Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
11. fundur
14.09.2023 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Hlynur Elías Bæringsson áheyrnarfulltrúi, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Hrönn Hafliðadóttir verkefnastjóri, Egill Daði Gíslason deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Nefndarformaður bar undir nefndina hvort að hún samþykkir að einum fundarlið nr. 16, verði bætt við sem ekki var hluti af fundarboði. Nefndin samþykkir það.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2306473 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030, breyting á rammahluta, Vífilsstaðaland
Tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 lögð fram að lokinni auglýsingu. Tvö erindi með athugasemdum hafa borist. Tillögu og athugasemdum vísað til úrvinnslu hjá umhverfissviði og skipulagsráðgjafa.
2. 2302671 - Hnoðraholt N,dsk.br. efstu hæðir ofl.
Tillaga að breytingu Hnoðraholts norður lögð fram að lokinni auglýsingu. Tvö erindi með athugasemdum hafa borist. Tillögu og athugasemdum vísað til úrvinnslu hjá umhverfissviði og skipulagsráðgjafa.
3. 2305398 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholt vegna lóða við Þorraholt.
Tillaga að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður lögð fram að lokinni auglýsingu. Tvö erindi með athugasemdum hafa borist. Tillögu og athugasemdum vísað til úrvinnslu hjá umhverfissviði og skipulagsráðgjafa.
4. 2302672 - Hnoðraholt N, dsk.br. Þorraholt 2 og 4.
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts-norður sem nær til lóðanna Þorraholt 2 og Þorraholt 4 auk dælustöðvarlóðar 2b og spennistöðvarlóðar 2a. Auglýsing hefur farið fram og 3 erindi með athugasemdum hafa borist innan athugasemdafrests.
Skipulagsnefnd leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á tillögunni en þær eru í samræmi við erindi Heklu hf og varða aðlögun að þeirri starfsemi sem fyrirtækið hyggst starfrækja á lóðinni:
Hluti af bílageymslum neðanjarðar breytist í þjónusturými og þjónusturými á efsta hluta byggingarreits breytist í bílageymslur. Hæðir í efsta húsi verða þrjár í stað tveggja. Hvorki hámarkshæð yfir sjávarmáli né hámarksbyggingarmagn í kynntri tillögu breytast.
Skipulagsnefnd telur að breytingar á tillögunni kalli ekki á endurauglýsingu hennar enda er um breytingar að ræða sem er að mestu neðanjarðar og er hluti þeirra umsvifa sem búast má við í kringum þjónustu og verslun með bíla.
Skipulagsnefnd tekur undir þá athugasemd að skoða þurfi gaumgæfilega með hvaða hætti gatnamót Vetrarbrautar og Þorraholts verði útfærð og vísar athugasemdinni til úrvinnslu hjá umhverfissviði og ráðgjöfum.
Lögð fram greinargerð skipulagsstjóra þar sem að innsendum athugasemdum er svarað fyrir hönd Garðabæjar. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við greinargerðina.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna sem breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður með ofangreindum breytingum í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. 2304320 - Hlið - Deiliskipulagsbreyting - Veitingahús
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Hliðs ásamt umsögn Umhverfisstofnunar. Vísað til umfjöllunar í umhverfisnefnd og til skoðunar hjá Umhverfissviði.
6. 2206092 - Höfðabraut - Númer húsa
Lögð fram tillaga að breytingu á heitum og númeringum húsa meðfram Höfðabraut á Álftanesi sem hefur verið kynnt eigendum viðkomandi húsa. Athugasemdir hafa borist.
Tillögunni vísað til umsagnar Neyðarlínunnar ohf og Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar.
7. 2308347 - Eyvindarholt - tillaga að skipulagi
Lagt fram erindi frá eigendum Eyvindarholts 3 þar sem fyrri ósk þeirra um að eignarlandið verði skilgreint sem íbúðarbyggð í aðalskipulagi er ítrekuð.
Svar skipulagsnefndar:
Tillaga að deiliskipulagi Norðurness og tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 liggja fyrir og hafa þær hlotið forkynningu. Í breytingartillögu aðalskipulags er umrætt eignaland skilgreint sem svæði fyrir Verslun-og þjónustu og sem Íþróttasvæði þar sem að það er stefna Garðabæjar að á þessum stað verði golfvöllur og golfskáli.
Skipulagsnefnd mælir ekki með því að Garðabær víki frá þeirri stefnu sem sett hefur verið fyrr en að niðurstaða fæst um framgang þeirra tillagna sem forkynntar hafa verið.
8. 2302193 - Ásahverfi, farsímasamband.
Tekið fyrir ástand farsímasambands efst í Ásahverfi. Vísað til skoðunar hjá Umhverfissviði.
9. 2306516 - Garðprýði 3 skipting lóðar - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa um skiptingu einbýlishúslóðar að Garðprýði 3 að lokinni skoðun.
Skipulagsnefnd mælir ekki með því að lóðinni Garðprýði 3 verði skipt upp frekar en öðrum lóðum innan deiliskipulagssvæðis Garðahrauns.
10. 2305084 - Garðahraun - Stígur í hrauni
Tekin fyrir staða varðandi stíg meðfram lóðunum Stígprýði 6 og Sandprýði 5.
Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er stígurinn skilgreindur sem tengistígur en samkvæmt deiliskipulagi er stígurinn skilgreindur sem útivistarleið. Deiliskipulag var staðfest árið 2017 en aðalskipulag árið 2018.
Skipulagsnefnd vísar málinu til yfirstandandi vinnu við endurskoðun á 4.kafla aðalskipulags sem tekur m.a. til stígakerfis.

11. 2309158 - Hraunhólar 6 - skipting lóðar -Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Hraunsholts eystra sem gerir ráð fyrir því að lóðin Hraunhólar 6 skiptist í tvær einbýlishúsalóðir. Með vísan til ríkjandi byggðarmynsturs og skiptingar lóða númer 8 og 12 metur skipulagsnefnd tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Hraunsholts eystra í samræmi við 2.mgr.43.gr.Skipulagslaga og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga. Grenndarkynna skal eigendum allra húsa við Hraunhóla og Lynghóla.
12. 2303188 - Sjáland Pikkolo - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra að staðsetningu miðstöðvar (staldurstæði) fyrir grenndargáma og aðstöðu fyrir afhendingarþjónustu ofan við bílastæði Sjálandsskóla. Tvær útfærslur að aðkomu hafa verið skoðaðar, frá bílastæði við Sjálandsskóla og frá Vífilsstaðavegi.
Skipulagsnefnd óskar eftir því að fyrir liggi mat umferðarsérfræðinga og tillaga að landlagsmótun umhverfis stæðið.
13. 2307407 - Ásbúð 104 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa um útfærslu bílastæða á lóð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að grænt svæði milli götu og gangstéttar styttist sem nemur breidd á einu bílastæði en deiliskipulag gerir ráð fyrir því að 3 bílastæði séu innan lóðar með aðkomu frá götu.
14. 2306378 - Urriðaholtsstræti 22 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir fjarskiptamastri á fjölbýlishúsinu Urriðaholtsstræti 22.
Í grein 4.7.11 í greinargerð deiliskipulags segir að byggingarhlutar sem óhjákvæmilega ná upp fyrir þak mega fara upp fyrir hámarkshæð þaks að því marki sem nauðsyn ber til.
Skipulagsnefnd telur ekki að byggingarleyfið kalli á deiliskipulagsferli og gerir ekki athugasemd við að byggingarleyfi verði veitt.
15. 2306292 - Skólastarf Grunnskóla Garðabæjar - kynning grunnskólafulltrúa.
Kynning lögð fram.
16. 2309247 - Suðurhraun 1-3 deiliskipulagsbreyting- Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Molduhrauns sem gerir ráð fyrir breyttum lóðarmörkum á milli Suðurhrauns 1 og Suðurhrauns 3. Lóð nr.1 minnkar og lóð nr. 3 stækkar sem tilfærslu nemur.
Skipulagsnefnd metur breytinguna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi Molduhrauns í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga.
Grenndarkynna skal eigendum Miðhrauns 20 og 22, Suðurhrauns 2,4,6,10 og 12a og Vesturhrauns 1,3 og 5,
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).