Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
9. fundur
27.09.2022 kl. 16:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Hlynur Elías Bæringsson aðalmaður, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2111064 - Breyting á vaxtarmörkum svæðisskipulags í landi Garðabæjar. Aðal- og svæðisskipulagsbreyting.
Lögð fram bókun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins þar sem fram kemur að nefndin feli svæðisskipulagsstjóra að hefja gerð lýsingar fyrir svæðisskipulagsbreytingu í samstarfi við skipulagsstjóra Garðabæjar þar sem gert verði ráð fyrir breytingu á vaxtarmörkum í Smalaholti og Rjúpnahlíð.
Skipulagsnefnd Garðabæjar felur skipulagsstjóra að breyta áður samþykktri lýsingu svæðis-og aðalskipulagsbreytingar þannig að hún nái eingöngu til fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar.
Eftir sem áður er stefnt að því að tillögur að breytingum svæðisskipulags og aðalskipulags hljóti samhliða ferli.
2. 2102111 - Víðiholt íbúðabyggð. Deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Víðiholt að lokinni auglýsingu ásamt innsendum athugasemdum og umsögnum.

Tillagan var auglýst frá 10. nóvember 2021 til og með 16. febrúar 2022.
Alls bárust 15 erindi með athugasemdum sem varða ýmist tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Víðiholt eða tillögu að deiliskipulagi Hesthúsahverfis í Breiðumýri (Sótasvæði).
Varðandi þau varnaðarorð sem fram koma í bókun heilbrigðisnefndar um nálægð hesthúsabyggðar við íbúðarbyggð þá telur skipulagsnefnd að sú nálægð sé í samræmi við það yfirlýsta leiðarljós að Álftanes sé "sveit í borg".

Skipulagsnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á auglýstri tillögu:
-Íbúðareiningum innan skipulagssvæðisins fækkar úr 75 í 70. Raðhús næst Lyngholti fellt út, íbúðum í fjölbýlishúsum fækkar um fjórar.
-Byggingarreitir fjölbýlishúsa styttast um 4,5 m í suðurenda. Fjarlægð þeirra frá lóðarmörkum við Asparholt 2 og 4 verður 15,1 í stað 10,6.
-Byggingarreitir raðhúsa minnka lítillega og færast fjær húsum við Asparholt, verða 10,4 m frá lóðarmörkum þeirra húsa í stað 6-7 m.
-Gert verði ráð fyrir 3 m bili fyrir göngustíg á milli lóða í Asparholti og Víðiholti frá Breiðumýri að göngustíg milli Lyngholts og Apsarholts.
-Hámarkshæð raðhúsa lækkar úr 6,5 m í 6,3 m.
-Hámarkshæð fjölbýlishúss lækkar úr 10 m í 9,1 m. Hámarkshæð lyftuhúss verði 10 m.
-Leiksvæði norðan við Víðiholt fellt út
-Bílastæðum fjölgar og er nú 2,3 stæði á íbúð þegar bílastæði á lóðum og gestastæði utan lóða eru reiknuð með.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna sem deiliskipulag Víðiholts með ofangreindum breytingum í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. 2102110 - Félagssvæði Sóta. Deiliskipulag.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi hesthúsahverfis í Breiðumýri að lokinni auglýsingu ásamt innsendum athugasemdum og umsögnum.
Tillagan var auglýst frá 10. nóvember 2021 til og með 16. febrúar 2022. Alls bárust 15 erindi með athugasemdum sem varða ýmist tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Víðiholt eða tillögu að deiliskipulagi Hesthúsahverfis í Breiðumýri (Sótasvæði).
Varðandi þau varnaðarorð sem fram koma í bókun heilbrigðisnefndar um nálægð hesthúsabyggðar við íbúðarbyggð þá telur skipulagsnefnd að sú nálægð sé í samræmi við það yfirlýsta leiðarljós að Álftanes sé "sveit í borg".
Skipulagsnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á tillögunni:
-Gert verður ráð fyrir aðkomugötu milli nýrra hesthúsalóða og eldri lóða nr.1,2 og 3 og þar gert ráð fyrir bílastæðum sem nýtast eldri hesthúsum. Við það færast byggingarreitir sem því nemur í átt að reiðskemmu og hestagerði.

Nokkar athugasemdir sem borist hafa kalla á nánari útfærslu og leggur skipulagsnefnd til að unnin verði sérstök tillaga í samvinnu við hestamannafélagið Sóta sem lögð verði fram sem umsókn um deiliskipulagsbreytingu þegar að deiliskipulag hefur verið staðfest.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna sem deiliskipulag hesthúsahverfis í Breiðumýri með ofangreindum breytingum í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. 2206092 - Höfðabraut - Númer húsa
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra að húsnúmerum húsa við Höfðabraut á Álftanesi en þau hafa hingað til verið án húsnúmera.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til kynningar meðal eigenda umræddra hús og þeim gefinn kostur á því að gera athugsemd við tillöguna eða leggja fram aðrar tillögur.
5. 2209212 - Hagaflöt 1 - Deiliskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga að stækkun byggingarreits á lóð nr.1 við Hagaflöt. Tillagan gerir ráð fyrir því að byggingarreitur nái að lóðarmörkum við raðhús númar 13 við Móaflöt og 37 við Garðaflöt.
Vísað til skoðunar hjá tækni-og umhverfissviði.
6. 2209503 - Vetrarmýri, dsk br
Lögð fram fyrirspurn uppbyggingaraðila og lóðarhafa í Vetrarmýri um hugmyndir að breytingu á deiliskipulagi.
Fyrirspurn vísað til umsagnar deiliskipulagshöfundar.
7. 2202274 - Lautargata 1,3 og 5, dsk breyting
Lögð fram umsögn deiliskipulagshöfundar um tillögu að breytingu deiliskipulags sem skipulagsnefnd óskaði eftir.
Vísað til skoðunar hjá tækni-og umhverfissviði.
Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
8. 2107195 - Kauptún 1 - Ósk um stækkun - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Kauptúns sem nær til lóðarinnar Kauptún 1 að lokinni auglýsingu.

Tillagan gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits. Samkvæmt tillögu er byggingarreitur stækkaður um 766 m2, þar af 149 m2 til vesturs vegna fyrirhugaðs anddyris en um 617 m2 til austurs. Hámarksbyggingarmagn er aukið úr 8.100 m2 í 8.400 m2. Að öðru leyti skulu gilda skilmálar sem koma fram í áður samþykktum deiliskipulagsskilmálum.
Tillagan var auglýst í samræmi við 1.mgr.41.greinar Skipulagslaga nr.123/2010 frá 24.maí 2022 til og með 5.júlí 2022. Alls bárust 4 erindi með athugasemdum á kynningartíma.

Í innsendum athugasemdum frá öðrum rekstraraðilum koma fram áhyggjur þess efnis að auglýst gögn gefi ekki til kynna með hvaða hætti byggingin muni líta út og því sé ekki auðvelt að taka afstöðu til breytingartillögunnar.

Skipulagsnefnd bendir á að í kafla 6.1. í greinargerð (Útgáfa 1j) gildandi deiliskipulags segir: „Við afgreiðslu á byggingarleyfum og umsóknum eða leyfum sem skipulags-eða byggingaryfirvöld Garðabæjar afgreiða varðandi svæðið,s.s. lóðauppdráttum skal þess jafnan gætt að fyrir liggi umsögn landeiganda og rekstrarfélags/hagsmunafélags svæðisins.( ) Umsagnir aðila eru til leiðbeiningar fyrir skipulags-og byggingaryfirvöld Garðabæjar en binda þau ekki við afgreiðslu mála. Þetta gildir þó ekki um breytingar innanhúss eða minniháttar breytingar utanhúss sem að mati Garðabæjar geta ekki haft áhrif á hagsmuni annarra eigenda“
Á skýringarmyndum sem kynntar voru með tillögunni má skilja að hluti þaks í norðausturhorni byggingarreits geti verið aðgengilegur frá göngustíg. Skipulagsnefnd bendir á að sá möguleiki er alfarið í höndum lóðarhafa og ekki hluti af ákvæðum sem sett eru fram í deiliskipulagsbreytingunni.
Skipulagsnefnd beinir því til byggingarfulltrúa og bæjarráðs að rekstrarfélag Kauptúns fái aðaluppdrætti til umsagnar enda kallar deiliskipulagsbreytingin á verulegar breytingar utanhúss að Kauptúni 1. Skipulagnefnd mælir með því við byggingarfulltrúa og bæjarráð að taka fullt tillit til umsagnar rekstrarfélagsins á meðan hún er sett fram á rökstuddan og sanngjarnan hátt.
Í einni athugasemd kemur fram að stækkun byggingarreits gæti þrengt að möguleikum um undirgöng undir Urriðaholtsstræti í framtíðinni. Skipulagsnefnd bendir á að stækkun byggingarreits innan lóðar hafi ekki áhrif á útfærslur stíga utan hennar. Undirgöng undir Urriðaholtsstræti eru ekki fyrirhuguð á þessum stað frekar en annarsstaðar í Urriðaholti þar sem settar eru fram aðrar lausnir í deiliskipulagi til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna óbreytta frá auglýstri tillögu sem breytingu á deiliskipulagi Kauptúns í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9. 2202488 - Deiliskipulag Vetrarmýrar og Smalaholts. Golfvöllur og útivistarskógur.
Lagðar fram þær ábendingar og umsagnir sem borist hafa um skipulagslýsingu verkefnisins að lokinni auglýsingu hennar. Vísað til úrvinnslu umhverfissviðs og skipulagsráðgjafa.
10. 2008661 - Hönnun - Útboð - Vegamót Garðahraunsvegar og Álftanesvegar
Lögð fram hönnunar og útboðsgögn fyrir breytingar á gatnamótum Garðahraunsvegar og Álftanesvegar ásamt umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis í samræmi við framlögð gögn og 13.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).