Fundargerðir

Til baka Prenta
Velferðarráð Garðabæjar
4. fundur
11.04.2025 kl. 08:15 kom velferðarráð Garðabæjar saman til fundar í Hönnunarsafni við Garðatorg.
Fundinn sátu: Gunnar Valur Gíslason formaður, Sturla D Þorsteinsson aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Rakel Steinberg Sölvadóttir áheyrnarfulltrúi, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Snædís Björnsdóttir lögfræðingur.

Fundargerð ritaði: Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2503492 - Umsókn um fjárhagsaðstoð
Beiðni um endurskoðun skerðingu á fjárhagsaðstoð vegna 2. mgr. 3. gr. reglna um fjárhagsaðstoð í Garðabæ. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundargerðar.
2. 1903268 - Tölulegar upplýsingar í barnavernd og fjárhagsaðstoð
Tölfræði fjárhagsaðstoðar janúar til mars 2025 lögð fram til umræðu og kynningar.
3. 2003058 - Félagslegt leiguhúsnæði í Garðabæ - þróun
Yfirlit yfir afgreiðslu umsókna um félagslegt leiguhúsnæði janúar til mars 2025 lagt fram til kynningar og umræðu.
4. 1907110 - Fjárhagsaðstoð - þróunarvinna
Minnisblað vegna fjárhagsaðstoðar lagt fram. Velferðarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugað verklag.
5. 2306307 - Vinna og virkni fatlaðs fólks í Garðabæ
Farið yfir tímalínu minnisblaðs sem lagt var fram á síðasta fundi velferðarráðs. Sviðsstjóri upplýsir um þá þætti sem hafa verið til skoðunar.
6. 2410319 - Búsetuúrræði fyrir fatlað fólk í Hnoðraholti
Farið yfir tímalínu minnisblaðs sem lagt var fram á síðasta fundi velferðarráðs. Sviðsstjóri upplýsir um þá þætti sem hafa verið til skoðunar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).