Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
6. fundur
23.06.2022 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Hlynur Elías Bæringsson aðalmaður, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Anna María Guðmundsdóttir verkefnastjóri, Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Björg Fenger formaður skipulagsnefndar bauð nefndarmenn og varamenn velkomna til starfa í nýskipaðri nefnd að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Varamenn voru boðaðir til þessa fyrsta fundar og sitja undir fyrstu liðum á dagskrá.
Skipulagsstjóri bauð nefndarmenn sömuleiðis velkomna og fór yfir verklag skipulagsnefndar og gerði grein fyrir helstu verkefnum á borði hennar. Nýjir aðalmenn í stjórn eru Björg Fenger og Hlynur Bæringsson. Aðrir sátu í þeirri nefnd sem starfaði á því kjörtímabili sem hófst 2018 og lauk nú í vor.
Ásta Leonhards varamaður í nefndinni sat fundinn undir fyrstu 5 liðum á dagskrá.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2111064 - Breyting á vaxtarmörkum svæðisskipulags í landi Garðabæjar. Aðal- og svæðisskipulagsbreyting.
Skipulagsstjóri gerði grein fyrir verkefnislýsingu að breytingu Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2040 og tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030.
Breyting svæðisskipulags felst í breytingu á vaxtamörkum í Smalaholti og Rjúpnahlíð.
Breyting aðalskipulags felst í nýrri landnotkun í Rjúpnahlíð og Rjúpnadal þar sem að opin svæði (Op) breytast í athafnasvæði (At) sem ná til um 20 hektara lands.
Bæjarstjórn hefur samþykkt að verkefnislýsingin skuli send til meðferðar hjá svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins en um breytingar á svæðisskipulagi fer samkvæmt 22.-25. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
2. 1912201 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 4. Stígakerfi í Upplandi
Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til stígakerfis í upplandi sveitarfélagsins að lokinni forkynningu í samræmi við 2.mgr.30.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
Þráinn Hauksson skipulagsráðgjafi gerði grein fyrir tillögunni.
Tillagan var forkynnt samhliða tillögu að deiliskipulagi útivistarsvæðis í Urriðavatnsdölum og tillögu að deiliskipulagi fólkvangsins í Vífilsstaðahrauni.
Almennur kynningarfundur var haldinn 6. apríl sl. þar sem tillögurnar voru kynntar og ræddar.
Frestur til að skila inn ábendingum vegna tillögunnar rann út 25. apríl.
Ábendingar og umsagnir sem borist hafa vegna tillögunnar lagðar fram.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni ásamt ábendingum og umsögnum til úrvinnslu hjá skipulagsráðgjafa og tækni-og umhverfissviði.
3. 2009538 - Útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum - nýtt deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi útivistarsvæðis í Urriðavatnsdölum að lokinni forkynningu í samræmi við 3.mgr.40.gr.skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan var forkynnt samhliða tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til stígakerfis í upplandi sveitarfélagsins og tillögu að deiliskipulagi fólkvangsins í Vífilsstaðahrauni.
Almennur kynningarfundur var haldinn 6. apríl sl þar sem tillögurnar voru kynntar og ræddar.
Frestur til að skila inn ábendingum vegna tillögunnar rann út 25.apríl.
Ábendingar og umsagnir sem borist hafa vegna tillögunnar lagðar fram.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni ásamt ábendingum og umsögnum til úrvinnslu hjá skipulagsráðgjafa og tækni-og umhverfissviði.
4. 2104420 - Vífilsstaðahraun, deiliskipulag Fólkvangs
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Vífilsstaðahrauns að lokinni forkynningu í samræmi við 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þráinn Hauksson skipulagsráðgjafi gerði grein fyrir tillögunni.
Tillagan var forkynnt samhliða tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til stígakerfis í upplandi sveitarfélagsins og tillögu að deiliskipulagi útivistarsvæðis í Urriðavatnsdölum.
Almennur kynningarfundur var haldinn 6.apríl sl þar sem tillögurnar voru kynntar og ræddar.
Frestur til að skila inn ábendingum vegna tillögunnar rann út 25.apríl.
Ábendingar og umsagnir sem borist hafa vegna tillögunnar lagðar fram.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni ásamt ábendingum og umsögnum til úrvinnslu hjá skipulagsráðgjafa og tækni-og umhverfissviði.
5. 2202488 - Deiliskipulag Vetrarmýrar og Smalaholts. Golfvöllur og útivistarskógur.
Skipulagsstjóri og Þráinn Hauksson skipulagsráðgjafi gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem hafin er á mótun tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts en þar verður gert ráð fyrir golfvelli og útivistarskógi í samræmi við gildandi Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030 m.s.br. sem sett er fram í rammahluta aðalskipulags fyrir þróunarsvæði B.
Skipulagsnefnd leggur áherslu á að samráð við Skógræktarfélag Garðabæjar og GKG verði virkt um leið og góð tök náist á þeim úrlausnarefnum sem staðið er frammi fyrir.
Skipulagsnefnd felur skipulagsráðgjafa og tækni-og umhverfissviði að vinna verkefnislýsingu í samræmi við 1.mgr.40.gr.skipulagslaga nr.123 2010.
6. 2110166 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 9. Urriðaholtsstræti 9.
Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til norðurhlíðar Urriðaholts að lokinni auglýsingu.
Tillagan gerir ráð fyrir því að eftirfarandi landnotkunarreitir breytist sem hér segir: Reitur 5.04 Vþ (8 ha) minnkar og rennur saman við 5.08 (1,6) Vþ og kallast eftir breytingu 5.04 Vþ (3,5 ha). Heildar minnkun á svæði ætlað Verslun og þjónustu um 6,1 ha. Ákvæði breytast þannig að gert verður ráð fyrir að atvinnuhúsnæði á reitnum næst gatnamótum Urriðaholtsstrætis og Holtsvegar blandast íbúðarbyggð fjær gatnamótunum. Reitur 5.05 Íb stækkar til norðvesturs úr 57,3 ha í 63,4 ha eða um 6,1 ha.
Samhliða er lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags sem nær til lóðarinnar Urriðaholtsstræti 9.
Engar athugasemdir bárust innan tilskilins frests. Umsagnir sem borist hafa lagðar fram.
Umsagnir kalla ekki á breytingar á tillögunni.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna sem breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 í samræmi við 32.gr.skipulagslaga og skal senda hana til athugunar og staðfestingar hjá Skipulagsstonun
7. 2105343 - Urriðaholtsstræti 9 - deiliskipulagsbreyting - Aðal og deiliskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Urriðaholts 4. áfangi norðurhluti sem nær til lóðarinnar Urriðaholtstræti 9 að lokinni auglýsingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Tillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til sama svæðis.
Í breytingartillögunni felst eftirfarandi:
Notkun breytist úr verslun- og þjónustu í íbúðir fyrir 50 ára og eldri, kvaðir eru settar um sameiginleg rými.
Gert verður ráð fyrir 80 íbúðum, 24 íbúðir undir 90 m2 og 56 íbúðir yfir 90 m2.
Almennir skilmálar fyrir íbúðir í norðurhluta 4 gilda fyrir lóðina eftir breytingu.
Lóðamörk Urriðaholtsstrætis 7 og 9 og lóðamörk spennistöðvar breytast.
Byggingarreitur hliðrast og breytist. Byggingarreitur brotinn upp og myndaðar sjónlínur milli byggingahluta.
Salarhæðir og hæðafjöldi byggingar breytist en hámarkshæð húss breytist lítillega.
Hámarkshæð tveggja inngangseininga lækkar, hámarkshæð einnar einingar er óbreytt en hámarkshæð inngangseiningar næst Lautargötu hækkar 0,8 m.
Byggingamagn á lóð minnkar. Bílastæðum á lóð fækkar til samræmis við breytta notkun.
Aðkoma að bílakjallara breytist. Krafa er gerð um grasstæði næst Urriðaholtsstræti.
Aðkomugata færist lítillega til vesturs en tenging við Urriðaholtsstræti helst óbreytt.
Engar athugasemdir bárust innan tilskilins frests.
Umsagnir sem borist hafa lagðar fram en þær gefa ekki tilefni til breytinga á tillögunni.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna óbreytta sem breytingu á deiliskipulagi Urriðaholts 4. áfangi norðurhluti í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Tillagan verði staðfest eftir að aðalskipulagsbreyting sú sem var auglýst samhliða hefur hlotið staðfestingu.
8. 2111148 - Lindarflöt 41 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Flata sem nær til lóðarinnar Lindarflöt 41. Athugasemd sem barst í grenndarkynningu lögð fram.
Umsækjandi hefur gert þær breytingar á tillögunni að viðbygging færist að hluta til fjær lóðarmörkum.
Lagt fram skjal þar sem þeir sem athugasemd gerðu fallast á nýja útfærslu.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með ofangreindri breytingu sem óverulega breytingu deiliskipulags Flata í samræmi við 2. mgr.42.gr. og 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
9. 2205492 - Einilundur 2 - skjólveggur - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa um skjólveggi og stoðveggi á lóð sem þegar hafa verið reistir.
Skipulagsnefnd bendir á að hæð skjólveggja á lóðarmörkum er langt yfir ákvæðum byggingareglugerðar og samþykkt Garðabæjar um veggi og girðingar.
Málinu vísað til tækni-og umhverfissviðs til úrvinnslu.
10. 2102344 - Hraunhólar 5 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga lóðarhafa Hraunhóla 5 að útfærslu lóðar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna eins og hún er útfærð á framlögðum teikningum enda eru stoðveggir í meira en 2 m frá lóðarmörkum eins og deiliskipulag gerir ráð fyrir.
11. 2206276 - Srætóskýli við Bæjarbraut
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Akra sem gerir ráð fyrir biðstöð strætisvagna við Bæjarbraut á móts við Maltakur 7 og 9.
Tillagan gerir ráð fyrir því að göngustígar liggi frá biðstöð í báðar áttir og tengist göngstíg sem liggur meðfram Maltakri og Rúgakri. Rjúfa þarf hljóðmön vegna stígtenginganna.
Skipulagsnefnd metur tillöguna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi Akra í samræmi við 2. mgr.43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga.
Tryggja skal að ákvæði reglugerðar um hávaða nr. 724/2008 sé uppfyllt við breytinguna.
Grenndarkynna skal íbúum að Rúgakri 1 og Maltakri 7 og 9.
12. 2206280 - Spítalavegur 13A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir færanlegum kennslustofum 150 m2 að grunnfleti sem verða staðsettar sunnan við aðalhús barnaskóla Hjallastefnunnar að Vífilsstöðum, að Spítalavegi 13A.
Ekkert deiliskipulag er í gildi á Vífilsstöðum en aðalskipulag gerir ráð fyrir samfélagsþjónustu.
Umsókn er í samræmi við landnotkun, þéttleika og byggðarmynstur.
Skipulagsnefnd fellur frá grenndarkynningu í samræmi við 2.ml.3.mgr.44.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að framkvæmdin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og Garðabæjar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarleyfi verði veitt fyrir framkvæmdinni sem er í samræmi við framlögð gögn.
13. 2112324 - Grímsgata 2-4. Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram tillaga að óverulegri deiliskipulagsbreytingu að lokinni grenndarkynningu.
Athugasemd hefur borist innan tilskilins frests og hún lögð fram.
Vísað til skoðunar hjá tækni-og umhverfissviði.
14. 2206175 - Viðhald og endurgerð náttúrustíga við Búrfell
Lögð fram umsókn Umhverfisstofnunar um framkvæmdaleyfi vegna stígagerðar umhverfis Búrfell sem er innan friðlands.
Um er að ræða vinnu á stígum sem eru nú þegar til staðar og gert er ráð fyrir í Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030.
Áætlað er að færa stíginn á einum stað aðeins frá hlíðum gígsins til gera þessa legu aðgengilegri fyrir umferð hjóla.
Skipulagsnefnd veitir framkvæmdaleyfi í samræmi við framlögð gögn í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
15. 1804300 - Álftanes sjóvarnir
Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi til að lengja sjóvörn sem fyrir er á svæðinu um 106 metra til vesturs í sunnanverðri Helguvík. Teikningar og kort sem sýna staðsetningu framkvæmdarsvæðis og hönnun sjóvarnarinnar fylgdi með umsókn. Framkvæmdinn er í samræmi við samþykktar skipulagsáætlanir sveitarfélagsins. Að verkinu koma tveir menn með beltagröfu og vörubílar. Framkvæmd færi fram utan varp og ungatíma fugla og er áætlað að henni ljúki fyrir 1. september 2022.
Skipulagsnefnd veitir framkvæmdaleyfi í samræmi við 13.gr.skipulagslaga nr.123/2010 sem er í samræmi við framlögð gögn.
16. 2206005F - afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 6
 
2003384 - Aratún 36 - stækkun byggingarreits - Ósk um dsk breytingu
Grenndarkynningu lokið, engar athugasemdir
 
 
 
2109133 - Blikanes 6 - stækkun byggingarreits. -Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
17. 2205043F - afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 5
 
2204482 - Vetrarmýri - breyting á deiliskipulagi
 
 
 
2203432 - Hnoðraholt norður. Breyting á deiliskipulagi. Dælustöð.
 
 
 
2204276 - Brekkugata 27 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
18. 2205027F - afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 4
 
2112275 - Holtstún - grenndarkynning á byggingarleyfi
 
 
 
2204125 - Einilundur 2 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2205230 - Hagaflöt 1 Viðbygging - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
 
2205347 - Stekkjaflöt 2 - hljóðveggur
 
 
 
2205016 - Jafnakur 8 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2205229 - Miðhraun 18 breyting - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
 
2204276 - Brekkugata 27 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
 
2203099 - Grímsgata 6 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2205204 - Víkurgata 1-7 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
 
2205250 - Dyngjugata 15 - Steypt bílaplan - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
19. 2204040F - afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 3
 
2104212 - HS Veitur lóð Bjarnastaðir - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Verðum að taka aftur fyrir þar sem málinu var vísað til tækni og umhverfissviðs á síðasta fundi þar sem athugasemd barst.
 
 
 
2107384 - Sunnakur 3 - Umsögn vegna lóðafrágangs - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
 
2204330 - Smáraflöt 5 bílskúr - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
 
2108301 - Hraungata 7 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2204368 - Hraungata 36 bílaplan - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
 
2204369 - Hraungata 38 bílaplan- Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
 
2203342 - Holtás 7 Garðhýsi - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).