
12 Ístak ehf. kr. 260.689.262
Kostnaðaráætlun kr. 235.410.110

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Loftorku Reykjavík hf., með fyrirvara um að um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og felur bæjarverkfræðingi afgreiðslu málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
17. 1811027 - Tilboð í lóðir á miðsvæði Álftaness.
Tilboð voru lögð fram á fundi bæjarráðs 10. mars 2020.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum forsvarsmenn Dverghamra ehf. sem áttu hæstu boð í einstaka lóðir og viðræðum við forsvarsmenn óstofnaðs félags á ábyrgð Þingvangs ehf. og Íslenskra fasteigna ehf. sem átti hæsta boð í allar þrjár lóðirnar.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
18. 2003234 - Bréf Kvenfélags Garðabæjar varðandi hátíðarhöld 17. júní, dags. 12.03.20.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi um að hátíðarhlaðborð á 17. júní nk. verði í Sveinatungu, fundarsal bæjarstjórnar ásamt því að vera á innitorgi á Garðatorgi. Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu og úrlausnar bæjarstjóra.

Vegna 17. júní hátíðahalda í Garðabæ.pdf
19. 2003235 - Bréf Kvenfélags Garðabæjar varðandi samkomulag um rekstur samkomuhússins að Garðaholti, dags. 12.03.20.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
Samkomulag um rekstur samkomuhússins að Garðaholti.pdf
20. 2003236 - Bréf kórs Vídalínskirkju varðandi styrk vegna söngferðalags til Ungverjalands, dags. 10.03.20.
Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu við úthlutun styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun 2020.
Styrkbeiðni vegna söngferðalags í september 2020.pdf
21. 1911304 - Drög að samningi við Parallel ráðgjöf ehf. varðandi þjónustu við mótun verkefna í stafrænni framþróun.
Bæjarráð samþykkir samning við Parallel ráðgjöf ehf. varðandi ráðgjöf við mótun verkefna í stafrænni framþróun.

22. 2003252 - Bréf Myndstefs varðandi meint brot á sæmdarrétti höfundar, dags. 11.03.20.
Bæjarráð vísar bréfinu til bæjarstjóra.

Stefán Geir og Dómaraflautan_ábending.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).