Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd Garðabæjar
25. fundur
10.09.2020 kl. 08:00 kom umhverfisnefnd Garðabæjar saman til fundar í Seylunni í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Jóna Sæmundsdóttir aðalmaður, Guðfinnur Sigurvinsson aðalmaður, Hrönn K. Sch. Hallgrímsdóttir aðalmaður, Páll Magnús Pálsson aðalmaður, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Linda Björk Jóhannsdóttir garðyrkjufræðingur, Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.

Fundargerð ritaði: Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2009084 - Umhverfishópar 2020
Brynjar Snær Arnarsson kynnti fyrir nefndinni starf umhverfishópa í sumar. Umhverfisnefnd fagnar miklu og öflugu starfi sem unnið var í umhverfishópum í sumar
2. 1902106 - Friðlýsingar - samstarf við Umhverfisstofnun
Umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við bæjaráð að óskað verði eftir við Umhverfisstofnun að strandlengja á Álftanesi og Garðahraun efra, það sem ekki er nú þegar friðlýst, fari í friðlýsingarferli.

3. 2008085 - Útbreiðsla kerfils í Garðabæ
Bréf lagt fram. Linda Björk Jóhannsdóttir kynnti þær aðgerðir sem unnar hafa verið til að hefta útbreiðslu kerfils og annarra ágengra tegunda hjá garðyrkjudeild Garðabæjar. Umhverfisnefnd leggur til að haldið verði áfram að vinna að heftun á ágengum tegundum.
4. 2005408 - Mengunarmælingar 2020
Lagt fram.
5. 1906351 - Mávar
Nokkuð hefur verði um orðsendingar vegna máva í Garðabæjar. Leggur umhverfisnefnd til að óskað verði eftir undanþágu frá friðlýsingarskilmálum Gálgahrauns og Garðahrauns til að hægt verði að stemma stigum við fjölgun máva á svæðinu.
6. 1912270 - Þinglýsing landamerkja Oddfellowa
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landamerkin.
7. 2008170 - Lausaganga katta í Garðabæ
Erindi lagt fram.
Í samþykkt um kattahald í Garðabæ frá apríl 2012 er vísað til laga um fjöleignahús er kemur að kattahaldi í fjöleignarhúsum. Fylgja skal lögum um fjöleignarhús er varða kattahald í fjöleignarhúsum.
8. 2009028 - Útivistarstígur frá Vífilsstaðarvatni að Grunnuvatnaskarði
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við legu stígsins. Stígurinn gerður meira aflíðandi og því aðgengilegri fyrir alla.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).