Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
24. (1932). fundur
23.06.2020 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Björg Fenger aðalmaður, Gunnar Valur Gíslason varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Bergljót K Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2004230 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi skipulag og stjórnarhætti byggðasamlaga, dags. 12.06.20. (Kynning)
Á fund bæjarráðs komu Guðrún Ragnarsdóttir frá Strategíu og Páll Björgvin Guðmundsson frá SSH. Kynntu þau skýrslu Strategíu um skipulag og stjórnarhætti byggðasamlaga á höfuðborgarsvæðinu.

Bæjarfulltrúarnir Sara Dögg Svanhildardóttir og Jóna Sæmundsdóttir sátu fund bæjarráðs undir dagskrárliðum 1 og 2.
2. 1808087 - Staða framkvæmda við fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri.
Á fund bæjarráðs kom Andri Árnason, lögmaður og gerði grein fyrir drögum að samkomulagi við IAV vegna byggingar fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri.

Í samkomulaginu er fjallað um úrlausn ágreinings og gerðardómsmeðferð vegna framkvæmda við fjölnota í þróttahús.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið með fjórum atkvæðum (ÁHJ,SHJ,BF,GVG) gegn einu (IA).

Ingvar Arnarson, leggur fram eftirfarandi bókun.

"Garðabæjarlistinn telur að ÍAV hafi haft allar upplýsingar þegar fyrirtækið tók þátt í alútboði um byggingu fjölnota íþróttahúss í Garðabæ. Í ljósi þessa er ekki hægt að samþykkja aukin útgjöld úr bæjarsjóði Garðabæjar vegna hönnunar og byggingu hússins. Einnig er óskiljanlegt að Garðabær ætli að samþykkja þetta mikla seinkun á afhendingu hússins án þess að rukka tafabætur. Að okkar mati hefur ÍAV ekki staðið við gerða samninga og þ.a.l. beðið mikla álitshnekki fyrir sitt framferði í þessu máli."

Þar sem ágreiningur er um afgreiðslu málsins er því vísað til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi 20. ágúst nk., sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga og verður samkomulagi undirritað af bæjarstjóra með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Garðabær og ÍAV - samkomulag.pdf
3. 1911410 - Dýjagata 3 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Diana Tik Yan Poon, kt. 230384-5339, leyfi fyrir byggingu einbýlishúss að Dýjagötu 3.
4. 2005061 - Kinnargata 18 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Reinhard Valgarðssyni, kt. 140872-3269, leyfi fyrir byggingu einbýlishúss að Kinnargötu 18.
5. 2005418 - Litlabæjarvör 20 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Karli Svavari Sigurðssyni, kt. 270857-5909, leyfi fyrir byggingu einbýlihúss að Litlabæjarvör 20.
6. 2006071 - Túngata 20 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita að veita Degi Bragasyni, kt. 090262-5489, leyfi til að breyta þaki á bílskúr við núverandi hús að Túngötu 20.
7. 1807087 - Víkurgata 27 (29)-Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita RK Byggingum ehf., kt. 560916-1830, leyfi fyrir byggingu einbýlishúss að Víkurgötu 27.
8. 2006338 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna borholu og neysluvatnstanks fyrir útilífsmiðstöð í Heiðmörk.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að veita framkvæmdaleyfi til að bora rannsóknarholu við útilífsmiðstöð skáta í Heiðmörk.
9. 2006336 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu rafstrengs að útilífsmiðstöð í Heiðmörk.
Bæjarráð samþykkir að veita fyrir sitt leyti framkvæmdaleyfi fyrir lagningu rafstrengs frá Guðmundarlandi í Kópavogi að útilífsmiðstöð skáta í Heiðmörk. Framkvæmdin er einnig háð leyfi Kópavogsbæjar.
10. 1810062 - Umsókn Bjargs íbúðafélags hses um stofnframlag til almennra íbúða.
Bæjarráð samþykkir umsókn Bjargs íbúafélags hses. um stofnframlag að fjárhæð kr. 85.118.012 sbr. umsókn félagsins um byggingu 17 almennra íbúða að Maríugötu 5 þar sem stofnvirði verkefnisins er kr. 709.316.763.

Greiðslu vegna stofnframlags verður skuldajafnað á móti lóðarverði og hluta gatnagerðargjalda.
11. 2006323 - Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi afgreiðslu á erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis vegna álagningar fasteignaskatts árið 2021, dags. 16.06.20.
Í bréfinu er vakin athygli á tilmælum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis til sveitarfélaga um lækkun á álagningu fasteignaskatts sem nemur að lágmarki þeirri krónutölu sem hækkun fasteignamats milli ára mun leiða til.
FW: Beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021.pdf
Beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021.pdf
12. 2001001 - Leiðréttingar á kjörskrá vegna forsetakosninga 2020.
Bæjarráð samþykkir að gera eftirfarandi leiðréttingar á kjörskrá samkvæmt heimild í 4. mgr. 27. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis, sbr. 1. gr. laga nr. 35/1945 um framboð og kjör forseta Íslands. Iwona Mojsa, kt. 010463-2119, Sunnuflöt 41 hefur öðlast íslenskt ríkifang og er á kjörskrá í 8. kjördeild í íþróttahúsinu Mýrinni.

Bæjarráð samþykkir að gera leiðréttingar á kjörskrá samkvæmt tilkynningu Þjóðskrár Íslands um andlát eins einstaklings eftir viðmiðunardag kjörskrár sem var 6. júní 2020 og vísast um heimild til ofangreinds lagaákvæðis.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).