Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
39. (1947). fundur
06.10.2020 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Björg Fenger aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Bergljót K Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2010034 - Verkfærakista sveitarfélaga í loftslagsmálum.
Á fund bæjarráðs kom Eygerður Margrétardóttir, verkefnastjóri umhverfis- og úrgangsmála hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Eygerður kynnti verkfærakistu sveitarfélaga í loftlagsmálum en henni er ætlað að styðja íslensk sveitarfélög til að vinna aðgerðarmiðaða stefnumótun í loftslagsmálum, fylgja henni eftir og vakta árangur.

Bæjarfulltrúarnir, Sara Dögg Svanhildardóttir, Gunnar Valur Gíslason, Harpa Þorsteinsdóttir og Jóna Sæmundsdóttir sátu fund bæjarráðs undir dagskrárliðum 1-7.

Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir dagskrárliðum 1-7.

Guðbjörg Brá Gísladóttir, deildarstjóri og umhverfis og framkvæmda sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
200921 - Verkfærakista sveitarfélaga í loftslagsmálum.pdf
2. 2001444 - Covid19 - hættustig almannavarna.
Bæjarstjóri sagði frá fundi almannavarna sl. sunnudag en þar var upplýst um ákvörðun ríkislögreglustjóra að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnarlækni. Hertar opinberar aðgerðir tóku gildi 5. október þar sem m.a. er miðað við 20 manna fjöldatakmörkun.

Neyðarstjórn Garðabæjar kom saman í gær og fór nánar yfir einstaka þætti er snúa að starfsemi bæjarins. Í reglum er settar hafa verið koma fram takmarkanir varðandi starfsemi sundlauga og leiðbeiningar varðandi starfsemi leik- og grunnskóla.

Á bæjarskrifstofunum verður tryggt að ekki fleiri en 20 starfsmenn verði í vinnu í hverju aðgreindu hólfi. Aðrir vinna að heiman. Á neyðarstigi almannavarna er meginreglan að allir fundir í bæjarstjórn, bæjarráði og nefndum verði með fjarfundarbúnaði.

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og félagmálastjóri fóru yfir stöðu mála á sínum sviðum.
3. 2006130 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar árið 2021 (2021-2024).
Fjármálastjóri gerði grein fyrir innheimtu útsvars á tímabilinu janúar ? september 2020 og vinnu við gerð útkomuspár. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga má gera ráð fyrir hækkun útsvarsstofns um 1% og við áætlun ársins þarf að taka mið af samdrætti á árinu 2020. Stofn til álagningar fasteignaskatts liggur fyrir samkvæmt mati sem birt var í maí sl. og þá hafa borist fyrstu upplýsingar frá Jöfnunarsjóði um framlög á árinu 2021.

Fjármálastjóri sagði frá að þessa dagana eru að berast gögn frá forstöðumönnum um tillögur að áætlun einstakra stofnana og gera megi ráð fyrir að þau liggi öll fyrir í byrjun næstu viku. Stefnt er að því að fyrstu drög að heildaráætlun geti legið fyrir í lok þeirrar viku.
4. 1912313 - Yfirlit yfir endurskoðun á útgjaldajöfnunarframlögum 2020.
Lagt fram yfirlit yfir endurskoðun útgjaldajöfnunarframlaga, dags. í sept. 2020.
5. 2010001 - Yfirlit yfir áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árið 2021.
Lögð fram tilkynning frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um áætluð framlög árið 2021.
6. 2010040 - Samkomulag um afkomumarkmið og efnahag sveitarfélaga fyrir 2021-2025.
Bæjarstjóri kynnti nánar helstu þætti samkomulagsins.
7. 2006641 - Úttekt starfshóps sumarvinnu á aðgengi fyrir hreyfihamlaða á helstu stofnunum, leiksvæðum og strætóbiðstöðvum í Garðabæ.
Lögð fram og vísað til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 og til kynningar í fjölskylduráði, íþrótta- og tómstundaráði og samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.

Við samþykkt fjárhagsáætlunar skal gera drög að aðgerðaráætlun og forgangsröðun verkefna á grundvelli samþykktra fjárheimilda.
8. 2009285 - Krókamýri 46 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Margréti Ormslev Ásgeirsdóttur, kt. 101281-4269. leyfi til að byggja við núverandi hús að Krókamýri 46.
9. 1711297 - Suðurhraun 12a -Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Veritas Capital, kt. 530602-3380 leyfi fyrir innri breytingum núverandi húss að Suðurhrauni 12a.
10. 2004076 - Maríugata 26-28 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Gerð ehf., kt. 530116-0180, leyfi til að byggja fjölbýlishús með 16 íbúðum á lóðunum að Maríugötu 26-28.
11. 1912201 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi skipulagslýsingu varðandi breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna endurskoðunar stíga og reiðvega í upplandi.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi er nær til upplands Garðabæjar, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Leita skal umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnum, öðrum umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi.
12. 2009538 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag fyrir útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um lýsingu vegna deiliskipulags fyrir útivistarsvæðis í Urriðavatnsdölum, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Leita skal umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnum, öðrum umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi.
13. 2009434 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi frávik frá deiliskipulagi vegna útgáfu á byggingarleyfi hússins að Kinnargötu 20.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að heimila útgáfu byggingarleyfis þó að dyr bílgeymslu og aðalinngangs einbýlishússins að Kinnargötu 20 séu með þakskyggni og ekki inndregnar og þá er gert ráð fyrir að þakhalli verði 12° í stað 15°. Um óverulegt frávik er að ræða sem ekki varðar neina grenndarhagsmuni og þarf því ekki að koma til breytinga á deiliskipulagi sbr. heimild í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umsókn um geymslu utan byggingarreits er hafnað.
14. 2009511 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi frávik frá deiliskipulagi vegna útgáfu á byggingarleyfi hússins að Holtsvegi 55.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að heimila útgáfu byggingarleyfis þó að fjórar íbúðir sem eru 90,5 m2 að stærð í fjölbýlishúsinu að Holtsvegi 55 hafa ekki bílastæði í bílgeymslu. Um óverulegt frávik er að ræða sem ekki varðar neina grenndarhagsmuni og þarf því ekki að koma til breytinga á deiliskipulagi sbr. heimild í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
15. 2009182 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi Akrahverfis vegna lóðarinnar við Ljósakur 6.
Lögð fram.
16. 2009610 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts vestra vegna lóðar fyrir dælustöð við Hraunsholtsbraut.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Hraunsholts vestra (Ásahverfis) sem gerir ráð fyrir lóð fyrir dælustöð við Hraunsholtsbraut á móts við gatnamót Drafnaráss, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga. Grenndarkynna skal lóðarhöfum að Furuási 2 og Eikarási 1.
17. 2009509 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi frávik frá deiliskipulagi við útgáfu á byggingarleyfi hússins að Hraungötu 25-29.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að heimila útgáfu byggingarleyfis þó að bílgeymsla fjölbýlishúsanna við Hraungötu 25-29 víki lítilega frá byggingarreit Um óverulegt frávik er að ræða sem ekki varðar neina grenndarhagsmuni og þarf því ekki að koma til breytinga á deiliskipulagi sbr. heimild í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
18. 2006442 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi Akrahverfis vegna lóðar fyrir smádreifistöð.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að hafna umsókn um breytingu á deiliskipulagi Akrahverfis vegna staðsetningar smádreifistöðvar við Maltakur.
Tillagan var grenndarkynnt og var tillögunni mótmælt af íbúum við Maltakur 1.

19. 2009649 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Heiðmerkur vegna legu útivistarstígs frá Vífilsstaðavatni að Grunnuvatnaskarði.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Heiðmerkur sem gerir ráð fyrir breytingu á legu stígs frá Vífilsstaðavatni að Grunnavatnaskarði, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga. Grenndarkynna skal tillöguna Umhverfisstofnun, Landsneti og Skógræktarfélagi Reykjavíkur.
20. 2008104 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi útgáfu á framkvæmdaleyfi fyrir lagningu útivistarstígs frá Bessastöðum að Norðurnesvegi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að veita leyfi til framkvæmda samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lagningu útivistarstíg frá Bessastöðum að Norðurnesvegi . Framkvæmdin er í samræmi við deiliskipulag sem gildir fyrir Bessastaði, upphaflega samþykkt 1999, sbr. auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda nr. 500/1999.
21. 2009650 - Bréf Umhverfisstofnunar varðandi áform um friðlýsingu Urriðakotshrauns, dags. 29.09.20.
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar þar sem kynnt eru áform um friðlýsingu Urriðakotshrauns. Frestur til að gera athugasemdir við áformin eru til og með 4. desember 2020.
Áform um friðlýsingu Urriðakotshrauns.pdf
Kort tillaga að mörkum Urriðakotshrauns.pdf
22. 2009557 - Erindi Félags heyrnalausra varðandi stuðning vegna kynningar á táknmáli í leikskólum, dags. 27.09.20.
Bæjarráð vísar erindinu til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

Táknmálsdrekinn táknmál í leikskólum.pdf
23. 1911015 - Opnun tilboða í byggingarrétt lóðarinnar við Eskiás 10.
Eftirfarandi tilboð bárust í byggingarrétt lóðarinnar við Eskiás 10.

AB Group ehf. 640804-2030 88.000.000
Mannverk framkvæmdir ehf. 630614-0580 110.448.000
Sérverk ehf. 571091-1279 55.000.000
M3 Eignarhald ehf. 541019-0650 115.100.000
Húsvirki hf. 581281-0139 120.500.001
Mótás hf. 580489-1259 154.000.000
FS Glaðheimar 580615-0820 88.500.007
Mosóhöllin ehf. 470303-2470 106.000.000
RT tækjaleiga ehf. 410607-0890 149.000.000
Meistarasmíð ehf. 661011-0410 75.100.000
Motown ehf. 530308-0570 131.500.000
Fasteignafélagið Pluma ehf. 691110-1090 33.000.000
Fjölhús ehf. 561198-2259 24.300.000

Með vísan til greinar 3.3. í úthlutunar og útboðsskilmála skal hæstbjóðanda Mótás hf. tilkynnt um að félagið beri að skila gögnum um fjárhagsstöðu, fjármögnun lóðar og byggingarframkvæmda. Berist fullnægjandi gögn verður tilboðið lagt að nýju fyrir bæjarráð.
24. 2007149 - Tilboð í byggingarrétt einbýlishúsalóðar við Brúnás 12.
Lagt fram tilboð Hilmars Snæs Rúnarssonar og Berglindar Evu Gísladóttur að fjárhæð kr. 25.000.000 án gatnagerðargjalda í lóðina við Brúnás 12.

Bæjarráð samþykkir tilboðið með fyrirvara um staðfestingu á fjármögnun og undirritun úthlutunarsamnings í samræmi við söluskilmála.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).