Fundargerðir

Til baka Prenta
afgreiðslufundir skipulagsstjóra
13. fundur
11.11.2020 kl. 09:30 kom afgreiðslufundir skipulagsstjóra saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Eysteinn Haraldsson , Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Anna María Guðmundsdóttir , Guðbjörg Brá Gísladóttir .

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2009276 - Brekkuskógar 9 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi sem vísað var til grenndarkynningar. Lögð fram gögn þar sem eigendur eigna sem grenndarkynning náði til hafa með áritun sinni lýst því yfir að þeir gera ekki athugasemd við tillöguna. Með vísan í 3.mgr.44.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 er tímabil grenndarkynningar hér með stytt og skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að byggingarleyfið verði veitt.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
2. 2010462 - Blikanes 22 - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Arnarness sem gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits til norðausturs vegna viðbyggingar við norðurálmu íbúðarhúss.
Skipulagsstjór metur breytinguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Arnarness í samræmi við 2.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar.
Grenndarkynna skal eigendum Blikaness 19,20,21 og 24 sem og Tjaldaness 17.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
3. 2007070 - Seinakur 8 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Akralands sem vísað var til grenndarkynningar. Lögð fram gögn þar sem eigendur eigna sem grenndarkynning náði til hafa með áritun sinni lýst því yfir að þeir gera ekki athugasemd við tillöguna. Með vísan í 3.mgr.44.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 er tímabil grenndarkynningar hér með stytt og tillagan skoðast því samþykkt sem óveruleg breyting deiliskipulags Akralands.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
4. 2006442 - Smádreifistöð við Maltakur
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulagi Íþrótta og skólasvæðis við Skólabraut sem vísað hefur verið til grenndarkynningar. Tillagan gerir ráð fyrir lóð og byggingarreit fyrir smádreifistöð Veitna.
Lagt fram erindi frá skólameistara Fjölbrautarskólans í Garðabæ þar sem fram kemur að skólinn geri ekki athugasemd við tillöguna.
Með vísan í 3.mgr.44.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 er tímabil grenndarkynningar hér með stytt og tillagan skoðast því samþykkt sem óveruleg breyting deiliskipulags Íþrótta og skólasvæðis við Skólabraut
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
5. 2007134 - Holtsvegur 53 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi sem gerir ráð fyrir nokkrum smærri atriðum sem ekki er í samræmi við deiliskipulag.
Í umsögn deiliskipulagshöfundar kemur fram að um minniháttar frávik sé að ræða.
Með vísan í umsögn deiliskipulaghöfundar gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað þessi atriði varðar. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
6. 2010484 - Kinnargata 31-33 - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Lögð fram fyrispurn hönnuðar um þakform og stöðu þess gagnvart deiliskipulagi. Vísað til umsagnar deiliskipulagshöfundar og Urriðaholts ehf.
7. 2007394 - Maríugata 31-37 breytingar á raðhúsi - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Eigandi lóðarinnar hefur óskað eftir því að deiliskipulagsbreytingin verði afturkölluð. Skipulagsstjóri fellst á það.
8. 2011173 - Víkurgata 1-7, dsk breyting
Lögð fram fyrirspurn um fjölgun íbúða við Víkurgötu 1-7 um eina.
Vísað til umsagnar hjá deiliskipulagsráðgjafa og Urriðaholti ehf.
9. 2011067 - Breyting á deiliskipulag Hafnarfjarðarvegar frá Vífilsstaðavegi að Lyngási. Hjólaskýli.
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Hafnarfjarðarvegar sem gerir ráð fyrir byggingarreit fyrir hjólaskýli og biðskýli við stoppistöð Strætó hjá Ásgarði. Einnig er gert ráð fyrir að stígur meðfram Hafnarfjarðarvegi falli út en það er gert til að hlífa trjábelti sem þar er til staðar. Stígurinn verður hinsvegar sunnanmegin við trjábeltið og þá inni á deiliskipulagssvæði Ásgarðs. Það deiliskipulag gerir ráð fyrir gangstétt meðfram bílastæði þannig að umferð verður beint um þá gangstétt.
Skipulagsstjóri metur breytinguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Hafnarfjarðarvegar í samræmi við 2.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr 123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar. Grendarkynna skal eigendum Bitabæjar, stjórnendum Garðaskóla, Vegagerðinni og Strætó.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).