Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
14. fundur
23.11.2023 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður, Sigþrúður Ármann varamaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir varaáheyrnarfulltrúi, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Hrönn Hafliðadóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Egill Daði Gíslason deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2311147 - Vorbraut 1, br á dsk Hnoðraholts norður.
Skipulagsstjóri gerði grein fyrir athugun á heildaráhrifun og fordæmisgildi fjölgunar íbúða.
Skipulagsstjóra falið að vinna tillögu að breytingu deiliskipulags sem nær til allra fjölbýlishúsalóða við Vorbraut.
2. 2311111 - Vorbraut 3 og 7 - fjölgun íbúða - Deiliskipulag
Skipulagsstjóri gerði grein fyrir athugun á heildaráhrifun og fordæmisgildi fjölgunar íbúða.
Skipulagsstjóra falið að vinna tillögu að breytingu deiliskipulags sem nær til allra fjölbýlishúsalóða við Vorbraut.
3. 2311200 - Vorbraut 19 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa um útfærslu fjölbýlishúsalóðarinnar Vorbraut 19 sem myndi m.a. gera ráð fyrir fjölgun íbúða um tvær og fjölgun bílastæða á lóð sem þeim nemur. Einnig gerir útfærsla ráð fyrir kjallara fyrir geymslur o.þ.h.
Skipulagsstjóri gerði grein fyrir athugun á heildaráhrifun og fordæmisgildi fjölgunar íbúða.
Skipulagsstjóra falið að vinna tillögu að breytingu deiliskipulags sem nær til allra fjölbýlishúsalóða við Vorbraut.
4. 2311453 - Vorbraut deildiskiptulagsbreyting - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa að Vorbraut 5, 9,11,15 og 17 þar sem spurt er m.a. hvort heimilað verði að fjölga íbúðum um 3 í hverju húsi en um leið heimilað að gera bílakjallara.
Skipulagsstjóri gerði grein fyrir athugun á heildaráhrifun og fordæmisgildi fjölgunar íbúða.
Skipulagsstjóra falið að vinna tillögu að breytingu deiliskipulags sem nær til allra fjölbýlishúsalóða við Vorbraut.
5. 2311304 - Útholt 14 bílastæði - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa um tilfærslu á bílastæðum innan einbýlishúsalóðarinnar Útholt 14.
Skipulagsnefnd metur tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga. Grenndarkynna skal eigendum Útholts 12 25, 27 og 41 sem og Stekkholts 1 og 2 og Vorbrautar 7 og 9.
Baldur Ó.Svavarsson vék af fundi undir þessum lið.
6. 2203672 - Erindi um að koma að uppbyggingu íbúðarbyggaðr á Hleinum.
Lagt fram minnisblað skipulagsstjóra um beiðni Byggingarsamvinnufélags eldri borgara í Garðabæ um að svæði norðan við Boðahlein og Naustahlein verði ráðstafað til félagsins til uppbyggingar á einnar hæðar sérbýlisbyggð ætluðum félagsmönnum.
Í minnisblaðinu eru tveir kostir skoðaðir, svæðið norðan við Hleina og svæði í Hnoðraholti. Niðurstaðan er sú að báðir kostir komi til greina hvað skipulagsforsendur varðar en vinna þarf breytingu á deiliskipulagi Hleina að Langeyrarmölum ef ráðist verður í uppbyggingu á því svæði. Ef Hnoðraholt yrði fyrir valinu þyrfti að vinna tillögu að 2.áfanga norðurhluta Hnoðraholts . Hvorugur kosturinn kallar á aðalskipulagsbreytingu.
7. 2311063 - Gilsbúð 7 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn húseiganda um það hvort heimilað verði að innrétta íbúðir á efri hæð hússins sem er á atvinnulóð. Ekkert deiliskipulag telst í gildi á svæðinu en í aðliggjandi athafnahverfi í Iðnbúð og Smiðsbúð eru heimilaðar íbúðir á efri hæðum.
Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði.
8. 2302193 - Ásahverfi, farsímasamband.
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Hraunsholts vestra (Ásahverfis) sem gerir ráð fyrir staðsetningu 12 metra hás staurs fyrir farsímasenda á opnusvæði vestan við Stórás og austan og norðan við Ásabraut.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Vekja skal sérstaklega athygli á auglýsingunni með dreifibréfi í aðliggjandi hús. Skýringarmynd sem sýnir útlit og umfang staursins skal vera hluti af grenndarkynntum gögnum.
9. 2306582 - Þórukot - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulag Helguvíkur sem gerir ráð fyrir staðsetningu 12 metra hás staurs fyrir farsímasenda á horni Suðurnesvegar og Höfðabrautar, hjá grenndargámastöð.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Vekja skal sérstaklega athygli á auglýsingunni með dreifibréfi í aðliggjandi hús. Skýringarmynd sem sýnir útlit og umfang staursins skal vera hluti af grenndarkynntum gögnum.
10. 2302465 - Akrakot - Fjarskipti - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi sem gerir ráð fyrir staðsetningu 12 metra hás staurs fyrir farsímasenda við Jörfaveg vestan Fálkastígs.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Grenndarkynna skal öllum íbúum á Norðurnesi. Skýringarmynd sem sýnir útlit og umfang staursins skal vera hluti af grenndarkynntum gögnum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).