Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
25. (2032). fundur
12.07.2022 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Gunnar Valur Gíslason varaformaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson varamaður, Hlynur Elías Bæringsson varaáheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2106536 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2022 - Viðauki nr. 2.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun Garðabæjar.

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2022 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Fjölskyldusvið:

Vegna hækkunar á töxtum NPA (notendastýrðar persónulegrar aðstoðar) þarf að hækka fjárframlög vegna einstaklinga sem eru með samning við Garðabæ um NPA. Ástæða hækkunar er vegna hækkana samkvæmt kjarasamningum.
Hækkunin er afturvirk og nemur 19 millj. kr.

NPA samningar 19.000.000 02530-4993

Húsnæðisstuðningur ? sérstakur húsnæðisstuðningur.
Á fundi bæjarráðs 28.6. sl. var samþykkt að hækka viðmið um hámark sérstaks húsnæðisstuðnings
Kostnaðarauki á árinu 2022 nemur um 3 m.kr.

Sérstakur húsnæðisstuðningur 3.000.000 02180-9113

Vinnutímastytting vaktavinnufólks
Í ljós hefur komið að vinnutímastytting vaktavinnufólks sem sinnir sólarhringsþjónustu er umtalsvert kostnaðarsamari en reiknað var með í fjárhagsáætlun. Hækka þarf fjárveitingu í fjárhagsáætlun um 25 m.kr. vegna þessa.
Hækkun á fjárveitingu er færð á þær stofnanir Garðabæjar sem sinna sólarhringsþjónustu, heimili fatlaðs fólks, þjónustuíbúðir að Arnarási og skammtímavistunina á Móaflöt.

Vaktavinna sólarhringsþjónustu 25.000.000 ýmsir bókhaldslyklar

Tækni- og umhverfissvið:

Fyrri hluti árs 2022 var veðurfarslega mjög óhagstæður varðandi snjómokstur og hálkuvarnir. Vegna þessa þarf að hækka fjárveitingu í fjárhagsáætlun um 85 m.kr.

Snjómokstur og hálkuvarnir 85.000.000 10610-4521

Samtals útgjaldaauki 132.000.000

Fjármögnun viðauka
Auknum útgjöldum mætt með varasjóði.

Varasjóður -132.000.000 31916-7179
2. 2102132 - Stekkjarflöt 25 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Gabríelu Kristjánsdóttur leyfi til að byggja við og breyta innra skipulagi núverandi húss að Stekkjarflöt 25.
3. 2207093 - Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi framboðsfrest til formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 05.07.22.
Í bréfinu er vakin athygli á nýjum reglum sem kveða á um að formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga verður nú kjörinn með beinni rafrænni kosningu en ekki á landsþingi eins og tíðkast hefur.
Framboðsfrestur til formanns sambandsins.pdf
4. 2207080 - Bréf sýslumannsins á Suðurlandi varðandi beiðni um umsögn vegna umsóknar Eimverks ehf. um leyfi til sölu áfengis frá framleiðslustað, dags. 04.07.22.
Í bréfinu er farið fram á umsögn vegna umsóknar Eimverks ehf. um leyfi til sölu áfengis frá framleiðslustað að Lyngási 13.

Verið er að vinna að gagnaöflun og er afgreiðslu frestað að svo stöddu.
5. 2207094 - Tilkynning frá forsætisráðuneytinu varðandi ársskýrslu umboðsmanns barna 2021, dags. 05.07.22.
Lögð fram til kynningar.
6. 2207095 - Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga varðandi áreiðanleikakönnun viðskiptamanna 2022, dags. 05.07.22.
Bæjarráð vísar bréfinu til bæjarstjóra.
Bréf vegna Áreiðanleikakönnun viðskiptamanna 2022.pdf
7. 2205120 - Bréf mennta- og barnamálaráðuneytis varðandi styrk vegna tómstunda- og menntunarúrræða barna á flótta, dags. 05.07.22.
Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið hefur fallist á að veita Garðabæ styrk að fjárhæð kr. 3.300.000 vegna tómstunda- og menntunarúrræða barna á flótta.
scan_R02SUVI06072022.pdf
8. 2108229 - Opnun tilboða í framkvæmdir við gatnagerð í hesthúsahverfinu á Kjóavöllum.
Eftirfarandi tilboð bárust í framkvæmdir við gatnagerð í hesthúsahverfinu á Kjóavöllum.

Bjössi ehf. kr. 595.000.000
Óskatak ehf. kr. 487.411.273
Stéttafélagið ehf. kr. 568.397.865

Kostnaðaráætlun kr. 532.857.950

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Óskataks ehf.. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er bæjarverkfræðingi falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
9. 2207187 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi útboð vegna rannsóknarborhola í Bláfjöllum, dags. 07.07.22.
Lagt fram til kynningar.
Fylgibréf til sveitarfélaga_stjorn ssh_541 fundur_borholur í bláfjöllum_minnisblað_Garðabær.pdf
10. 2204047 - Opnun tilboða í byggingu dælustöðvar fyrir vatnsveitu.
Eftirfarandi tilboða barst í byggingu dælustöðvar fyrir vatnsveitu.

Langeldur ehf. kr. 123.470.000

Kostnaðaráætlun kr. 57.322.950

Bæjarráð hafnar tilboðinu með vísan til 2. mgr. 83. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016.

Varðandi rökstuðning er bent á að umrætt tilboð er 215% af kostnaðaráætlun sem lá fyrir við opnun tilboða og 184% af uppfærðri kostnaðaráætlun.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að bjóða byggingu dælistöðvar út að nýju.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).