Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
25. (2173). fundur
08.07.2025 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Margrét Bjarnadóttir varamaður, Gunnar Valur Gíslason varamaður, Ingvar Arnarson varamaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.

Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2505453 - Lindarflöt 26 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Sigríði Bryndísi Stefánsdóttur, kt. 120673-3949, leyfi til að breyta þaki og til að breyta útveggjaklæðningu að Lindarflöt 26.
2. 2504279 - Markarflöt 41 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Teiti Páli Reynissyni, kt. 240588-2699 leyfi fyrir viðbyggingu að Markarflöt 41.
3. 2503299 - Þorraholt 7 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita ÞG Hnoðraholti ehf., kt. 66024-0470, leyfi fyrir byggingu fjölbýlishúss með 92 íbúðum að Þorraholti 7.
4. 2507025 - Veitumál í Garðabæ - Kynning
Sviðsstjóri umhverfissviðs kynnti stöðu veitumála í Garðabæ. Gerð var grein fyrir Vatnsveitu Garðabæjar og vatnsvinnslu allra sveitarfélaga úr Heiðmörk ásamt framleiðslugetu miðað við framtíðarspá. Þá var farið yfir stöðu hitaveitu og eftirspurnarspá hitaveitu ásamt verkefnum framundan. Loks var gerð grein fyrir stöðu fráveitumála í Garðabæ, uppbyggingaráforma á Álftanesi og stöðu Skerjafjarðarveitna.
Veitur Garðabær.pdf
5. 2506657 - Opnun tilboða í verkið, Reglubundið eftirlit og viðhald loftræsikerfa.
Afgreiðslu málsins frestað.
6. 2005438 - Endurskoðun reglna um félagslegt leiguhúsnæði Garðabæjar.
Snædís Björnsdóttir lögfræðingur á velferðarsviði kynnti endurskoðaðar reglur Garðabæjar um félagslegt leiguhúsnæði.
Bæjarráð samþykkir samhljóða reglur um félagslegt leiguhúsnæði Garðabæjar.
7. 2506673 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar Infront ehf. um leyfi til reksturs í Miðhrauni 24.
Lögð fram beiðni Infront ehf., kt. 460320-1000, vegna umsóknar um leyfi til reksturs - veitingaleyfi í flokki II - C veitingastofa og greiðasala, að Miðhrauni 24.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
8. 2507065 - Tilkynning frá innviðaráðuneytinu varðandi fræðslu um hinsegin málefni fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga, dags. 4. júlí 2025.
Lagt fram.
9. 2502221 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 13/6 ´25.
Lagt fram.
10. 2501492 - Fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 13/6 ´25.
Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).