Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
33. (2086). fundur
05.09.2023 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason varaformaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2309016 - Greining vegna hvatapeninga 2024.
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir samantekt um greiningu á stöðu og þróun hvatapeninga hjá Garðabæ sem stuðning við íþrótta- og tómstundaiðkun barna og unglinga.

Bæjarráð vísar samantektinni til umfjöllunar íþrótta- og tómstundaráðs.
2. 2305189 - Eskiás 6 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Framkvæmdafélaginu Eskiási ehf., kt. 501286-1419, að byggja fjölbýlishús með 29 íbúðum að Eskiási 6.
3. 2308691 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi málefni fatlaðs fólks, dags. 25.08.23.
Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu ásamt minnisblaði um málefni fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.

Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar SSH frá 11. ágúst 2023 um nauðsyn þess að til framkvæmda komi hið fyrsta fjárhagsleg leiðrétting frá ríkinu til að standa undir útgjöldum sveitarfélaga vegna aukinna krafna í löggjöf og reglum um hærra þjónustustig varðandi málefni fatlaðs fólks.
4. 2309039 - Bréf mennta- og barnamálaráðuneytis varðandi framlag ríkisins 2023 vegna barna með fjölþættan vanda, dags. 01.09.23.
Lagt fram bréf mennta- og barnamálaráðuneytis varðandi áform um að veita framlag úr ríkissjóði til að standa straum af hluta kostnaðar sveitarfélaga vegna barna með fjölþættan vanda og/eða miklar þroska og geðraskanir og eru vistuð uan heimilis.

Bæjarráð vísar bréfinu til meðferðar fjölskyldusviðs.
5. 2308821 - Tilkynning frá mennta- og barnamálaráðuneytinu varðandi tillögur að fyrirkomulagi þjónustu við börn með fjölþættan vanda, dags. 30.08.23.
Lögð fram tilkynning frá mennta- og barnamálaráðuneytinu varðandi skýrslu starfshóps um tillögur að fyrirkomulagi þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Í skýrslunni eru lagðar fram 14 tillögur ásamt kostnaðarmati. Niðurstöður kostnaðarmatsins sýna að hægt er að ná umtalsverðri hagræðingu í rekstri þjónustu við börn með fjölþættan vanda.

Bæjarráð vísar skýrslu starfshópsins til kynningar í fjölskylduráði og samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.
6. 2307150 - Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024 - 2027, dags. 28.08.23.
Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga fyrir árin 2024 - 2027.
7. 2308224 - Bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi ákvörðun um breytingu á deiliskipulagi varðandi lóðina við Holtsveg 20, dags. 30.08.23.
Lagður fram bráðabirgðaúrskurður í kærumáli varðandi kröfu um frestun réttaráhrif ákvörðunar um breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga norðuhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Holtsveg 20. (Leikskólabygging)

Í úrskurðarorði kemur fram að kröfu kæranda um frestun réttaráhrifa hinnar kærðu deiliskipulagsákvörðunar er hafnað.
8. 2309008 - Tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um könnun á framkvæmd úrgangsstjórnunar sveitarfélaga.
Lögð fram tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi niðurstöður könnunar um úrgangsstjórnun sveitarfélaga og stöðu innleiðingar hringrásarhagkerfis samkvæmt lögum nr. 103/2021.

Bæjarráð vísar niðurstöðum könnunarinnar til kynningar í umhverfisnefnd.
9. 2308731 - Endurnýjun samnings við UMF-Stjörnuna um rekstur knattspyrnuvalla við Ásgarð.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja endurnýjun samnings við UMF-Stjörnunnar um rekstur knattspyrnuvalla við Ásgarð með gildistíma til 31. desember 2025.

10. 2306198 - Tilboð í vetrarþjónustu göngu- og hjólaleiða í Garðabæ 2023-2026.
Á fundi bæjarráðs 15. ágúst sl. voru lögð fram eftirfarandi tilboð sem bárust í vetrarþjónustu göngu- og hjólreiðastíga í Garðabæ 2023-2026.

Colas Ísland hf. kr. 77.850.000.
Stjörnugarðar ehf. kr. 44.550.000.
Garðlist ehf. kr. 57.450.000.

Kostnaðaráætlun kr. 80.665.000.

Lagt fram minnsblað Juris og Mannvits, dags. 02.09.2023 þar sem fram kemur að við yfirferð tilboða hafi komið í ljós að innsend gögn frá Stjörnugörðum ehf. og Garðlist ehf. voru ófullnægjandi m.a. um tæknilegar kröfur í útboðsgögnum varðandi tækjabúnað. Öllum bjóðendum var gefinn kostur á að leggja fram viðbótarupplýsingar og skýringar hvað varðar lýsingu á tækjabúnaði.

Niðurstaðan er að Garðlist ehf. er eini bjóðandinn sem skilað hefur inn tilboði sem fullnægir skilyrðum útboðsgagna og eiga þannig eina gilda tilboðið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði næst lægstbjóðanda Garðlistar ehf. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðsstjóra umhverfissviðs falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
11. 1804338 - Afgreiðsla íþrótta-og tómstundaráðs varðandi stækkun frisbígolfvallar við Vífilsstaði.
Íþrótta- og tómstundaráð leggur til að undirbúið verði að stækka svæði fyrir frisbígolfvöll sem starfræktur hefur verið á opnu svæði við Vífilsstaði undanfarin ár. Fyrir liggur að hluti svæðisins hefur áður verið nýtt sem beitiland fyrir hesta á vegum Reiðskólans Hestlífs sem er starfræktur á íþróttasvæði Spretts á Kjóavöllum, sbr erindi samkvæmt dagskrárlið 12.

Bæjarráð vísar málinu til nánari skoðunar hjá bæjarstjóra.
12. 2309012 - Bréf Reiðskólans Hestalífs varðandi beitiland fyrir reiðskólahesta í beitarhólfi við Vífilsstaði, dags. 30.08.23.
Lagt fram bréf Reiðskólans Hestalífs þar sem farið er fram á áframhaldandi afnot að beitilandi við Vífilsstaði fyrir hesta á vegum skólans.

Bæjarráð vísar málinu til nánari skoðunar hjá bæjarstjóra.
13. 2308813 - Tillaga Viðreisnar og Garðabæjarlistans um að bjóða upp á þjónustu næturstrætó í Garðabæ.
Lögð fram eftirfarandi tillaga Viðreisnar og Garðabæjarlistans um að bjóða upp á þjónustu næturstrætó,

„Bæjarráð endurskoði afstöðu Garðabæjar gagnvart rekstri á næturstrætó og taki aftur upp þá þjónustu ekki síst í ljósi þess að nú hefur bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákveðið að auka þjónustu sína við íbúa með því að bjóða upp á næturstrætó að nýju.
Næturstrætó er mikilvægur valkostur fyrir alla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Að komast leiða sinna með öruggum og skjótum hætti er mikilvægt og ekki síst mikið öryggistæki að næturlagi.
Í ljósi þess að nú hafa bæði Mosfellsbær og Hafnarfjörður bæst við þau sveitarfélög sem hafa ákveðið að taka upp næturstrætó að nýju leggjum við til að bæjarráð taki sömu ákvörðun um bætta þjónustu. Við teljum mjög mikilvægt að mæta ungu fólki sérstaklega með öruggum samgöngum á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og viljum svara kalli stúdenta sérstaklega um að tryggja öruggan og traustan ferðamáta að næturlagi. Við teljum mikilvægt að hlusta á ungt fólk og mæta þeirra þörfum.
Almenningssamgöngur eru mikilvægar og þær þarf að efla enn frekar. Og eins og við vitum öll eykst ekki nýting á Strætó þegar ferðirnar eru ekki farnar.“

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarráði lögðu fram eftirfarandi bókun.

„Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar í bæjarráði leggja áherslu á grunnþjónustu Strætó þegar forgangsraða þarf fjármunum í því erfiða rekstrarumhverfi sem Strætó býr við í dag. Farið var í tilraunaverkefni með næturstrætó á síðasta ári en fjöldi farþega í því verkefni stóð ekki undir væntingum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar í bæjarráði telja mikilvægt að þjónusta Strætó í Garðabæ og þörf á henni sé reglulega rýnd. Þar á meðal þjónusta Strætó á megin innanbæjarleiðum 22, 23, 24 (Urriðaholt-Vetrarmýri-Fjölbraut-Ásgarður-Sjáland-Álftanes). Því er lagt til að sviðstjóra umhverfissviðs Garðabæjar í samstarfi við leiðarkerfissérfræðinga Strætó verði falið að fara í þá vinnu. Skulu niðurstöður þeirrar rýni hafðar til hliðsjónar við vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2024.“

14. 2309029 - Bréf Stígamóta varðandi framlag til starfsemi Stígamóta 2024, dags. 30.08.23.
Bæjarráð vísar bréfinu til úthlutunar styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun 2024.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).