Fundargerðir

Til baka Prenta
Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar
22. fundur
02.09.2020 kl. 16:30 kom skólanefnd grunnskóla Garðabæjar saman til fundar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Jóhann Steinar Ingimundarson aðalmaður, Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir aðalmaður, Sturla D Þorsteinsson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Erna Ingibjörg Pálsdóttir fulltrúi skólastjóra, Elín Jóhannsdóttir fulltrúi foreldra, Silja Kristjánsdóttir fulltrúi kennara, Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi.

Fundargerð ritaði: Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður skólanefndar Garðabæjar.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2007062 - Grunnskólar skólaárið 2019-2020-skólaskýrslur
Lagðar voru fram skólaskýrslur grunnskólanna skólaársins 2019-2020. Skólanefnd lýsir ánægju með skýrslur grunnskólanna sem bera vott um um metnaðarfullt og gott skólastarf.
2. 2008125 - Skólabyrjun haustið 2020
Rædd var skólabyrjun 2020-2021. Í ágúst hófu 2527 nemendur nám við grunnskólana í Garðabæ. 2324 í grunnskólum Garðabæjar og 203 í sjálfstætt starfandi skólum. 220 nemendur hófu nám í 1. bekk grunnskólanna. Skólanefnd leggur áherslu á mikilvægi traustrar stoðþjónustu m.a. mönnun hjúkrunarfræðinga sem er lögbundin í grunnskólum.
3. 2008611 - Grunnskólastarf á tímum kórónaveirunnar.
Formaður ræddi upphaf grunnskóalstarfs á tímum kórónaveirunnar og þær ráðstafanir sem grunnskólar í Garðabæ hafa gripið til. Grunnskólarnir hafa í einu öllu fylgt ráðleggingum Almannavarna. Skólaskrifstofu er falið að taka saman lærdóm og áhrif af skólastarfs af tímum Covid, hvað við viljum við taka með okkur inn í framtíðina? Skólanefnd er sammála um að starfsmenn skólanna hafi staðið sig einstaklega vel á flóknum tímum.
4. 2008615 - Menntadagur í Garðabæ 2020
Rætt var um fyrirhugaðan menntadag í Garðabæ, 23. október nk. Á þessu skólaári er gert ráð fyrir að hann verði með öðru sniði en áður vegna Covid.
5. 2008612 - Forvarnarvika í Garðabæ 2020
Kári Jónsson forvarnarfulltrúi kom til fundarins og sagði frá fyrirhugaðri forvarnarviku 7.- 14. október 2020. Yfirskrift vikunnar verður „Að standa með sjálfum sér“.
6. 2008613 - Foreldrarölt í Garðabæ
Rætt var um að endurvekja foreldarölt í Garðabæ. Málinu vísað til Grunnstoða, forvarnarfulltrúa og skólaskrifstofu Garðabæjar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).