Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
36. (2089). fundur
26.09.2023 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason varaformaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Harpa Þorsteinsdóttir varamaður, Guðlaugur Kristmundsson varaáheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2307119 - Tillögur um betra starfsumhverfi leikskóla Garðabæjar.
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerð grein fyrir tillögum að betra starfsumhverfi leikskóla sem lagðar hafa verið fram og kynntar í leikskólanefnd. Tillögurnar voru unnar af starfshópi skipuðum leiksskólastjórum og -stjórnendum auk starfsmanna fræðslu og menningarsviðs. Þær miða að því að auka farsæld barna, laða að gott starfsfólk og gera starfsumhverfi leikskólanna eftirsóknarvert.
Leikskólanefnd mun ræða, rýna og vinna tillögurnar áfram á næstu vikum og mun skila af sér endanlegum tillögum til bæjarráðs og bæjarstjórnar að því loknu. Lögð er áhersla á samráð við starfsfólk og foreldra í vinnu nefndarinnar.
Betra starfsumhverfi leikskóla - Kynning september 2023.pdf
Starfsumhverfi í leikskóla í Garðabæ - tillögur.pdf
2. 2309356 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar 2024, dags. 14.09.23.
Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar ásamt fylgigögnum þar sem fram kemur að hlutdeild Garðabæjar árið 2024 er áætluð kr. 2.712.326.

Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
3. 2306192 - Tilkynning frá svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins um framlengingu umsagnarfrests varðandi drög að frumgreiningu vegna legu græna stígsins, dags. 18.09.23.
Lögð fram tilkynning frá svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins um framlengingu umsagnarfrests varðandi drög að frumgreiningu vegna legu græna stígsins til 9. október 2023.

Drög að frumgreiningu vegna legu græna stígsins hafa verið til umfjöllunar hjá skipulagsnefnd og umhverfinefnd. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir og í bókun skipulagsnefndar kemur fram að gert er ráð fyrir legu stígsins í öllum þeim skipulagsáætlunum í Garðabæ sem hann varða. Í bókun umhverfisnefndar er líst ánægju með leið B „Græni stígurinn strax.“

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að taka undir bókanir skipulagsnefndar og umhverfisnefndar varðandi drög að frumgreiningu vegna legu græna stígsins.

Græni stígurinn í græna treflinum frumgreining-drög 01.06.2023.pdf
4. 2309366 - Bréf byggingarfélags námsmanna varðandi samstarf um byggingu námsmannaíbúða, dags. 15.09.23.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
Ósk um lóðir og samstarf um uppbyggingu námsmannaíbúða.pdf
5. 2309507 - Tilkynning frá innviðaráðuneytinu varðandi hvítbók um skipulagsmál í samráðsgátt, dags. 20.09.23.
Lögð fram tilkynning frá innviðaráðuneytinu varðandi hvítbók um skipulagsmál sem kynnt hefur verið í samráðsgátt. Frestur til að senda inn umsagnir eða ábendingar er til og með 31. október.

Bæjarráð vísar málinu til kynningar í skipulagsnefnd og umhverfisnefnd.
6. 2309496 - Tilkynning frá Reykjavíkurborg varðandi verkefnalýsingu á fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi vegna legu Sundabrautar, dags. 20.09.23.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.
7. 2309452 - Tilkynning Hafnarfjarðarbæjar varðandi verkefnalýsingu á fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi vegna iðnaðarsvæðisins I4, dags. 19.09.23.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.
8. 2309536 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar Ungmennafélags Álftaness um tímabundið áfengisleyfi í íþróttamiðstöð Álftaness.
Lögð fram umsókn Ungmennafélags Álftaness um tímabundið áfengisleyfi í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi á leik Álftaness og Tindastóls sem fram á að fara sunnudaginn 8. október 2023.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
9. 2308537 - Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árið 2022.
Lögð fram ársskýrslu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árið 2022 ásamt tilkynningu ráðuneytisins um ársfund sjóðsins sem haldinn var 20. september 2023.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir framlögum til sjóðsins og ráðstöfun þeirra til einstakra málaflokka.

Bæjarráð samþykkir að taka málefni Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir að nýju á næsta fundi bæjarráðs og er bæjarstjóra falið að vinna að gerð ályktunar um málið.
10. 2309543 - Bréf Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um réttlát græn umskipti, 3. mál, dags. 22.09.23.
Lagt fram.
11. 2304082 - Tilkynning Sjúkratrygginga um fjölgun rýma í dagdvöl Ísafoldar, dags. 22.09.23.
Lögð fram tilkynning Sjúkratrygginga þar sem fram kemur að samþykkt hefur verið að fjölga dagdvalarrýmum á Hrafnistu Ísafold úr 20 í 30. Almenn rými fara úr 16 í 22 og sérhæfð rými fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóm fari úr 4 í 8.

Bæjarráð lýsir yfir sérstakri ánægju með samþykkt Sjúkratrygginga um fjölgun dagdvalarrýma á Hrafnistu Ísafold.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).