Fundargerðir

Til baka Prenta
Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar
36. fundur
24.11.2021 kl. 08:15 kom skólanefnd grunnskóla Garðabæjar saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Jóhann Steinar Ingimundarson aðalmaður, Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir aðalmaður, Sturla D Þorsteinsson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Ásta Kristín Ingólfsdóttir fulltrúi kennara, Hjörtur Jónsson fulltrúi foreldra, Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi, Jóhann Skagfjörð Magnússon .

Fundargerð ritaði: Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi Garðabæjar.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2106328 - Ytra mat - Hofsstaðaskóli
Skólastjóri Hofsstaðaskóla kynnti niðurstöður ytra mats og umbótaáætlun skólans.
2. 2012042 - Skólastefna Garðabæjar 2020
Upplýst var um stöðu við endurgerð menntastefnu.
3. 2010507 - Kórónaveira-COVID 19, staðan í grunnskólum
Farið yfir stöðuna í grunnskólum Garðabæjar síðustu vikur. Skólanefnd þakkar starfsfólki grunnskóla bæjarins fyrir fagmennsku og þrautseigju í störfum sínum.
4. 2111258 - Þróunarsjóður grunnskóla 2022
Rætt var um stöðu sjóðsins. Skólanefnd leggur áherslu á mikilvægi sjóðsins fyrir skólsamfélagið í bænum, áframhaldandi skólaþróun og starfsánægju. Farið yfir áherslur sjóðsins sl. ár og áherslur úthlutunar 2022.
5. 2111257 - Kynning og samtal við stjórnendur Garðaskóla
Skólanefnd þakkar skólastjóra Garðaskóla áhugaverða kynningu og fagnar því að kynna sér skólastarfið með þessum hætti.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).