Fundargerðir

Til baka Prenta
afgreiðslufundir skipulagsstjóra
5. fundur
17.03.2023 kl. 13:00 kom afgreiðslufundir skipulagsstjóra saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri. Anna María Guðmundsdóttir . Hrönn Hafliðadóttir verkefnastjóri skipulagsmála.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2303190 - Miðhraun 24 -breyting á inntaksrými - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn hönnuðar um breytingar á útfærslu hússins sem gerir ráð fyrir inntaksrými utan byggingarreits við norðurhlið hússins.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað inntaksrýmið varðar.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
2. 2209290 - Bæjargil 122 - sólskáli - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn um útfærslu breytinga að íbúðarhúsinu Bæjargil 122 sem gerir ráð fyrir stækkun stofu með svölum ofan á.
Skipulagsstjóri vísar byggingarleyfisumsókn sem er í samræmi við fyrirspurn til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr.1123/2010.
Grenndarkynna skal eigendum og íbúum að Bæjargilis nr. 94,96,98,100,102,104,106,108, 110, 120 og 124.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
3. 2303252 - Maríugata 29 Skjólgirðing - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn um útfærslu skjólgirðingar. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að skjólveggir í 150 hæð fari lítillega nær lóðarmörkum en sem nemur helmingi lengdar frá byggingarreit eins og meðfylgjandi skissa sýnir. Bent er á að samkvæmt grein 4.6.1 í greinargerð deiliskipulags Urriðaholts austurhluta skal gera grein fyrir lóðaruppdrætti á sérstökum lóðaruppdrætti þar sem m.a. skjólveggir koma fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).