Fundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskylduráð Garðabæjar
11. fundur
18.11.2020 kl. 16:00 kom fjölskylduráð Garðabæjar saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Almar Guðmundsson formaður, Bjarni Theódór Bjarnason aðalmaður, Sigþrúður Ármann aðalmaður, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir aðalmaður, Harpa Þorsteinsdóttir aðalmaður, Guðrún Hrefna Sverrisdóttir félagsráðgjafi, Hildigunnur Árnadóttir félagsráðgjafi, Snædís Björnsdóttir verkefnastjóri, Eva Ósk Ármannsdóttir .

Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir Umsjónarfélagsráðgjafi.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1508464 - Barnaverndarmál
Mál 1508464, varanleg fósturvistun barns utan heimilis, lagt fyrir fjölskylduráð. Úrskurðað að vista barn utan heimilis tímabundið. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundarins.
2. 2003150 - Barnaverndarmál
Tekið fyrir mál nr. 2003150, beiðni um afléttingu nafnleyndar. Beiðni synjað. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundarins.
3. 2011089 - Umsókn um fjárhagsaðstoð
Tekið er fyrir mál nr. 2011089, umsókn um námsstyrk. Fjölskylduráð fjallar um málið og bókar nánar um það í trúnaðarmálahluta fundargerðar. Umsókn um námsstyrk er samþykkt.
4. 2011157 - Umsókn um fjárhagsaðstoð
Tekið er fyrir mál nr. 2011157, umsókn um námsstyrk. Fjölskylduráð fjallar um málið og bókar nánar um það í trúnaðarmálahluta fundargerðar. Umsókn um námsstyrk er samþykkt.
5. 2009193 - Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna COVID19
Tekið fyrir mál nr. 2009193. Fyrir fundinum liggja reglur Garðabæjar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021 sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum 17. nóvember 2020. Fjölskylduráð fjallar um reglurnar og mun fjalla um þau ágreiningsmál sem lögð eru fyrir ráðið í samræmi við 4. gr. reglnanna um málsmeðferð.
6. 1903268 - Tölulegar upplýsingar og rannsóknir í barnavernd og fjárhagsaðstoð 2016-
Tekið er fyrir mál nr. 1903268, skýrslur Rannsókna & greininga á högum ungmenna í 8.-10. bekk í Garðabæ og aðrar tölulegar upplýsingar er varða velferð barna og fjölskyldna. Fjallað var um málið og helstu upplýsingar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).