Fundargerðir

Til baka Prenta
Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks
2. fundur
08.05.2025 kl. 08:30 kom samráðshópur um málefni fatlaðs fólks saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Kristín Einarsdóttir formaður, Sveinbjörn Halldórsson aðalmaður, Hjördís Guðný Guðmundsdóttir aðalmaður, Bergþóra Bergsdóttir aðalmaður, Elín Hoe Hinriksdóttir aðalmaður, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Pála Marie Einarsdóttir deildarstjóri.

Fundargerð ritaði: Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2209275 - Þjónustukönnun meðal fatlaðs fólks í Garðabæ
Þjónustukönnun á þjónustu til fatlaðs fólks í Garðabæ lögð fram til kynningar. Hulda Hauksdóttir, deildarstjóri þjónustu og stafrænnar þróunar fór yfir niðurstöður könnunar. Næstu skref eru að kalla til aðila í rýnihóp og vinna með niðurstöður könnunarinnar með það markmið að efla heildstæða þjónustu til fatlaðs fólks í Garðabæ. Samráðshópur vill lýsa ánægju sinni með framkvæmd könnunarinnar.
2. 2403006 - Frumkvæðisathugun á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu
Kynning á niðurstöðum frumkvæðisathugunar. Garðabær uppfyllir allar reglur um stoð- og stuðningsþjónustu nema reglur um frístundaþjónustu, sem eru í vinnslu innan velferðarsviðs og fræðslu og frístundasviðs.
3. 2409233 - Frumkvæðisathugun á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og eldra fólk á landsvísu.
Kynning á niðurstöðum frumkvæðisathugunar á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og eldra fólk á landsvísu. Engar athugasemdir bárust tengdar þjónustu Garðabæjar.
4. 2209275 - Tillaga um myndun rýnihópa varðandi þjónustu við fatlað fólk
Sviðsstjóri velferðarsviðs og deildarstjóri stoðþjónustu kynna stöðu verkefnis, en stefnt er að því að vinna með rýnihópum fari af stað um miðjan maí 2025.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).